Fleiri fréttir

Dregur úr væntingum Þjóðverja

Væntingavísitalan í Þýskalandi lækkaði nokkuð á milli mánaða og hafa Þjóðverjar ekki verið svartsýnni um horfur á næstu mánuðum í hálft ár og nú. Ástæðan fyrir þessu eru þrengingar á bandarískum fasteignamarkaði og spár um að það geti dregið úr hagnaði fyrirtækja og hagvexti á heimsvísu.

Lækkun í Evrópu og Asíu

Gengi hlutabréfa í Evrópu og Asíu lækkaði nokkuð á fjármálamörkuðum í álfunum í morgun. Þetta er í takt við lækkun á bandarískum hlutabréfamörkuðum í gær vegna samdráttar á bandarískum fasteignamarkaði og verri lausafjárstöðu fjármálafyrirtækja. Óttast er að samdrátturinn geti leitt til þess að hagvöxtur í Bandaríkjunum dragist saman vegna þessa.

Einhliða evruvæðing ekki úr myndinni

Getur verið að einhliða evruvæðing Íslands sé raunhæfur kostur? Óli Kristján Ármannsson sat fyrir helgi ráðstefnu RSE, rannsóknamiðstöðvar um samfélags- og efnahagsmál, þar sem margir frummælendur voru þeirrar skoðunar. Um þetta eru þó skiptar skoðanir.

Krónubréf fella ekki gengið ein og sér

Útgáfa krónubréfa er ein birtingarmynd þeirrar alþjóðavæðingar sem gengið hefur yfir íslenska hagkerfið undanfarin ár, að mati Stefáns Þórs Sigtryggssonar sérfræðings hjá Spron.

Vinna hafin við átöppunarverksmiðju

Jón Ólafsson, stjórnarformaður Icelandic Water Holdings, tók fyrstu skóflustunguna að nýrri 6.600 fermetra átöppunarverksmiðju félagsins í Þorlákshöfn á föstudag.

Sölunni lokið á AAT

Hf. Eimskipafélag Íslands hefur selt 49 prósenta hlut félagsins í Avion Aircraft Trading (AAT) á 28 milljónir Bandaríkjadala, eða sem nemur tæplega 1,8 milljörðum króna.

Yfirdráttur heimila minni en talið var

Yfirdráttarlán heimila jukust minna í júlí en upphaflegar tölur bentu til. Í lok júlí námu þau 71,2 milljörðum króna í stað 75,6 milljarða króna eins og áður var talið. Þetta sýna endurskoðaðar tölur frá Seðlabanka Íslands og segir frá í Hálf fimm fréttum Kaupþings.

Hagnaður í smákökum

Og enn um litlu fjárfestana því ekki þarf nema örlitla þekkingu á hlutabréfaviðskiptum til að sjá að stórhættulegt er að eyða hugsanlegum framtíðarhagnaði af hlutabréfadílum langt fram í tímann. Litlu fjárfestarnir sem komu ferskir inn á hlutabréfamarkað í niðursveiflunni geta hins vegar huggað sig við að bregði til beggja vona í hagnaðar­tökunni þá eigi þeir víst sæti á hluthafafundum.

Að ganga á vatni

Viðskipti eru öðrum þræði list. Þetta var niðurstaða mín þar sem ég stóð úti í miðri laxveiðiánni sem loksins er byrjuð að gefa eftir þurrkasumarið mikla.

Húsnæðis- bréfakrísan lán í óláni

Michael Ent­hoven, forstjóri hins hollenska NIBC banka sem Kaupþing yfir­tók á dögunum, segir húsnæðiskrísuna í Bandaríkjunum hafa reynst lán í óláni fyrir bankann.

Einfalda þarf lagaumhverfi sparisjóða

Nýrri nefnd sem Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur sett á stofn er ætlað er að fara yfir lagaumhverfi sparisjóðanna og gera tillögur til breytinga. Björgvin segir nauðsynlegt að einfalda ýmislegt í þeim kafla löggjafarinnar um fjármála­fyrirtæki sem lýtur að sparisjóðunum. Greiða þurfi þeim leið til breytinga, þegar kemur að hlutafélagavæðingu, verslun með stofnbréf, útgáfu nýs stofnfjár og fleira.

Litlu fjárfestarnir

Líkamsræktarstöð World Class í Laugum í Reykjavík hefur löngum þótt helsti viðkomustaður flotta fólksins. Búningsklefinn í Laugum sem veitir aðgang að baðstofunni þykir flottastur.

Tesco náði Dobbies

Yfirtökubaráttu um skosku garðvörukeðjuna Dobbies Garden Centres er lokið en breski verslanarisinn Tesco hefur tryggt sér 23,5 prósent hlutabréfa í henni. Þetta kemur til viðbótar 29,6 prósenta hlut sem Tesco á fyrir.

Milljón í sekt

Sund þurfa að greiða eina milljón króna í sekt fyrir að hafa ekki orðið við ítrekaðri beiðni Samkeppniseftirlitsins um gögn vegna rannsóknar á viðskiptum með hlutabréf í Glitni banka um miðjan maí á þessu ári. Í tilkynningu eftirlitsins kemur fram að félagið hafi ekki svarað ítrekaðri gagnbeiðni fyrr en 25. júlí.

Smærri fjárfestum fækkar hlutfallslega

Svo virðist sem hlutfall smærri fjárfesta í Kauphöll Íslands hafi minnkað á þessu ári. Dagleg velta í Kauphöll Íslands nemur að meðaltali 10.798 milljónum króna á mánuði. Hún hefur aukist um 36 prósent frá tímabilinu janúar til ágúst í fyrra. Hins vegar hefur fjöldi daglegra viðskipta dregist saman á tímabilinu. Þau voru 539 að meðaltali á mánuði í fyrra en eru nú 515 það sem af er ári.

Titringurinn enn til staðar

Mestu niðursveiflunni á alþjóðlegum hlutabréfamörkuðum virðist lokið en lítið þarf til að valda taugatitringi.

Aldurinn skiptir máli

Hollenska iðnsamstæðan Stork N.V. blés til hluthafafundar að beiðni breska fjárfestingasjóðsins Candover til að kynna yfirtökutilboð sjóðsins í samstæðuna. Candover-menn þóttu á fundinum heldur gera í brækurnar þegar fulltrúi sjóðsins kaus að taka ekki til máls eða svara spurningum hluthafa um fyrirætlan með yfirtökunni.

Silfrið hvarf úr landi á þjóðveldisöld

Ásgeir Jónsson, forstöðumaður greiningardeildar Kaupþings, segir að mörgu þurfa að hyggja í tengslum við vangaveltur um að taka hér einhliða upp evru, málið sé langt því frá einfalt.

Þrír sjóðir með helminginn

Þrír stærstu lífeyrissjóðirnir, LSR, Lífeyrissjóður verzlunarmanna og Gildi lífeyrissjóður, áttu um helming af heildareignum lífeyrissjóðanna í árslok 2006 samkvæmt könnun Landssamtaka lífeyrissjóða.

Forverinn með hærri laun

Sameinaði lífeyrissjóðurinn greiddi Jóhannesi Siggeirssyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra sjóðsins, hærri laun en núverandi framkvæmdastjóra á síðasta ári. Launagreiðslur til Jóhannesar, sem lét af störfum sem framkvæmdastjóri Sameinaða í febrúar 2005, námu 16,3 milljónum króna í fyrra en Kristján Örn Sigurðsson, sem gegnir nú starfi framkvæmdastjóra, fékk 14,7 milljónir.

Skapvondur forstjóri

Economist | Michael O‘Leary, forstjóri Ryanair, eins stærsta lággjaldaflugfélags í Evrópu, fær heldur kaldar kveðjur í nýrri bók um sögu flugfélagsins. Í bókinni er sérstaklega tæpt á aðkomu O‘Learys, sem virðist hafa verið plataður í forstjórastólinn af stofnanda fyrirtækisins árið 1988 á þeim forsendum einum að hann fengi fjórðung af öllum hagnaði flugfélagsins umfram tvær milljónir punda.

Bæði innlend og erlend tilboð

Opin kerfi hafa verið í sölumeðferð síðan snemma í sumar. Forsvarsmenn fyrirtækisins geta valið úr nokkrum tilboðum.

Veðurtjón á eftir að tvöfaldast

Swiss Re, stærsta endurtryggingafélag heims og í fremstu röð áhættumatsfyrirtækja, varar við afleiðingum loftslagsbreytinga á Norðurlöndum.

Marorka færir út kvíarnar

Hátæknifyrirtækið Marorka og svissneska fyrirtækið Aqua­metro hafa gert með sér samstarfssamning um markaðssetningu á eldsneytisstjórnunarkerfi fyrir skip. Skrifað var undir samstarfssamninginn á föstudaginn var. Eldsneytis­stjórnunarkerfið er staðlað kerfi sem hentar öllum tegundum skipa sem ganga fyrir svartolíu.

Fyrstu lýðheilsufræðingarnir útskrifaðir

Læknir, félagsfræðingur, líffræðingur, viðskiptafræðingur og kennari eru meðal þeirra fimmtán sem útskrifuðust sem lýðheilsufræðingar frá Háskólanum í Reykjavík síðastliðinn laugardag. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir hitt þrjá hinna nýútskrifuðu meistara.

Bakslag í Bandaríkjunum

Helstu vísitölur á bandarískum hlutabréfamarkaði féllu um rúm tvö prósent við lokun markaða í dag. Helstu ástæðurnar fyrir lækkuninni eru minni væntingar neytenda vestanhafs nú en áður í skugga samdráttar á bandarískum fasteignamarkaði. Þá dvína vonir fjárfesta um að bandaríski seðlabankinn kæmi til móts við þrengingar á fjármálamarkaði með lækkun stýrivaxta.

Hagnaður Unibrew dregst saman

Velta Royal Unibrew, sem FL Group á um fjórðungs hlut í, jókst um 13% milli ára og nam 1.826 milljón Dkr, eða um 20 milljörðum kr. á fyrstu 6 mánuðum ársins. Hagnaður fyrir skatt dróst hins vegar saman og nam um 37,5 milljónum Dkr. eða um 400 milljónum kr. samanborið við 45,9 milljónum Dkr, eða um 500 milljónum kr. á fyrstu 6 mánuðum síðasta árs. Vegvísir Landsbankans greinir frá.

Bandarískir neytendur svartsýnir

Væntingavísitala bandarískra neytenda tók dýfu í mánuðinum en hún hefur ekki fallið jafn mikið á milli mánaða í tvö ár. Fréttveita Bloomberg segir þetta sýna að neytendur vestanhafs séu svartsýnni nú en áður um horfur í efnahagsmálum vegna viðvarandi lækkunar á fasteignaverði auk þess sem erfiðara er nú en áður að fjármagna fasteignakaup.

Rauður dagur að mestu í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag. Gengi bréfa í Flögu lækkaði mest, eða um rúm fjögur prósent. Einungis gengi bréfa í Marel og Atorku hækkaði en gengi annarra félaga ýmist lækkaði eða stóð í stað. Gengi Úrvalsvísitölunnar lækkaði 1,61 prósent og stendur hún í 8.171 stigi.

MP Fjárfestingabanki skilar metafkomu

MP Fjárfestingabanki skilaði methagnaði á fyrstu sex mánuðum arsins. Hagnaður nam 1.118 milljónum króna samanborið við 576,6 milljónir króna á sama tíma í fyrra. Þetta er 94 prósenta aukning á milli ára.

Samruni Scania, Man og Volkswagen á salt

Sænski fjárfestirinn Peter Wallenberg hefur hætt við samruna sænska vöruflutningabílaframleiðandans Scania, MAN og hluta af þýska fyrirtækinu Volkswagen í bili. Gert hafði verið ráð fyrir að úr samrunanum yrði til nýr framleiðandi vöruflutningabíla.

Íslenskir neytendur bjartsýnir

Órói á fjármálamörkuðum undanfarnar vikur virðist ekki slá á bjartsýni íslenskra neytenda. Þeir telja núverandi ástand í efnahags- og atvinnumálum afar gott, en eru nokkru svartsýnni á horfur að sex mánuðum liðnum. Þetta er meðal þess sem lesa má úr Væntingavísitölu Gallup sem birt var í morgun.

Teymi hefur hækkað mest í dag

Flaga Group hefur lækkað mest allra fyrirtækja það sem af er degi eða um 4,94% Straumur-Burðarás lækkaði um 1,94%. FL Group hefur lækkað um 1,52%. Exista um 1,47% og Atlantic Petroleum um 1,18%

Bjartsýni meðal neytenda þrátt fyrir óróa á fjármálamörkuðum

Órói á fjármálamörkuðum undanfarnar vikur virðist ekki slá á bjartsýni íslenskra neytenda ef marka má væntingavísitölu Gallups. Fram kemur í Morgunkorni Glitnis að að íslenskir neytendur telji núverandi ástand í efnahags- og atvinnumálum afar gott en eru nokkru svartsýnni á horfur að sex mánuðum liðnum.

Nefnd fari yfir lög um sparisjóði

Björgvin G. Sigurðsson viðskiptaráðherra hefur ákveðið að skipa nefnd til þess að fara yfir gildandi lagaumhverfi sparisjóðanna og gera tillögur til breytinga eftir því sem þörf er á.

5,5 milljarða sveifla var hjá HB Granda

HB Grandi var rekinn með ríflega 2,9 milljarða króna hagnaði á fyrri hluta ársins sem er mikill viðsnúningur frá fyrra ári þegar félagið tapaði tæpum 2,6 milljörðum króna. Á öðrum ársfjórðungi skilaði útgerðin 527 milljóna króna hagnaði samanborið við 1.221 milljónar króna tap í fyrra.

Líkur á að LME ráðist í yfirtöku

Á hluthafafundi Stork í Hollandi í gær um yfirtöku Candover útilokaði talsmaður LME ekki eigin yfirtökutilboð. LME hefur lagt tæpa 44 milljarða í félagið.

Rauður dagur í Bandaríkjunum

Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð við lokun fjármálamarkaða í Bandaríkjunum í dag eftir að gögn sýndu að endursala á fasteignum dróst saman í síðasta mánuði. Salan hefur minnkað jafnt og þétt síðan á vordögum þegar samdráttar á fasteignalánamarkaði vestra varð fyrst vart og hefur salan ekki verið með dræmara móti í fimm ár. Þá hefur fasteignaverð sömuleiðis lækkað síðastliðna 12 mánuði.

Ríflega 700 milljóna króna hagnaður af rekstri Smáralindar

Hagnaður Smáralindar reyndist 735 milljónir króna á fyrri helmingi þessa árs. Þetta kemur fram í uppgöri sem sent var Kauphöll Íslands. Þar segir einnig að gestum Smáralindar hafi fjölgað um nærri fimm prósent frá fyrri helmingi síðasta árs.

Teymi hækkaði mest í Kauphöllinni

Gengi hlutabréfa í Teymi hefur hækkað langmest skráðra félaga í Kauphöllinni eða um 16 prósent síðustu sjö viðskiptadaga. Þar af hækkaði gengið um rúm sex prósent í dag. Á sama tíma bætti Úrvalsvísitalan við sig 0,26 prósentum en hún stendur nú í 8.305 stigum.

Sjá næstu 50 fréttir