Viðskipti innlent

Bæði innlend og erlend tilboð

Frosti Bergsson. Opin kerfi eru til sölu og hafa nokkur tilboð borist. Frosti Bergsson játar því hvorki né neitar að hann hafi áhuga á að eignast félagið á ný.
Frosti Bergsson. Opin kerfi eru til sölu og hafa nokkur tilboð borist. Frosti Bergsson játar því hvorki né neitar að hann hafi áhuga á að eignast félagið á ný. E.ÓL.

Tilboð hafa borist í Opin kerfi bæði frá innlendum og erlendum aðilum að sögn Aðalsteins Valdimarssonar stjórnarformanns. Aðalsteinn segir Opin kerfi hafa farið í sölumeðferð nú snemmsumars. „Tilboðin eru fyrst að koma inn núna, enda er mikil og tímafrek vinna fólgin í því að setja fyrirtæki á sölu.“

Aðalsteinn vill ekki gefa upp hugsanlegt kaupverð fyrirtækisins, og segir ekki tímabært að skýra frá því hvenær gengið verði formlega frá sölu enda ekkert fast í hendi enn sem komið er.

Vitað er að Frosti Bergsson, fyrrverandi stjórnarformaður Opinna kerfa og annar stofnenda fyrirtækisins, hefur löngum haft áhuga á því að koma að rekstrinum á ný. Frosti vildi í samtali við Markaðinn hvorki játa því né neita að hann hefði áhuga á fyrirtækinu. „Ég hef kosið að tjá mig ekkert um þetta mál,“ sagði Frosti. Norrænir fjölmiðlar hafa greint frá því að norska fyrirtækið Ementor leiði kapphlaupið um Opin kerfi. Einnig hefur komið fram að hið danska EDB Gruppen og breska fyrirtækið Computacenter hafi sýnt Opnum kerfum áhuga.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×