Fleiri fréttir Peningaskápurinn... Fjárfestum er stundum legið á hálsi fyrir siðleysi og græðgi. Svissneski bankinn, Credit Suisse, hefur nú fundið svar við því og býður viðskiptavinum sínum að fjárfesta í sjóði sem kallast Kristin gildi. 16.8.2007 00:01 Enn frekari lækkanir á bandarískum mörkuðum Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum lækkuðu enn og aftur í dag. Dow lækkaði um 1.29% og Standard & Poor´s 500 vísitalan lækkaði um 1.39% og hefur ekki verið lægri á þessu ári. Þá lækkuðu bréf á Nasdaq um 1.61% og hefur ekki verið lægri í fjóra mánuði. 15.8.2007 20:51 Mikil lækkun í Kauphöllinni Gengi bréfa í nær öllum félögum Kauphallarinnar stóðu ýmist í stað eða lækkuðu í dag. Alls lækkaði úrvalsvísitalan um 1,2% og gengi í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, lækkaði mest eða um 5,48%. Össur og Alfesca voru einu félögin sem hækkuðu í dag. 15.8.2007 15:32 Hotmail stækkar geymsluplássið í 5GB Tölvupóstþjónusta Microsoft, Hotmail hefur stækkað geymslupláss sitt í 5GB, sem færir þá nokkrum gígabætum framúr keppinautnum Gmail frá Google. Yahoo Mail er þó enn fremst í flokki með ótakmarkað geymslupláss. 15.8.2007 15:15 Hráolíuverð hækkar í verði Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði á fjármálamarkaði í dag eftir að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því að hráolíu- og eldsneytisbirgðir landsins hefðu dregist meira saman en spáð hafði verið. Veðurspáin næstu vikur réð sömuleiðis nokkru um hækkunina en því er spáð að olíuvinnslustöðvum við Mexíkóflóa geti stafað hætta af hitabeltisstormum á næstunni. 15.8.2007 15:04 Hækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð við opnun viðskipta á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag eftir skell í gær. Helstu vísitölurnar þrjár hafa hækkað um tæp 0,7 prósent. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,58 prósent í Kauphöll Íslands í dag og stendur í 7.844 stigum. Gengi bréfa í Icelandair Group hefur lækkað mest, eða um 4,49 prósent. 15.8.2007 14:37 Nokia býðst til að skipta út göllum rafhlöðum Farsímaframleiðandinn Nokia býðst til að skipta út um 46 milljón farsímarafhlöðum en þessi ákveðna tegund rafhlaðna hefur átt það til að ofhitna í hleðslu. Um er að ræða rafhlöðu sem merkt er BL-5C og var framleidd af Matsuhita á tímabilinu frá desember 2005 til nóvember 2006. 15.8.2007 14:13 Minni hagnaður hjá skaðatryggingafélögunum Hagnaður innlendu skaðatryggingafélaganna nam rúmum 19,5 milljörðum króna á síðasta árið samanborið við 20,2 milljarða árið á undan. Langstærstur hluti hagnaðar félaganna kemur úr fjármálarekstri en hagnaður af honum lækkar um níu milljarða á milli ára. Hagnaður af lögboðnum tryggingum skiluðu einum milljarði í vasa félaganna en 720 milljóna tap var á frjálsum ökutækjatryggingum. 15.8.2007 12:56 Stærsta yfirtaka Íslandssögunnar Þessa stundina er verið að handsala stærstu yfirtöku Íslandssögunnar þegar Kaupþing kaupir hollenska bankann NIBS fyrir þrjá milljarða evra eða 270 milljarða króna. 15.8.2007 12:25 Lítið lát á kaupgleði með kortum Heildarvelta vegna kreditkortanotkunar nam 23,6 milljörðum króna í júlí. Þetta er örlítið minni notkun en í mánuðinum á undan. Raunaukning kreditkortaveltu nemur hins vegar 10 prósentum frá sama mánuði í fyrra. Erlend kortavelta jókst á sama tíma um 24 prósent á milli ára. Greiningardeild Glitnis segir kortaveltu á öðrum ársfjórðungi merki um að einkaneysla hafi vaxið á ný á vordögum eftir samdrátt á fyrsta ársfjórðungi. 15.8.2007 11:15 Lækkun í Kauphöllinni Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,42 prósent á fyrsta stundarfjórðungi frá opnun viðskipta í Kauphöll Íslands og stendur vísitalan í 7.934 stigum. Lækkunin er í takti við niðursveiflu á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. 15.8.2007 10:14 LME með rúman þriðjung bréfa í Stork Marel hefur aukið enn við hlut sinn í hollensku iðnsamsteypunni Stork NV í gegnum LME eignarhaldsfélag og fer nú með 32,16 prósenta hlut í henni, samkvæmt flöggun fyrirtækisins í gær. Breska blaðið Financial Times segir andstöðuna gegn 1,5 milljarða evra yfirtökutilboði breska fjárfestingafélagsins Candover í Stork hafa harðnað til muna. 15.8.2007 09:24 Vísitölur lækka í Asíu og Evrópu Nokkur lækkun var á hlutabréfamörkuðum í Asíu og Evrópu í dag. Þetta er í takti við lækkun á bandaríska markaðnum í gær. Gengi Nikkei-vísitölunnar í Japan lækkaði um 2,2 prósent við lokun markaða þar í landi í morgun en vísitalan í Taívan fór niður um 3,6 prósent. Hin breska FTSE-100 vísitalan hefur lækkað um eitt prósent það sem af er dags. 15.8.2007 09:08 Rannsakar Kaupþing og Exista vegna Storebrand-hlutar Norska fjármálaeftirlitið hefur hafið rannsókn á því hvort hlutur Kaupþings og Exista í norska tryggingafélaginu Storebrand teljist sem einn eignarhlutur og fari þannig yfir leyfilegan hámarkseignarhlut. 15.8.2007 08:08 Kaupþing kaupir hollenskan banka fyrir 270 milljarða Kaupþing hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé í hollenska bankanum, NIBC Holding BV fyrir um það bil 2.985 milljónir evra, jafnvirði um 270 milljarða íslenskra króna. 15.8.2007 07:19 Hjálpa til með guðsgjöfina „Falleg húð er guðsgjöf, en því miður er þurr húð það líka,“ segir í tilkynningu fréttaveitunnar FOCUS Information Agency í Sofíu í Búlgaríu. Þetta er inngangur að umfjöllun um húðþurrk sem plagar víst fallega fólkið líka eftir göngutúra, sundferðir og almennan barning sumarsins. 15.8.2007 06:00 Gengi krónu lýtur erlendum kröftum Veiking krónunnar í kjölfar óróa á alþjóðamörkuðum gengur að stórum hluta til baka á síðari hluta árs. Gengi krónunnar verður sífellt háðara þróun á mörkuðum erlendis. 15.8.2007 05:45 Baugur hagnast um tuttugu milljarða á fyrri hluta árs Vanskil á fasteignalánum í Bandaríkjunum hafa ekki teljandi áhrif. 15.8.2007 05:30 Hagnast um 2,2 milljarða króna Fjárfestingafélagið Eyrir Invest hagnaðist um rúma 2,2 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við tap upp á 978 milljónir króna á sama tíma fyrir ári. 15.8.2007 05:30 Krefjast ógildingar Fjármálaeftirlitinu hefur verið send kæra vegna ólögmætrar atkvæðaskrár á fundi Sparisjóðs Skagfirðinga. Kærandi er Bjarni Jónsson, sem fer með stofnbréf fyrir hönd eignarhaldsfélagsins Fræðaveitunnar. 15.8.2007 05:30 Bollywood nær en margur gæti ætlað Formaður Samtaka kvikmyndaframleiðenda á Indlandi telur Ísland að mörgu leyti ákjósanlegan tökustað fyrir indverskar kvikmyndir. 15.8.2007 05:15 Miklar væntingar Sparisjóðurinn í Keflavík skilaði 4,6 milljarða króna hagnaði á fyrri hluta ársins, sem var fjórfalt betri afkoma en í fyrra. Hlutabréfaeign sparisjóðsins í Exista og góð afkoma hlutdeildarfélaga skýra þessa fínu afkomu öðru fremur. 15.8.2007 05:15 Ekkifréttir Samkeppni á bankamarkaði á sér ýmsar birtingarmyndir. Bankarnir slást um viðskiptavinina og sparisjóðirnir veita þeim verðuga samkeppni. Ekki á öllum sviðum þó. Vikulega sendir SPRON frá sér rafrænar fjármálafréttir. 15.8.2007 05:00 Áhrif á verðbólgu lítil Gengislækkun krónunnar að undanförnu ætti ekki að stuðla að aukinni verðbólgu. 15.8.2007 05:00 Áfengisgjald rýrnar Áfengisgjald af sterku áfengi hefur rýrnað um þrettán prósent að raunvirði frá síðustu breytingu á áfengisgjaldi árið 2004, samkvæmt frétt á vefsíðu fjármálaráðuneytisins. 15.8.2007 04:45 Höfum ekki sagt okkar síðasta „Órói á mörkuðum getur falið í sér margvísleg tækifæri fyrir fyrirtæki á borð við Marel,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri fyrirtækisins, en hann fór yfir afkomu þess og horfur á fundi með greinendum á mánudagsmorgun. 15.8.2007 04:30 Babb í bátinn hjá B&O Forsvarsmenn hljómtækjaframleiðandans Bang & Olufsen (B&O) reikna með að hagnaður fyrir skatta verði á bilinu 540-570 milljónir danskra króna á næsta reikningsári. Það er töluvert undir meðaltalsspá markaðsaðila sem hljóðaði upp á 602 milljónir danskra króna. 15.8.2007 04:30 Virði SPRON hátt yfir verðmati Capacent Þegar lokað var fyrir með viðskipti á stofnfjárbréfum í SPRON þann 7. ágúst var stofnfé sparisjóðsins metið á rúma 103 milljarða króna. Samkvæmt verðmati Capacent ráðgjafar, sem unnið var vegna hlutafjárvæðingar sparisjóðsins, er SPRON metinn á 59,4 milljarða króna. 15.8.2007 04:15 Betware nemur land á Spáni Undirritaður hefur verið samningur íslenska hugbúnaðar- og þjónustufyrirtækisins Betware og Spænska ríkislottósins um að Betware þjónusti lottóið á sviði gagnvirkra leikja. Samningurinn er gerður við STL (Sistemas Técnicos de Loterías del Estado) sem er að fullu í eigu ríkislottósins. 15.8.2007 04:00 Pliva dró úr Barr Hagnaður bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr nam 45,3 milljónum Bandaríkjadala, rúmlega 2,9 milljörðum króna, á öðrum fjórðungi ársins. Þetta er 41 prósents samdráttur frá sama tíma í fyrra og skrifast að mestu leyti á mikinn kostnað vegna kaupa á króatíska samheitalyfjafyrirtækinu Pliva í október í fyrra. 15.8.2007 03:45 Margt spjallað Óskaplega finnst mér stundum gaman að tala við guttana í bönkunum. Ótrúlega vel mannaðar ljósritunarvélarnar í þessum fyrirtækjum. Þeir koma náttúrlega úr boltanum margir hverjir og skemmtilega innstilltir á að halda með sínu liði. 15.8.2007 03:15 Hugsar ekki vel um blómin James Barnes, forstjóri skosku garðvörukeðjunnar Dobbies, sakar skoska auðkýfinginn sir Tom Hunter um að bera eigin hag fyrir brjósti fremur en hluthafa. 15.8.2007 03:00 Glitnisáheit SOS til Sómalíu SOS-barnaþorpin hafa ákveðið að senda þá fjármuni sem safnast vegna Reykjavíkurmaraþons Glitnis, sem fram fer næsta laugardag, til Sómalíu. Þrjátíu og átta einstaklingar hafa skráð sig í maraþonið með það að markmiði að safna fé handa SOS-barnaþorpunum. 15.8.2007 02:45 Vinna að jafnvægi á fjármálamarkaði Seðlabankar dæla fé inn á markaðinn til að koma á jafnvægi. Bloomberg segir stýrivaxtalækkun liggja í loftinu. 15.8.2007 02:30 Matvöruverð skaut verðbólgu upp Verðbólga mældist 5,6 prósent í Kína í síðasta mánuði og hefur ekki verið hærri í rúman áratug, samkvæmt nýbirtum gögnum hagstofu Kína. 15.8.2007 02:00 Samskip auka siglingar innan Evrópu Siglingar Samskipa milli Zeebrugge í Belgíu og hafna í Skandinavíu og Eystrasaltslöndunum, með viðkomu í Rotterdam og á Bretlandseyjum, hefjast 17. ágúst næstkomandi. Um er að ræða vikulegar áætlunarsiglingar og aukast með þeim nokkuð umsvif í Evrópusiglingum félagsins. 15.8.2007 02:00 Þreföldun á pari við væntingar Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Blackstone Group skilaði 774 milljóna Bandaríkjadala hagnaði á öðrum fjórðungi ársins. Þetta jafngildir tæplega 51 milljarði íslenskra króna, sem er þreföldun frá sama tíma fyrir ári. Þetta er í takt við væntingar greinenda. 15.8.2007 01:45 Branson stækkar flotann Breski auðkýfingurinn sir Richard Branson stóð í ströngu í síðustu viku við að stækka markaðshlutdeild sína í háloftunum. Fyrsta þota bandaríska lággjaldaflugfélagsins Virgin America, sem Branson á stóran hlut í, fór í loftið fyrir viku auk þess sem hann festi kaup á fimmtungshlut í asíska lággjaldaflugfélaginu Air Asia X. 15.8.2007 00:45 Smásöluverslun jókst vestanhafs Smásöluverslun í Bandaríkjunum jókst um 0,3 prósent á milli mánaða í júlí. Sé sala á bílum og eldsneyti undanskilin úr tölunum nemur hækkunin 0,4 prósentum, samkvæmt nýútkomnum tölum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. 15.8.2007 00:15 Icelandair tapar einum milljarði króna Icelandair Group tapaði um einum milljarði króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs samkvæmt hálfsársuppgjöri fyrirtækisins. Á sama tíma jukust tekjur fyrirtækisins um fjóra milljarða króna miðað við sama tímabil í fyrra. Eignir í lok fyrri helmingi ársins námu tæpum 72 milljörðum. Forstjóri Icelandair Group segir afkoma í áætlunarflugi undir væntingum. Hann boðar skipulagsbreytingar hjá fyrirtækinu. 14.8.2007 19:44 Miklar lækkanir á vísitölum í Bandaríkjunum Miklar lækkanir urðu á bandarískum verðbréfamörkuðum í dag. Við lokun markaðar hafði Dow-Jones vísitalan fallið um 1,57 prósent frá því í morgun. Í gær lækkaði vísitalan um 0,02 prósent. 14.8.2007 20:33 Mikill samdráttur hjá Virgin Atlantic Hagnaður breska flugfélagsins Virgin Atlantic nam 6,6 milljónum punda, jafnvirði tæplega 880 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári samanborið við 77,5 milljónir punda árið á undan. Þetta er rúmlega 90 prósenta samdráttur á milli ára. Auðkýfingurinn Richard Branson, stærsti hluthafi flugfélagsins, segir óhagstæð skilyrði hafa bitnað á hagnaði flugfélagsins. 14.8.2007 15:44 Rauður dagur á bandarískum markaði Dagurinn hefur verið rauður á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag en helstu vísitölurnar þrjár hafa allar lækkað um rúmt prósent það sem af er dags. Á sama tíma hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 1,24 prósent en hún fór nú um þrjúleytið undir 8.000 stig. 14.8.2007 15:04 Framkvæmdastjóri Pickenpack segir upp Guðmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri Pickenpack Gelmer, dótturfélags Icelandic Group, hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Guðmundur var ráðinn til starfa í fyrra en hann var áður framkvæmdastjóri frystisviðs Delpierre. Torsten Krüger tekur við starfi Guðmundar. 14.8.2007 14:29 Nokia innkallar milljónir rafhlaða Farsímaframleiðandinn Nokia hefur boðist til að endurnýja rafhlöður í 46 milljón farsímum í kjölfar frétta þess efnis að rafhlöðurnar ofhitni. Fyrirtækið segir að um 100 atvik hafi verið tilkynnt en gölluðu rafhlöðurnar, sem heita BL-5C, hafa verið notaðar í yfir 50 mismunandi farsímum frá fyrirtækinu. Engar fregnir hafa borist af því að hinar gölluðu rafhlöður hafi valdið meiðslum á fólki eða annarskonar tjóni. 14.8.2007 14:27 Sjá næstu 50 fréttir
Peningaskápurinn... Fjárfestum er stundum legið á hálsi fyrir siðleysi og græðgi. Svissneski bankinn, Credit Suisse, hefur nú fundið svar við því og býður viðskiptavinum sínum að fjárfesta í sjóði sem kallast Kristin gildi. 16.8.2007 00:01
Enn frekari lækkanir á bandarískum mörkuðum Hlutabréfamarkaðir í Bandaríkjunum lækkuðu enn og aftur í dag. Dow lækkaði um 1.29% og Standard & Poor´s 500 vísitalan lækkaði um 1.39% og hefur ekki verið lægri á þessu ári. Þá lækkuðu bréf á Nasdaq um 1.61% og hefur ekki verið lægri í fjóra mánuði. 15.8.2007 20:51
Mikil lækkun í Kauphöllinni Gengi bréfa í nær öllum félögum Kauphallarinnar stóðu ýmist í stað eða lækkuðu í dag. Alls lækkaði úrvalsvísitalan um 1,2% og gengi í Century Aluminum, móðurfélagi Norðuráls, lækkaði mest eða um 5,48%. Össur og Alfesca voru einu félögin sem hækkuðu í dag. 15.8.2007 15:32
Hotmail stækkar geymsluplássið í 5GB Tölvupóstþjónusta Microsoft, Hotmail hefur stækkað geymslupláss sitt í 5GB, sem færir þá nokkrum gígabætum framúr keppinautnum Gmail frá Google. Yahoo Mail er þó enn fremst í flokki með ótakmarkað geymslupláss. 15.8.2007 15:15
Hráolíuverð hækkar í verði Heimsmarkaðsverð á hráolíu hækkaði á fjármálamarkaði í dag eftir að orkumálaráðuneyti Bandaríkjanna greindi frá því að hráolíu- og eldsneytisbirgðir landsins hefðu dregist meira saman en spáð hafði verið. Veðurspáin næstu vikur réð sömuleiðis nokkru um hækkunina en því er spáð að olíuvinnslustöðvum við Mexíkóflóa geti stafað hætta af hitabeltisstormum á næstunni. 15.8.2007 15:04
Hækkun á bandarískum hlutabréfamarkaði Gengi hlutabréfa hækkaði nokkuð við opnun viðskipta á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag eftir skell í gær. Helstu vísitölurnar þrjár hafa hækkað um tæp 0,7 prósent. Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 1,58 prósent í Kauphöll Íslands í dag og stendur í 7.844 stigum. Gengi bréfa í Icelandair Group hefur lækkað mest, eða um 4,49 prósent. 15.8.2007 14:37
Nokia býðst til að skipta út göllum rafhlöðum Farsímaframleiðandinn Nokia býðst til að skipta út um 46 milljón farsímarafhlöðum en þessi ákveðna tegund rafhlaðna hefur átt það til að ofhitna í hleðslu. Um er að ræða rafhlöðu sem merkt er BL-5C og var framleidd af Matsuhita á tímabilinu frá desember 2005 til nóvember 2006. 15.8.2007 14:13
Minni hagnaður hjá skaðatryggingafélögunum Hagnaður innlendu skaðatryggingafélaganna nam rúmum 19,5 milljörðum króna á síðasta árið samanborið við 20,2 milljarða árið á undan. Langstærstur hluti hagnaðar félaganna kemur úr fjármálarekstri en hagnaður af honum lækkar um níu milljarða á milli ára. Hagnaður af lögboðnum tryggingum skiluðu einum milljarði í vasa félaganna en 720 milljóna tap var á frjálsum ökutækjatryggingum. 15.8.2007 12:56
Stærsta yfirtaka Íslandssögunnar Þessa stundina er verið að handsala stærstu yfirtöku Íslandssögunnar þegar Kaupþing kaupir hollenska bankann NIBS fyrir þrjá milljarða evra eða 270 milljarða króna. 15.8.2007 12:25
Lítið lát á kaupgleði með kortum Heildarvelta vegna kreditkortanotkunar nam 23,6 milljörðum króna í júlí. Þetta er örlítið minni notkun en í mánuðinum á undan. Raunaukning kreditkortaveltu nemur hins vegar 10 prósentum frá sama mánuði í fyrra. Erlend kortavelta jókst á sama tíma um 24 prósent á milli ára. Greiningardeild Glitnis segir kortaveltu á öðrum ársfjórðungi merki um að einkaneysla hafi vaxið á ný á vordögum eftir samdrátt á fyrsta ársfjórðungi. 15.8.2007 11:15
Lækkun í Kauphöllinni Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 0,42 prósent á fyrsta stundarfjórðungi frá opnun viðskipta í Kauphöll Íslands og stendur vísitalan í 7.934 stigum. Lækkunin er í takti við niðursveiflu á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum. 15.8.2007 10:14
LME með rúman þriðjung bréfa í Stork Marel hefur aukið enn við hlut sinn í hollensku iðnsamsteypunni Stork NV í gegnum LME eignarhaldsfélag og fer nú með 32,16 prósenta hlut í henni, samkvæmt flöggun fyrirtækisins í gær. Breska blaðið Financial Times segir andstöðuna gegn 1,5 milljarða evra yfirtökutilboði breska fjárfestingafélagsins Candover í Stork hafa harðnað til muna. 15.8.2007 09:24
Vísitölur lækka í Asíu og Evrópu Nokkur lækkun var á hlutabréfamörkuðum í Asíu og Evrópu í dag. Þetta er í takti við lækkun á bandaríska markaðnum í gær. Gengi Nikkei-vísitölunnar í Japan lækkaði um 2,2 prósent við lokun markaða þar í landi í morgun en vísitalan í Taívan fór niður um 3,6 prósent. Hin breska FTSE-100 vísitalan hefur lækkað um eitt prósent það sem af er dags. 15.8.2007 09:08
Rannsakar Kaupþing og Exista vegna Storebrand-hlutar Norska fjármálaeftirlitið hefur hafið rannsókn á því hvort hlutur Kaupþings og Exista í norska tryggingafélaginu Storebrand teljist sem einn eignarhlutur og fari þannig yfir leyfilegan hámarkseignarhlut. 15.8.2007 08:08
Kaupþing kaupir hollenskan banka fyrir 270 milljarða Kaupþing hefur undirritað samning um kaup á öllu hlutafé í hollenska bankanum, NIBC Holding BV fyrir um það bil 2.985 milljónir evra, jafnvirði um 270 milljarða íslenskra króna. 15.8.2007 07:19
Hjálpa til með guðsgjöfina „Falleg húð er guðsgjöf, en því miður er þurr húð það líka,“ segir í tilkynningu fréttaveitunnar FOCUS Information Agency í Sofíu í Búlgaríu. Þetta er inngangur að umfjöllun um húðþurrk sem plagar víst fallega fólkið líka eftir göngutúra, sundferðir og almennan barning sumarsins. 15.8.2007 06:00
Gengi krónu lýtur erlendum kröftum Veiking krónunnar í kjölfar óróa á alþjóðamörkuðum gengur að stórum hluta til baka á síðari hluta árs. Gengi krónunnar verður sífellt háðara þróun á mörkuðum erlendis. 15.8.2007 05:45
Baugur hagnast um tuttugu milljarða á fyrri hluta árs Vanskil á fasteignalánum í Bandaríkjunum hafa ekki teljandi áhrif. 15.8.2007 05:30
Hagnast um 2,2 milljarða króna Fjárfestingafélagið Eyrir Invest hagnaðist um rúma 2,2 milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við tap upp á 978 milljónir króna á sama tíma fyrir ári. 15.8.2007 05:30
Krefjast ógildingar Fjármálaeftirlitinu hefur verið send kæra vegna ólögmætrar atkvæðaskrár á fundi Sparisjóðs Skagfirðinga. Kærandi er Bjarni Jónsson, sem fer með stofnbréf fyrir hönd eignarhaldsfélagsins Fræðaveitunnar. 15.8.2007 05:30
Bollywood nær en margur gæti ætlað Formaður Samtaka kvikmyndaframleiðenda á Indlandi telur Ísland að mörgu leyti ákjósanlegan tökustað fyrir indverskar kvikmyndir. 15.8.2007 05:15
Miklar væntingar Sparisjóðurinn í Keflavík skilaði 4,6 milljarða króna hagnaði á fyrri hluta ársins, sem var fjórfalt betri afkoma en í fyrra. Hlutabréfaeign sparisjóðsins í Exista og góð afkoma hlutdeildarfélaga skýra þessa fínu afkomu öðru fremur. 15.8.2007 05:15
Ekkifréttir Samkeppni á bankamarkaði á sér ýmsar birtingarmyndir. Bankarnir slást um viðskiptavinina og sparisjóðirnir veita þeim verðuga samkeppni. Ekki á öllum sviðum þó. Vikulega sendir SPRON frá sér rafrænar fjármálafréttir. 15.8.2007 05:00
Áhrif á verðbólgu lítil Gengislækkun krónunnar að undanförnu ætti ekki að stuðla að aukinni verðbólgu. 15.8.2007 05:00
Áfengisgjald rýrnar Áfengisgjald af sterku áfengi hefur rýrnað um þrettán prósent að raunvirði frá síðustu breytingu á áfengisgjaldi árið 2004, samkvæmt frétt á vefsíðu fjármálaráðuneytisins. 15.8.2007 04:45
Höfum ekki sagt okkar síðasta „Órói á mörkuðum getur falið í sér margvísleg tækifæri fyrir fyrirtæki á borð við Marel,“ segir Hörður Arnarson, forstjóri fyrirtækisins, en hann fór yfir afkomu þess og horfur á fundi með greinendum á mánudagsmorgun. 15.8.2007 04:30
Babb í bátinn hjá B&O Forsvarsmenn hljómtækjaframleiðandans Bang & Olufsen (B&O) reikna með að hagnaður fyrir skatta verði á bilinu 540-570 milljónir danskra króna á næsta reikningsári. Það er töluvert undir meðaltalsspá markaðsaðila sem hljóðaði upp á 602 milljónir danskra króna. 15.8.2007 04:30
Virði SPRON hátt yfir verðmati Capacent Þegar lokað var fyrir með viðskipti á stofnfjárbréfum í SPRON þann 7. ágúst var stofnfé sparisjóðsins metið á rúma 103 milljarða króna. Samkvæmt verðmati Capacent ráðgjafar, sem unnið var vegna hlutafjárvæðingar sparisjóðsins, er SPRON metinn á 59,4 milljarða króna. 15.8.2007 04:15
Betware nemur land á Spáni Undirritaður hefur verið samningur íslenska hugbúnaðar- og þjónustufyrirtækisins Betware og Spænska ríkislottósins um að Betware þjónusti lottóið á sviði gagnvirkra leikja. Samningurinn er gerður við STL (Sistemas Técnicos de Loterías del Estado) sem er að fullu í eigu ríkislottósins. 15.8.2007 04:00
Pliva dró úr Barr Hagnaður bandaríska lyfjafyrirtækisins Barr nam 45,3 milljónum Bandaríkjadala, rúmlega 2,9 milljörðum króna, á öðrum fjórðungi ársins. Þetta er 41 prósents samdráttur frá sama tíma í fyrra og skrifast að mestu leyti á mikinn kostnað vegna kaupa á króatíska samheitalyfjafyrirtækinu Pliva í október í fyrra. 15.8.2007 03:45
Margt spjallað Óskaplega finnst mér stundum gaman að tala við guttana í bönkunum. Ótrúlega vel mannaðar ljósritunarvélarnar í þessum fyrirtækjum. Þeir koma náttúrlega úr boltanum margir hverjir og skemmtilega innstilltir á að halda með sínu liði. 15.8.2007 03:15
Hugsar ekki vel um blómin James Barnes, forstjóri skosku garðvörukeðjunnar Dobbies, sakar skoska auðkýfinginn sir Tom Hunter um að bera eigin hag fyrir brjósti fremur en hluthafa. 15.8.2007 03:00
Glitnisáheit SOS til Sómalíu SOS-barnaþorpin hafa ákveðið að senda þá fjármuni sem safnast vegna Reykjavíkurmaraþons Glitnis, sem fram fer næsta laugardag, til Sómalíu. Þrjátíu og átta einstaklingar hafa skráð sig í maraþonið með það að markmiði að safna fé handa SOS-barnaþorpunum. 15.8.2007 02:45
Vinna að jafnvægi á fjármálamarkaði Seðlabankar dæla fé inn á markaðinn til að koma á jafnvægi. Bloomberg segir stýrivaxtalækkun liggja í loftinu. 15.8.2007 02:30
Matvöruverð skaut verðbólgu upp Verðbólga mældist 5,6 prósent í Kína í síðasta mánuði og hefur ekki verið hærri í rúman áratug, samkvæmt nýbirtum gögnum hagstofu Kína. 15.8.2007 02:00
Samskip auka siglingar innan Evrópu Siglingar Samskipa milli Zeebrugge í Belgíu og hafna í Skandinavíu og Eystrasaltslöndunum, með viðkomu í Rotterdam og á Bretlandseyjum, hefjast 17. ágúst næstkomandi. Um er að ræða vikulegar áætlunarsiglingar og aukast með þeim nokkuð umsvif í Evrópusiglingum félagsins. 15.8.2007 02:00
Þreföldun á pari við væntingar Bandaríski fjárfestingasjóðurinn Blackstone Group skilaði 774 milljóna Bandaríkjadala hagnaði á öðrum fjórðungi ársins. Þetta jafngildir tæplega 51 milljarði íslenskra króna, sem er þreföldun frá sama tíma fyrir ári. Þetta er í takt við væntingar greinenda. 15.8.2007 01:45
Branson stækkar flotann Breski auðkýfingurinn sir Richard Branson stóð í ströngu í síðustu viku við að stækka markaðshlutdeild sína í háloftunum. Fyrsta þota bandaríska lággjaldaflugfélagsins Virgin America, sem Branson á stóran hlut í, fór í loftið fyrir viku auk þess sem hann festi kaup á fimmtungshlut í asíska lággjaldaflugfélaginu Air Asia X. 15.8.2007 00:45
Smásöluverslun jókst vestanhafs Smásöluverslun í Bandaríkjunum jókst um 0,3 prósent á milli mánaða í júlí. Sé sala á bílum og eldsneyti undanskilin úr tölunum nemur hækkunin 0,4 prósentum, samkvæmt nýútkomnum tölum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. 15.8.2007 00:15
Icelandair tapar einum milljarði króna Icelandair Group tapaði um einum milljarði króna á fyrstu sex mánuðum þessa árs samkvæmt hálfsársuppgjöri fyrirtækisins. Á sama tíma jukust tekjur fyrirtækisins um fjóra milljarða króna miðað við sama tímabil í fyrra. Eignir í lok fyrri helmingi ársins námu tæpum 72 milljörðum. Forstjóri Icelandair Group segir afkoma í áætlunarflugi undir væntingum. Hann boðar skipulagsbreytingar hjá fyrirtækinu. 14.8.2007 19:44
Miklar lækkanir á vísitölum í Bandaríkjunum Miklar lækkanir urðu á bandarískum verðbréfamörkuðum í dag. Við lokun markaðar hafði Dow-Jones vísitalan fallið um 1,57 prósent frá því í morgun. Í gær lækkaði vísitalan um 0,02 prósent. 14.8.2007 20:33
Mikill samdráttur hjá Virgin Atlantic Hagnaður breska flugfélagsins Virgin Atlantic nam 6,6 milljónum punda, jafnvirði tæplega 880 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári samanborið við 77,5 milljónir punda árið á undan. Þetta er rúmlega 90 prósenta samdráttur á milli ára. Auðkýfingurinn Richard Branson, stærsti hluthafi flugfélagsins, segir óhagstæð skilyrði hafa bitnað á hagnaði flugfélagsins. 14.8.2007 15:44
Rauður dagur á bandarískum markaði Dagurinn hefur verið rauður á bandarískum hlutabréfamarkaði í dag en helstu vísitölurnar þrjár hafa allar lækkað um rúmt prósent það sem af er dags. Á sama tíma hefur Úrvalsvísitalan lækkað um 1,24 prósent en hún fór nú um þrjúleytið undir 8.000 stig. 14.8.2007 15:04
Framkvæmdastjóri Pickenpack segir upp Guðmundur Stefánsson, framkvæmdastjóri Pickenpack Gelmer, dótturfélags Icelandic Group, hefur sagt upp störfum hjá fyrirtækinu. Guðmundur var ráðinn til starfa í fyrra en hann var áður framkvæmdastjóri frystisviðs Delpierre. Torsten Krüger tekur við starfi Guðmundar. 14.8.2007 14:29
Nokia innkallar milljónir rafhlaða Farsímaframleiðandinn Nokia hefur boðist til að endurnýja rafhlöður í 46 milljón farsímum í kjölfar frétta þess efnis að rafhlöðurnar ofhitni. Fyrirtækið segir að um 100 atvik hafi verið tilkynnt en gölluðu rafhlöðurnar, sem heita BL-5C, hafa verið notaðar í yfir 50 mismunandi farsímum frá fyrirtækinu. Engar fregnir hafa borist af því að hinar gölluðu rafhlöður hafi valdið meiðslum á fólki eða annarskonar tjóni. 14.8.2007 14:27