Viðskipti erlent

Slæmt uppgjör hjá French Connection

Tískuverslanakeðjan French Connection hefur sent frá sér tilkynningu þar sem sagt er að afkoma keðjunnar verði verri í ár en í fyrra. Búist hafði verið við betri afkomu í ár en hagnaðurinn í fyrra nam 4 milljónum punda eða rúmlega hálfum milljarði kr.

Í frétt breska blaðsins The Times segir að slæm afkoma nú hafi aukið vangaveltur um að Baugur Group muni reyna að yfirtaka keðjuna. Sem stendur á Baugur, ásamt FL Group og Kevin Stanford, rúmlega 20% í French Connection í gegnum fjárfestignarfélagið Unity.

Salan á 3ja ársfjórðungi dróst saman um 3% hjá French Connection. Raunar var salan meiri á Bandaríkjamarkaði en veikur dollari át þann hagnað upp. Við fregnina féll hlutfé í French Connection um 5% á markaðinum í London.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×