Viðskipti erlent

Pólverjar streyma til Danmerkur

Pólverjar streyma nú til Danmerkur sem aldrei fyrr. Samkvæmt nýjum tölu frá Hagstofu Danmerkur fengu 7695 útlendingar atvinnuleyfi í landinu á þriðja ársfjórðungi sem er 84 prósenta auking frá fyrri ársfjórðungi. Af heildinni voru 3.028 Pólverjar eða 38 prósent.

Ef litið er á árið það sem af er nemur auking í útgefnum atvinnuleyfum til útlendinga 54 prósentum en fyrir utan Pólverja eru Kínverjar, Litháar og Indverjar áberandi. Þeir hópar komast þó ekki með tærnar þar sem Pólverjar hafa hælana hvað fjölda varðar. Þannig fengu 758 Kínverjar atvinnuleyfi á þriðja ársfjórðungi og voru þeir næststærsti hópurinn á eftir Pólverjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×