Viðskipti erlent

Óttast áframhaldandi óróleika á fjármálamörkuðum

MYND/AFP

Fjárfestar í Bandaríkjunum óttast áframhaldandi óróleika á fjármálamörkuðum vegna aukinna vanskila á fasteignalánamarkaði þar vestra. Í gær tilkynnti fjórða stærsta lánafyrirtæki Bandaríkjanna, Wachovia, að það hefði tapað rúmlega 60 milljörðum í síðasta mánuði vegna vanskila á fasteignalánum.

Hlutabréf féllu almennt á mörkuðum í Bandaríkjunum í gær. Dow Jones vísitalan féll um 1,7 prósent eða 224 stig. Þá féll Nasdaq um 2,6 prósent.

Reiknað er með því að bankar og fjármálafyrirtæki í Bandaríkjunum þurfi á næstu mánuðum að afskrifa marga tugi ef ekki hundruð milljarða króna vegna fasteignalána.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×