Viðskipti erlent

Airbus gerir risasamning við Emirates

Evrópski flugvélaframleiðandinn Airbus sér fram á bjartari tíma en arabíska flugfélagið Emirates hefur lagt inn stærstu pöntun í sögu flugsins. Flugfélagið ætlar að kaupa á einu bretti sjötíu A350 vélar, og líklega fimmtíu í viðbót, þar af ellefu A380 risavélar.

Tilkynnt var um samninginn á flugsýningunni í Dubai sem nú stendur yfir.

Hlutabréf í Evrópu lækkuðu í verði í morgun í kjölfar lækkunar á Wall Street fyrir helgi. Finnski símaframleiðandinn Nokia lækkaði um tæp tvö prósent en tæknifyrirtæki lækkuðu einna mest. Framleiðandi Airbus vélanna rétti hins vegar úr kútnum í kjölfar frétta af risasamningi Emirates flugfélagsins og hækkaði verðið á hlutabréfum í félaginu um 3.3 prósent. 






Fleiri fréttir

Sjá meira


×