Viðskipti erlent

Fær 750 milljón kr. bónus eftir brottrekstur

Charles Prince fyrrum forstjóri og stjórnarformaður Citigroup þarf ekki að kvíða ellinni. Þrátt fyrir að hafa verið rekinn úr starfi vegna afleits árangurs bankans á 3ja árafjórðungi á hann von á um 750 milljónum kr. í bónusgreiðslum.

Reiknað er með að Citigroup þurfi að afskrifa allt að 11 milljarða dollara eða hátt í 700 milljarða kr. í ár vegna taps á undirmálslánum á bandaríska fasteignamarkaðinum. Prince var látinn taka ábyrgð á þessu gríðarlega tapi en það hefur engin áhrif á bónussamninga hans.

Samkvæmt grein í New York Times voru bónussamningar Prince við bankann þannig úr garði gerðir að hann gat aldrei tapað á þeim sama á hverju gekk í rekstri bankans. Fyrir utan bónusinn fær Prince starfslokasamning og kaupréttindi upp á 68 millljón dollara eða nær 4 milljarða kr.

Og það fylgir með sögunni að fyrir utan þessar upphæðir fær Prince afnot a limmósínu frá bankanum næstu fimm árin. Með bílstjóra innföldum að sjálfsögðu.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×