Fleiri fréttir Bylting í grafískum reiknum Texas Instruments er heiti reiknivéla sem þykja einkar góðar við útreikninga í verkfræði- og tæknigreinum. Íslenska umboðið heitir Tangens og þar varð Gunnþór Jónsson fyrir svörum. 27.8.2007 10:00 Bjóða Nasdaq og Dubai saman í OMX? Kauphöllin í Dubai og Nasdaq-kauphöllin í Bandaríkjunum gætu verið að komast að samkomulagi um að kaupa í sameiningu OMX-kauphöllina sem rekur norrænu kauphallirnar og kauphallir Eystrasaltsríkjanna. Þetta hefur breska blaðið Daily Telegraph eftir ónafngreindum heimildarmönnum. 27.8.2007 09:53 Hvað ertu að gera? Hvað ertu að gera? spyrja menn gjarnan þegar þeir hringjast á. Vefsíðan Twitter bætir um betur og sér til þess að engin þörf sé á símtalinu því svarið liggur á síðunni. 27.8.2007 09:30 Hagnaður Eikar tífaldaðist á milli ára Fasteignafélagið Eik, sem er í eigu FL Group, Baugs Group, Saxbyggs og Fjárfestingafélagsins Primusar ehf., skilaði hagnaði upp á tvo milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er tæp tíföldun á milli og besta afkoman á fyrstu sex mánuðum ársins í sögu fyrirtækisins. 27.8.2007 09:27 Rio Tinto fær grænt ljós í Bandaríkjunum Ál- og námafyrirtækið Rio Tinto hefur fengið græna ljósið hjá bandarískum samkeppnisyfirvöldum til að kaupa kanadíska álrisann Alcan, sem meðal annars er móðurfélag álversins í Straumsvík. Tilboðið Rio Tinto hljóðar upp á 38,1 milljarð dala, um 2.500 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar hljóðaði tilboð bandaríska álrisans Alcoa í Alcan upp á 27 milljarða dala. 27.8.2007 09:15 Tölvur fyrir alla Tölvunámskeið fyrir byrjendur hjá Mími-símenntun henta vel fyrir þá sem ekkert vita um tölvur. Ekki finnst öllum jafn auðvelt að fylgja tækninni og á meðan sumum finnst þeir ekki vera í neinu sambandi við umheiminn nema þeir séu með tölvuna í fanginu allan daginn finnst öðrum það meira en að segja það að finna út hvernig á að kveikja á tölvunni. 27.8.2007 08:00 Digital Bretland Ný bresk rannsókn sýnir að internetið, farsímar og MP3-spilarar hafa gjörbylt því hvernig Bretar eyða frítíma sínum. Eldri afþreyingarmöguleikar, eins og sjónvarp, útvarp og jafnvel DVD-diskar víkja hratt fyrir nýrri tækniafþreyingu. 27.8.2007 01:00 Baugur kaupir frægasta vaxmyndasafn heims Fjárfestingasjóðurinn Prestbury 1, sem er að stórum hluta í eigu Baugs og Sir Toms Hunter, keypti á dögunum fjóra gríðarlega vinsæla ferðamannastaði í Englandi auk skemmtigarðs í Þýskalandi fyrir rúma átta milljarða íslenskra króna. Meðal eignanna er Madame Tussaud-safnið í London, frægasta vaxmyndasafn heims. 27.8.2007 00:41 Nokkrir sitja um hlut Nasdaq í LSE Nokkrar af helstu kauphöllum Evrópu og asískur fjárfestingasjóður hafa kannað möguleikann á því að kaupa hlut bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq í kauphöllinni í Lundúnum í Bretlandi (LSE). Nasdaq á 31 prósents hlut í LSE en hefur ekki ákveðið hvort helmingur hlutarins eða meira verði seldur. Á meðal hugsanlegra kaupenda er kauphöllin í Dubai. 26.8.2007 21:37 Tölvurefir aflæsa iPhone Tölvurefir hafa fundið leið til að aflæsa hinum vinsæla iPhone síma frá Apple. Síminn er aðeins kominn á markað í Bandaríkjunum og er símafyrirtækið AT&T með einkarétt á notkun hans þar í tvö ár. 25.8.2007 18:43 Efnahagslífinu stafar ógn af efnalitlu fólki Hryðjuverk eru ekki lengur það sem bandaríski hagfræðingar óttast mest í augnablikinu. Þeir telja efnalitla einstaklinga með litla greiðslugetu sem lenda í vanskilum með afborganir af lánum sínum geta skaðað efnahagslífið meira. 25.8.2007 11:30 Góður endir á vikunni Fjárfestar í Bandaríkjunum virðast hafa verið bjartsýnni í gær en aðra daga vikunnar en hækkun var á helstu hlutabréfavísitölum við lokun fjármálamarkaða á Wall Street í gær. Tölur viðskiptaráðuneytisins vestra um aukna sölu á nýjum fasteignum í skugga samdráttar á fasteignalánamarkaði og aukin eftirspurn eftir varanlegum neysluvörum er helsta ástæða hækkunarinnar. 25.8.2007 10:04 Landsbankinn spáir aukinni verðbólgu Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki talsvert í september, eða um 1,4 prósent. Gangi það eftir mun verðbólga fara úr 3,4 prósentum í 4,3 prósent. 24.8.2007 16:41 Gengi krónu styrkist í kjölfar veikingar Gengi krónunnar hefur styrkst á nýjan leik eftir snarpa veikingu síðustu vikur samfara óróa á alþjóðamörkuðum. Greiningardeild Landsbankans segir endurheimt jafnvægi á mörkuðum ytra muna endurvekja hneigð til styrkingar. 24.8.2007 16:13 Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega eftir nokkuð sveiflukenndan dag við lokun viðskipta í Kauphöllinni. Þetta er í takti við alþjóðlega hlutabréfamarkaði í dag en vísitölur enduðu beggja vegna núllsins í Evrópu. Gengi bréfa í Teymi hækkaði mest í dag, eða um 4,31 prósent. Bréf í Kaupþingi lækkaði hins vegar mest, eða 1,27 prósent. 24.8.2007 15:36 Faldi hagnað af sölu hlutabréfa Héraðsdómsstóll í Tókýó í Japan dæmdi í dag sextuga konu í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar vegna skattsvika. Konan varði arfi eftir móður sína til hlutabréfakaupa og græddi jafnvirði rúmra tvö hundruð milljóna íslenskra króna á viðskiptunum. Stóran hluta af hagnaðinum faldi hún fyrir skattayfirvöldum á ýmsum reikningum í nafni skyldmenna sinna. 24.8.2007 14:51 Nokia og Microsoft í sæng saman Finnski farsímaframleiðandinn Nokia tilkynnti í vikunni um nýjan samning við Microsoft. Samningurinn er um innleiðingu á hugbúnaði frá Microsoft í símtæki Nokia. 24.8.2007 14:40 BNP Paribas opnar fyrir sjóði á ný Franski bankinn BNP Paribas ætlar að opna fyrir þrjá af sjóðum sínum í næstu viku. Bankinn skrúfaði fyrir sjóðina í byrjun ágúst af ótta við lausafjárskorts vegna samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði. Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands, segir skellinn í Bandaríkjunum ekki hafa teljandi áhrif á fransk efnahagslíf og hvetur franska banka til að halda ekki aftur af lánveitingum. 24.8.2007 14:16 Hveitiverð í hæstu hæðum Kílóverð á hveiti stendur í sögulegum hæðum þessa stundina en slæmt veðurfar í kornræktarlöndum í Ameríku og Evrópu hefur leitt til þess að hveitibirgðir hafa dregist saman. Eftirspurnin eftir hveiti er hins vegar umfram framboð og getur það leitt til þess að brauðmeti og aðrar vöru úr hveiti geti hækkað í verði. 24.8.2007 12:54 Aukið tap hjá Atlantic Petroleum Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum, sem skráð er á markað í Kauphöllinni, tapaði 39,3 milljónum danskra króna, um 470,5 milljónum íslenskra króna, á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er talsvert meira tap en á sama tíma í fyrra þegar fyrirtækið tapaði jafnvirði 76 milljónum króna. Mestur hluti tapsins kom til á öðrum fjórðungi ársins. 24.8.2007 12:33 Gengi hlutabréfa lækkar í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í fjármálafyrirtækjum hefur lækkað nokkuð í Kauphöllinni í dag. Þetta er í takt við lækkun á erlendum hlutabréfamörkuðum. Gengi bréfa í Landsbankanum leiðir lækkunina nú en verðið hefur lækkað um 2,21 prósent það sem af er dags. Fast á hæla bankans fylgir gengi bréfa í Straumi-Burðarási, FL Group og Glitni. 24.8.2007 11:05 Slitinn ljósleiðari truflar markaðsvakt Ljósleiðari slitnaði í Kópavogi í morgun með þeim afleiðingum að einstaklingar og einhverjir bankar og fjármálafyrirtæki hafa ekki fengið upplýsingar um viðskipti í Kauphöllinni í dag. Upplýsingafyrirtækið Teris heldur utan um viðskiptin fyrir Markaðsvakt Mentis og nær hugbúnaðurinn ekki að tengjast grunni Teris, sem vistaður er í Kópavogi. Truflunin hefur hins vegar ekki áhrif á viðskipti í Kauphöllinni. 24.8.2007 10:33 Hagnaður Íbúðalánasjóðs 2,8 milljarðar Íbúðalánasjóður hagnaðist um rétt rúma 2,8 milljarða krónur á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við tæpa 2,7 milljarða á sama tíma í fyrra. Eigið fé sjóðsins nam 20.477 milljónum króna en eiginfjárhlutfall er 7,5 prósent. Eignir sjóðsins jukust um 28,1 milljarða á fyrri hluta árs. 24.8.2007 09:53 Vísitölur lækka lítillega í Evrópu Helstu hlutabréfavísitölur í Asíu og Evrópu hafa lækkað á fjármálamörkuðum í dag. Lækkunin kemur í kjölfar lækkunar á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær eftir að forstjóri Countrywide Financial, eins stærsta húsnæðislánafyrirtækis Bandaríkjanna, sagði samdrátt á fasteignamarkaði hvergi nærri lokið. 24.8.2007 09:29 Hagnaður Gap eykst milli ára Bandaríska fataverslanakeðjan Gap skilaði 152 milljóna dala hagnaði á öðrum fjórðungi ársins, sem lauk í byrjun ágúst. Þetta jafngildir 9,9 milljörðum íslenskra króna, sem er 19 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Gap hefur átt við nokkra rekstrarerfiðleika að stríða og hagrætt mikið í rekstrinum. 24.8.2007 09:13 Atorka horfir til að innleysa hagnað af 2-4 fjárfestingum Geysir Green Energy gæti farið á markað innan eins og hálfs árs. Frekari fyrirtækjakaup Promens eru í skoðun sem gætu tafið skráningu félagsins lítillega. 24.8.2007 06:00 Síminn sækir inn á danska markaðinn Síminn hefur keypt danska fjarskiptafyrirtækið BusinessPhone Group sem er sérhæft í fjarskiptaþjónustu við minni og meðalstór fyrirtæki. Starfsmenn félagsins eru fimmtán og viðskiptavinir um fimmtán hundruð. Heildartekjur BusinessPhone árið 2006 námu rúmum 550 milljónum íslenskra króna. Kaupverð er ekki gefið upp. 24.8.2007 05:45 Skrá eignir á markað Breska samstæðan Virgin Group ætlar að breyta um stefnu og skrá nokkrar af eignum samstæðunnar á markað á næstunni. Stephen Murphy, forstjóri samstæðunnar, segir í viðtali við breska blaðið The Times að Virgin Group líti nú á sig sem fjárfestingafélag á borð við Blackstone Group. 24.8.2007 05:30 Kaupþing sektað í Svíþjóð Aganefnd OMX-kauphallarinnar í Svíþjóð hefur sektað Kaupþing þar í landi um 200 þúsund sænskra króna, tæpar 1,9 milljónir íslenskra, vegna brota eins miðlara á tilkynningaskyldu vegna viðskipta með hlutabréf í janúar og febrúar á þessu ári. Brotin ná til fimmtán færslna með bréf í sænsku félagi sem skráð er á First -North hlutabréfamarkaðinn. 24.8.2007 05:15 Breytingar á stjórn Commerzbank? Samkvæmt frétt þýska blaðsins Manager Magazine mun Klaus-Peter Müller, hinn 62 ára gamall forstjóri Commerzbank, stíga niður af forstjórastóli í maí á næsta ári og eftirláta Martin Blessing veldissprotann. 24.8.2007 05:00 Óbreyttir vextir í skugga samdráttar Stjórn japanska seðlabankans ákvað í gærmorgun að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentum. Greinendur höfðu flestir hverjir gert ráð fyrir þessari niðurstöðu í skugga hræringa á alþjóðlegum fjármálamörkuðum síðustu vikur. 24.8.2007 04:45 Sampo kaupir eigin bréf Hlutabréf í finnska fjármálafyrirtækinu Sampo Group tóku stökk upp á við í fyrradag þegar stjórn félagsins greindi frá því að hún hygðist nýta heimild til kaupa á eigin hlutabréfum sem næmi allt að 4,8 prósentum hlutafjár í bankanum. 24.8.2007 04:00 Tækifæri í umrótinu Í kvöld verður að öllum líkindum metfjöldi fjármálaspekúlanta staddur í höfuðstað Norðurlands. Þá verður Saga Capital Fjárfestingarbanki opnaður með pompi og prakt í Gamla barnaskólanum á Akureyri með tilheyrandi veisluhaldi. Forstjóri bankans, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, óttast ekki að umrót undanfarinna vikna á fjármálamörkuðum gefi döpur fyrirheit um framtíð bankans. 24.8.2007 04:00 Ekki búið enn Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum hafði lækkað lítillega þegar markaðir lokuðu í kvöld, eftir sveiflukenndan dag. Lækkunin kemur í kjölfar ummæla yfirmanns stærsta húsnæðislánafyrirtækis Bandaríkjanna. 23.8.2007 22:21 Raunávöxtun Gildis 17,6 prósent Hrein raunávöxtun Gildis-lífeyrissjóðs á ársgrundvelli fyrstu sex mánuði ársins var 17,6% og nafnávöxtun 23,9%. Fjárfestingartekjur á tímabilinu námu 23,5 milljörðum króna og voru 7,7 milljörðum hærri en á sama tímabili í fyrra. 23.8.2007 18:56 Forstjóri Countrywide segir ástandið slæmt Angelo Mozilio, forstjóri Countrywide Financial, eins stærsta fasteignalánafyrirtækis Bandaríkjanna, segir fátt benda til bata á bandarískum fasteignamarkaði. Hann segir hins vegar fjárhag lánafyrirtækisins borgið og litlar líkur á að það verði úrskurðað gjaldþrota vegna lausafjárskorts. 23.8.2007 16:25 Úrvalsvísitalan hækkaði lítillega Gengi Úrvalsvísitölunnar hækkaði lítillega við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag eftir talsverða hækkun það sem af er vikunnar. Gengi bréfa í Teymi hækkaði mest, eða um 3,15 prósent. Þetta er í samræmi við hækkun á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag en helstu vísitölur þar lágu rétt yfir núllinu. 23.8.2007 16:11 Landsvirkjun hagnaðist um 19 milljarða króna Á fyrstu sex mánuðum ársins 2007 nam hagnaður af rekstri Landsvirkjunar rúmlega 19 milljörðum króna. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta var 5.469 milljónir króna og handbært fé frá rekstri nam 4.026 milljónum króna. 23.8.2007 15:52 Kaupþing sektað í Svíþjóð Aganefnd OMX-kauphallarinnar í Svíþjóð hefur sektað Kaupþing þar í landi um 200 þúsund sænskra króna, um tæpar 1,9 milljónir íslenskra króna, vegna brota á tilkynningaskyldu og misræmis á verði hlutabréfa. Brotin ná til fimmtán færslna með bréf í einu félagi í byrjun árs. Einn miðlari Kaupþings er talinn bera ábyrgð á brotunum og hefur hann fengið ávítur fyrir. 23.8.2007 14:29 Mikil velta í Kauphöllinni Heildarvelta með hlutabréf í Kauphöllinni er þegar orðin jafn mikil og hún var allt síðasta ár. Veltan nam 2.198 milljörðum króna um hádegisbil í dag en á sama tíma í fyrra námu heildarviðskipti hlutabréfa 1.306 milljörðum króna. Aukningin nemur 68 prósentum. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir sumarið hafa verið óvenjulegt á verðbréfamarkaði. 23.8.2007 14:09 Hagnaður Atorku sex milljarðar króna Móðurfélag Atorku Group skilaði hagnaði upp á sex milljarða krónur á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við tæpa 4,9 milljarða á sama tíma í fyrra. Þar af nam hagnaðurinn á öðrum ársfjórðungi þremur milljörðum króna en það er um tveimur milljörðum krónum meira en félagið skilaði í fyrra. 23.8.2007 13:38 Hlutabréf hækka á Wall Street Gengi hlutabréfa hækkaði lítillega á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Fjárfestar virðast almennt bjartsýnir á stöðu mála. Hið opinbera sem og önnur fjármálafyrirtæki í Bandaríkjunum hafa gert sitt til að minnka álagið á markaðinn vegna samdráttar á fasteignalánamarkaði vestanhafs sem hefur valdið niðursveiflu á alþjóðamörkuðum. 23.8.2007 13:31 Tölvuleikir af öllum toga Allt það nýjasta úr heimi tölvuleikja má nú sjá og prufa í Leipzig í Þýskalandi. Árleg ráðstefna um tölvuleiki hófst þar í gær og þangað streyma nú hundruðir þúsunda gesta. 23.8.2007 12:59 Samkeppnistilboð í Vinnslustöðina runnið út Samkeppnistilboð Stillu eignarfélags ehf., félags í eigu Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims, og Hjálmars Kristjánssonar, í Vinnslutöðina í Vestmannaeyjum rann út 10. ágúst síðastliðinn. Það hafði staðið í 10 vikur en á tímabilinu festi félagið sér 0,12 prósent hlutafjár í Vinnslustöðinni. Stilla og skyldir aðilar fara nú með 32 prósent hlutafjár í útgerðafélaginu á móti rúmlega 50 prósenta hlut Eyjamanna. 23.8.2007 12:56 Fitch staðfestir lánshæfismat Glitnis Matsfyrirtækið Fitch Ratings staðfesti í dag lánshæfismat Glitnis. Fitch gefur Glitnis langtímaeinkunnina A og segir matið endurspegla undirliggjandi hagnað bankans, góða eignastöðu og fjölbreytt tekjustreymi. Horfur lánshæfiseinkunnar bankans eru stöðugar, að mati Fitch. 23.8.2007 12:07 Sjá næstu 50 fréttir
Bylting í grafískum reiknum Texas Instruments er heiti reiknivéla sem þykja einkar góðar við útreikninga í verkfræði- og tæknigreinum. Íslenska umboðið heitir Tangens og þar varð Gunnþór Jónsson fyrir svörum. 27.8.2007 10:00
Bjóða Nasdaq og Dubai saman í OMX? Kauphöllin í Dubai og Nasdaq-kauphöllin í Bandaríkjunum gætu verið að komast að samkomulagi um að kaupa í sameiningu OMX-kauphöllina sem rekur norrænu kauphallirnar og kauphallir Eystrasaltsríkjanna. Þetta hefur breska blaðið Daily Telegraph eftir ónafngreindum heimildarmönnum. 27.8.2007 09:53
Hvað ertu að gera? Hvað ertu að gera? spyrja menn gjarnan þegar þeir hringjast á. Vefsíðan Twitter bætir um betur og sér til þess að engin þörf sé á símtalinu því svarið liggur á síðunni. 27.8.2007 09:30
Hagnaður Eikar tífaldaðist á milli ára Fasteignafélagið Eik, sem er í eigu FL Group, Baugs Group, Saxbyggs og Fjárfestingafélagsins Primusar ehf., skilaði hagnaði upp á tvo milljarða króna á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er tæp tíföldun á milli og besta afkoman á fyrstu sex mánuðum ársins í sögu fyrirtækisins. 27.8.2007 09:27
Rio Tinto fær grænt ljós í Bandaríkjunum Ál- og námafyrirtækið Rio Tinto hefur fengið græna ljósið hjá bandarískum samkeppnisyfirvöldum til að kaupa kanadíska álrisann Alcan, sem meðal annars er móðurfélag álversins í Straumsvík. Tilboðið Rio Tinto hljóðar upp á 38,1 milljarð dala, um 2.500 milljarða íslenskra króna. Til samanburðar hljóðaði tilboð bandaríska álrisans Alcoa í Alcan upp á 27 milljarða dala. 27.8.2007 09:15
Tölvur fyrir alla Tölvunámskeið fyrir byrjendur hjá Mími-símenntun henta vel fyrir þá sem ekkert vita um tölvur. Ekki finnst öllum jafn auðvelt að fylgja tækninni og á meðan sumum finnst þeir ekki vera í neinu sambandi við umheiminn nema þeir séu með tölvuna í fanginu allan daginn finnst öðrum það meira en að segja það að finna út hvernig á að kveikja á tölvunni. 27.8.2007 08:00
Digital Bretland Ný bresk rannsókn sýnir að internetið, farsímar og MP3-spilarar hafa gjörbylt því hvernig Bretar eyða frítíma sínum. Eldri afþreyingarmöguleikar, eins og sjónvarp, útvarp og jafnvel DVD-diskar víkja hratt fyrir nýrri tækniafþreyingu. 27.8.2007 01:00
Baugur kaupir frægasta vaxmyndasafn heims Fjárfestingasjóðurinn Prestbury 1, sem er að stórum hluta í eigu Baugs og Sir Toms Hunter, keypti á dögunum fjóra gríðarlega vinsæla ferðamannastaði í Englandi auk skemmtigarðs í Þýskalandi fyrir rúma átta milljarða íslenskra króna. Meðal eignanna er Madame Tussaud-safnið í London, frægasta vaxmyndasafn heims. 27.8.2007 00:41
Nokkrir sitja um hlut Nasdaq í LSE Nokkrar af helstu kauphöllum Evrópu og asískur fjárfestingasjóður hafa kannað möguleikann á því að kaupa hlut bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq í kauphöllinni í Lundúnum í Bretlandi (LSE). Nasdaq á 31 prósents hlut í LSE en hefur ekki ákveðið hvort helmingur hlutarins eða meira verði seldur. Á meðal hugsanlegra kaupenda er kauphöllin í Dubai. 26.8.2007 21:37
Tölvurefir aflæsa iPhone Tölvurefir hafa fundið leið til að aflæsa hinum vinsæla iPhone síma frá Apple. Síminn er aðeins kominn á markað í Bandaríkjunum og er símafyrirtækið AT&T með einkarétt á notkun hans þar í tvö ár. 25.8.2007 18:43
Efnahagslífinu stafar ógn af efnalitlu fólki Hryðjuverk eru ekki lengur það sem bandaríski hagfræðingar óttast mest í augnablikinu. Þeir telja efnalitla einstaklinga með litla greiðslugetu sem lenda í vanskilum með afborganir af lánum sínum geta skaðað efnahagslífið meira. 25.8.2007 11:30
Góður endir á vikunni Fjárfestar í Bandaríkjunum virðast hafa verið bjartsýnni í gær en aðra daga vikunnar en hækkun var á helstu hlutabréfavísitölum við lokun fjármálamarkaða á Wall Street í gær. Tölur viðskiptaráðuneytisins vestra um aukna sölu á nýjum fasteignum í skugga samdráttar á fasteignalánamarkaði og aukin eftirspurn eftir varanlegum neysluvörum er helsta ástæða hækkunarinnar. 25.8.2007 10:04
Landsbankinn spáir aukinni verðbólgu Greiningardeild Landsbankans spáir því að vísitala neysluverðs hækki talsvert í september, eða um 1,4 prósent. Gangi það eftir mun verðbólga fara úr 3,4 prósentum í 4,3 prósent. 24.8.2007 16:41
Gengi krónu styrkist í kjölfar veikingar Gengi krónunnar hefur styrkst á nýjan leik eftir snarpa veikingu síðustu vikur samfara óróa á alþjóðamörkuðum. Greiningardeild Landsbankans segir endurheimt jafnvægi á mörkuðum ytra muna endurvekja hneigð til styrkingar. 24.8.2007 16:13
Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega Úrvalsvísitalan lækkaði lítillega eftir nokkuð sveiflukenndan dag við lokun viðskipta í Kauphöllinni. Þetta er í takti við alþjóðlega hlutabréfamarkaði í dag en vísitölur enduðu beggja vegna núllsins í Evrópu. Gengi bréfa í Teymi hækkaði mest í dag, eða um 4,31 prósent. Bréf í Kaupþingi lækkaði hins vegar mest, eða 1,27 prósent. 24.8.2007 15:36
Faldi hagnað af sölu hlutabréfa Héraðsdómsstóll í Tókýó í Japan dæmdi í dag sextuga konu í 18 mánaða skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar vegna skattsvika. Konan varði arfi eftir móður sína til hlutabréfakaupa og græddi jafnvirði rúmra tvö hundruð milljóna íslenskra króna á viðskiptunum. Stóran hluta af hagnaðinum faldi hún fyrir skattayfirvöldum á ýmsum reikningum í nafni skyldmenna sinna. 24.8.2007 14:51
Nokia og Microsoft í sæng saman Finnski farsímaframleiðandinn Nokia tilkynnti í vikunni um nýjan samning við Microsoft. Samningurinn er um innleiðingu á hugbúnaði frá Microsoft í símtæki Nokia. 24.8.2007 14:40
BNP Paribas opnar fyrir sjóði á ný Franski bankinn BNP Paribas ætlar að opna fyrir þrjá af sjóðum sínum í næstu viku. Bankinn skrúfaði fyrir sjóðina í byrjun ágúst af ótta við lausafjárskorts vegna samdráttar á bandarískum fasteignalánamarkaði. Christine Lagarde, fjármálaráðherra Frakklands, segir skellinn í Bandaríkjunum ekki hafa teljandi áhrif á fransk efnahagslíf og hvetur franska banka til að halda ekki aftur af lánveitingum. 24.8.2007 14:16
Hveitiverð í hæstu hæðum Kílóverð á hveiti stendur í sögulegum hæðum þessa stundina en slæmt veðurfar í kornræktarlöndum í Ameríku og Evrópu hefur leitt til þess að hveitibirgðir hafa dregist saman. Eftirspurnin eftir hveiti er hins vegar umfram framboð og getur það leitt til þess að brauðmeti og aðrar vöru úr hveiti geti hækkað í verði. 24.8.2007 12:54
Aukið tap hjá Atlantic Petroleum Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum, sem skráð er á markað í Kauphöllinni, tapaði 39,3 milljónum danskra króna, um 470,5 milljónum íslenskra króna, á fyrstu sex mánuðum ársins. Þetta er talsvert meira tap en á sama tíma í fyrra þegar fyrirtækið tapaði jafnvirði 76 milljónum króna. Mestur hluti tapsins kom til á öðrum fjórðungi ársins. 24.8.2007 12:33
Gengi hlutabréfa lækkar í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa í fjármálafyrirtækjum hefur lækkað nokkuð í Kauphöllinni í dag. Þetta er í takt við lækkun á erlendum hlutabréfamörkuðum. Gengi bréfa í Landsbankanum leiðir lækkunina nú en verðið hefur lækkað um 2,21 prósent það sem af er dags. Fast á hæla bankans fylgir gengi bréfa í Straumi-Burðarási, FL Group og Glitni. 24.8.2007 11:05
Slitinn ljósleiðari truflar markaðsvakt Ljósleiðari slitnaði í Kópavogi í morgun með þeim afleiðingum að einstaklingar og einhverjir bankar og fjármálafyrirtæki hafa ekki fengið upplýsingar um viðskipti í Kauphöllinni í dag. Upplýsingafyrirtækið Teris heldur utan um viðskiptin fyrir Markaðsvakt Mentis og nær hugbúnaðurinn ekki að tengjast grunni Teris, sem vistaður er í Kópavogi. Truflunin hefur hins vegar ekki áhrif á viðskipti í Kauphöllinni. 24.8.2007 10:33
Hagnaður Íbúðalánasjóðs 2,8 milljarðar Íbúðalánasjóður hagnaðist um rétt rúma 2,8 milljarða krónur á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við tæpa 2,7 milljarða á sama tíma í fyrra. Eigið fé sjóðsins nam 20.477 milljónum króna en eiginfjárhlutfall er 7,5 prósent. Eignir sjóðsins jukust um 28,1 milljarða á fyrri hluta árs. 24.8.2007 09:53
Vísitölur lækka lítillega í Evrópu Helstu hlutabréfavísitölur í Asíu og Evrópu hafa lækkað á fjármálamörkuðum í dag. Lækkunin kemur í kjölfar lækkunar á bandarískum hlutabréfamarkaði í gær eftir að forstjóri Countrywide Financial, eins stærsta húsnæðislánafyrirtækis Bandaríkjanna, sagði samdrátt á fasteignamarkaði hvergi nærri lokið. 24.8.2007 09:29
Hagnaður Gap eykst milli ára Bandaríska fataverslanakeðjan Gap skilaði 152 milljóna dala hagnaði á öðrum fjórðungi ársins, sem lauk í byrjun ágúst. Þetta jafngildir 9,9 milljörðum íslenskra króna, sem er 19 prósenta aukning frá sama tíma í fyrra. Gap hefur átt við nokkra rekstrarerfiðleika að stríða og hagrætt mikið í rekstrinum. 24.8.2007 09:13
Atorka horfir til að innleysa hagnað af 2-4 fjárfestingum Geysir Green Energy gæti farið á markað innan eins og hálfs árs. Frekari fyrirtækjakaup Promens eru í skoðun sem gætu tafið skráningu félagsins lítillega. 24.8.2007 06:00
Síminn sækir inn á danska markaðinn Síminn hefur keypt danska fjarskiptafyrirtækið BusinessPhone Group sem er sérhæft í fjarskiptaþjónustu við minni og meðalstór fyrirtæki. Starfsmenn félagsins eru fimmtán og viðskiptavinir um fimmtán hundruð. Heildartekjur BusinessPhone árið 2006 námu rúmum 550 milljónum íslenskra króna. Kaupverð er ekki gefið upp. 24.8.2007 05:45
Skrá eignir á markað Breska samstæðan Virgin Group ætlar að breyta um stefnu og skrá nokkrar af eignum samstæðunnar á markað á næstunni. Stephen Murphy, forstjóri samstæðunnar, segir í viðtali við breska blaðið The Times að Virgin Group líti nú á sig sem fjárfestingafélag á borð við Blackstone Group. 24.8.2007 05:30
Kaupþing sektað í Svíþjóð Aganefnd OMX-kauphallarinnar í Svíþjóð hefur sektað Kaupþing þar í landi um 200 þúsund sænskra króna, tæpar 1,9 milljónir íslenskra, vegna brota eins miðlara á tilkynningaskyldu vegna viðskipta með hlutabréf í janúar og febrúar á þessu ári. Brotin ná til fimmtán færslna með bréf í sænsku félagi sem skráð er á First -North hlutabréfamarkaðinn. 24.8.2007 05:15
Breytingar á stjórn Commerzbank? Samkvæmt frétt þýska blaðsins Manager Magazine mun Klaus-Peter Müller, hinn 62 ára gamall forstjóri Commerzbank, stíga niður af forstjórastóli í maí á næsta ári og eftirláta Martin Blessing veldissprotann. 24.8.2007 05:00
Óbreyttir vextir í skugga samdráttar Stjórn japanska seðlabankans ákvað í gærmorgun að halda stýrivöxtum óbreyttum í 0,5 prósentum. Greinendur höfðu flestir hverjir gert ráð fyrir þessari niðurstöðu í skugga hræringa á alþjóðlegum fjármálamörkuðum síðustu vikur. 24.8.2007 04:45
Sampo kaupir eigin bréf Hlutabréf í finnska fjármálafyrirtækinu Sampo Group tóku stökk upp á við í fyrradag þegar stjórn félagsins greindi frá því að hún hygðist nýta heimild til kaupa á eigin hlutabréfum sem næmi allt að 4,8 prósentum hlutafjár í bankanum. 24.8.2007 04:00
Tækifæri í umrótinu Í kvöld verður að öllum líkindum metfjöldi fjármálaspekúlanta staddur í höfuðstað Norðurlands. Þá verður Saga Capital Fjárfestingarbanki opnaður með pompi og prakt í Gamla barnaskólanum á Akureyri með tilheyrandi veisluhaldi. Forstjóri bankans, Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, óttast ekki að umrót undanfarinna vikna á fjármálamörkuðum gefi döpur fyrirheit um framtíð bankans. 24.8.2007 04:00
Ekki búið enn Gengi hlutabréfa í Bandaríkjunum hafði lækkað lítillega þegar markaðir lokuðu í kvöld, eftir sveiflukenndan dag. Lækkunin kemur í kjölfar ummæla yfirmanns stærsta húsnæðislánafyrirtækis Bandaríkjanna. 23.8.2007 22:21
Raunávöxtun Gildis 17,6 prósent Hrein raunávöxtun Gildis-lífeyrissjóðs á ársgrundvelli fyrstu sex mánuði ársins var 17,6% og nafnávöxtun 23,9%. Fjárfestingartekjur á tímabilinu námu 23,5 milljörðum króna og voru 7,7 milljörðum hærri en á sama tímabili í fyrra. 23.8.2007 18:56
Forstjóri Countrywide segir ástandið slæmt Angelo Mozilio, forstjóri Countrywide Financial, eins stærsta fasteignalánafyrirtækis Bandaríkjanna, segir fátt benda til bata á bandarískum fasteignamarkaði. Hann segir hins vegar fjárhag lánafyrirtækisins borgið og litlar líkur á að það verði úrskurðað gjaldþrota vegna lausafjárskorts. 23.8.2007 16:25
Úrvalsvísitalan hækkaði lítillega Gengi Úrvalsvísitölunnar hækkaði lítillega við lokun viðskipta í Kauphöllinni í dag eftir talsverða hækkun það sem af er vikunnar. Gengi bréfa í Teymi hækkaði mest, eða um 3,15 prósent. Þetta er í samræmi við hækkun á evrópskum hlutabréfamörkuðum í dag en helstu vísitölur þar lágu rétt yfir núllinu. 23.8.2007 16:11
Landsvirkjun hagnaðist um 19 milljarða króna Á fyrstu sex mánuðum ársins 2007 nam hagnaður af rekstri Landsvirkjunar rúmlega 19 milljörðum króna. Rekstrarhagnaður fyrir fjármagnsliði og skatta var 5.469 milljónir króna og handbært fé frá rekstri nam 4.026 milljónum króna. 23.8.2007 15:52
Kaupþing sektað í Svíþjóð Aganefnd OMX-kauphallarinnar í Svíþjóð hefur sektað Kaupþing þar í landi um 200 þúsund sænskra króna, um tæpar 1,9 milljónir íslenskra króna, vegna brota á tilkynningaskyldu og misræmis á verði hlutabréfa. Brotin ná til fimmtán færslna með bréf í einu félagi í byrjun árs. Einn miðlari Kaupþings er talinn bera ábyrgð á brotunum og hefur hann fengið ávítur fyrir. 23.8.2007 14:29
Mikil velta í Kauphöllinni Heildarvelta með hlutabréf í Kauphöllinni er þegar orðin jafn mikil og hún var allt síðasta ár. Veltan nam 2.198 milljörðum króna um hádegisbil í dag en á sama tíma í fyrra námu heildarviðskipti hlutabréfa 1.306 milljörðum króna. Aukningin nemur 68 prósentum. Þórður Friðjónsson, forstjóri Kauphallarinnar, segir sumarið hafa verið óvenjulegt á verðbréfamarkaði. 23.8.2007 14:09
Hagnaður Atorku sex milljarðar króna Móðurfélag Atorku Group skilaði hagnaði upp á sex milljarða krónur á fyrstu sex mánuðum ársins samanborið við tæpa 4,9 milljarða á sama tíma í fyrra. Þar af nam hagnaðurinn á öðrum ársfjórðungi þremur milljörðum króna en það er um tveimur milljörðum krónum meira en félagið skilaði í fyrra. 23.8.2007 13:38
Hlutabréf hækka á Wall Street Gengi hlutabréfa hækkaði lítillega á hlutabréfamörkuðum í Bandaríkjunum í dag. Fjárfestar virðast almennt bjartsýnir á stöðu mála. Hið opinbera sem og önnur fjármálafyrirtæki í Bandaríkjunum hafa gert sitt til að minnka álagið á markaðinn vegna samdráttar á fasteignalánamarkaði vestanhafs sem hefur valdið niðursveiflu á alþjóðamörkuðum. 23.8.2007 13:31
Tölvuleikir af öllum toga Allt það nýjasta úr heimi tölvuleikja má nú sjá og prufa í Leipzig í Þýskalandi. Árleg ráðstefna um tölvuleiki hófst þar í gær og þangað streyma nú hundruðir þúsunda gesta. 23.8.2007 12:59
Samkeppnistilboð í Vinnslustöðina runnið út Samkeppnistilboð Stillu eignarfélags ehf., félags í eigu Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims, og Hjálmars Kristjánssonar, í Vinnslutöðina í Vestmannaeyjum rann út 10. ágúst síðastliðinn. Það hafði staðið í 10 vikur en á tímabilinu festi félagið sér 0,12 prósent hlutafjár í Vinnslustöðinni. Stilla og skyldir aðilar fara nú með 32 prósent hlutafjár í útgerðafélaginu á móti rúmlega 50 prósenta hlut Eyjamanna. 23.8.2007 12:56
Fitch staðfestir lánshæfismat Glitnis Matsfyrirtækið Fitch Ratings staðfesti í dag lánshæfismat Glitnis. Fitch gefur Glitnis langtímaeinkunnina A og segir matið endurspegla undirliggjandi hagnað bankans, góða eignastöðu og fjölbreytt tekjustreymi. Horfur lánshæfiseinkunnar bankans eru stöðugar, að mati Fitch. 23.8.2007 12:07