Viðskipti innlent

Smærri fjárfestum fækkar hlutfallslega

Dagleg velta í Kauphöllinni eykst á meðan fjöldi daglegra viðskipta dregst saman.
Dagleg velta í Kauphöllinni eykst á meðan fjöldi daglegra viðskipta dregst saman.

Svo virðist sem hlutfall smærri fjárfesta í Kauphöll Íslands hafi minnkað á þessu ári. Dagleg velta í Kauphöll Íslands nemur að meðaltali 10.798 milljónum króna á mánuði. Hún hefur aukist um 36 prósent frá tímabilinu janúar til ágúst í fyrra. Hins vegar hefur fjöldi daglegra viðskipta dregist saman á tímabilinu. Þau voru 539 að meðaltali á mánuði í fyrra en eru nú 515 það sem af er ári.

Í Morgunkorni Glitnis segir að eðlilegt megi teljast að hlutfall smærri fjárfesta á markaðnum hafi dregist saman. Alla jafna séu þeir áhættufælnastir. Því megi gera ráð fyrir að samsetning fjárfesta verði óbreytt næstu mánuðina.

Metin falla hvert af öðru í Kauphöllinni um þessar mundir. Síðastliðinn fimmtudag var veltan með hlutabréf orðin jafn mikil og allt árið í fyrra. Nam hún 2.198 milljörðum króna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×