Viðskipti erlent

Nokia innkallar milljónir rafhlaða

Farsímaframleiðandinn Nokia hefur boðist til að endurnýja rafhlöður í 46 milljón farsímum í kjölfar frétta þess efnis að rafhlöðurnar ofhitni. Fyrirtækið segir að um 100 atvik hafi verið tilkynnt en gölluðu rafhlöðurnar, sem heita BL-5C, hafa verið notaðar í yfir 50 mismunandi farsímum frá fyrirtækinu. Engar fregnir hafa borist af því að hinar gölluðu rafhlöður hafi valdið meiðslum á fólki eða annarskonar tjóni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×