Líkur á að LME ráðist í yfirtöku 28. ágúst 2007 05:45 Formaður framkvæmdastjórnar Stork N.V. í Hollandi mælir með yfirtökutilboði Candover. LME sér tækifæri í Stork. AFP Líklegt er talið að LME, eignahaldsfélag Marels, Eyris Invest og Landsbankans, geri eigið yfirtökutilboð í hollensku iðnsamstæðuna Stork þegar yfirtökutilboð breska fjárfestingarsjóðsins Candover í samstæðuna rennur út. Samkvæmt heimildum blaðsins vinnur LME að því þessa dagana að fá með sér í verkefnið fleiri fjárfesta, hollenska og alþjóðlega. LME er stærsti hluthafinn í Stork með yfir 32 prósenta eignarhlut. Á hluthafafundi Stork, sem haldinn var í gærmorgun til að kynna fyrirliggjandi yfirtökutilboð Candovers, sagði Maarten Muller, lögmaður LME, að félagið myndi ekki taka boðinu sem er upp á 47 evrur á hlut og útilokaði ekki að LME kæmi fram með sitt eigið yfirtökutilboð. Lögmaðurinn lýsti jafnframt furðu sinni á hvernig staðið hafi verið að yfirtökutilboði Candover án samráðs við stærsta hluthafann sem er LME. „Og þegar er ljóst að nær helmingur hluthafa hefur lýst yfir andstöðu sinni við tilboð Candover,“ sagði hann og benti á að aðkoma fjárfestingarsjóðs á borð við Candover benti jafnframt til þess að til stæði að undirbúa einingar félagsins fyrir sölu. „Þetta sýnir að umræður sem átt hafa sér stað á hluthafafundum á síðustu mánuðum hafa lítið haft með stefnu að gera eða grundvallarreglur, heldur hafi fremur snúist um tímastetningu og síðar hvernig skipta eigi mögulegum framtíðarávinningi.“ Stjórn Stork hefur hins vegar lýst yfir stuðningi sínum við tilboð Candover og tengt þann stuðning yfirlýsingum um að ekki stæði til að brjóta félagið upp. Muller segir LME treysta því að yfirtaka Candover gangi ekki eftir að jafnframt verði komist hjá því að greiða Candover 15 milljónir evra vegna samningsrofs gangi hún ekki eftir. Er það meðal annars til að komast hjá slíkri greiðslu sem LME er talið bíða með að koma fram með eigið yfirtökutilboð. Yfirtökutilboð Candover rennur út 4. næsta mánaðar, en viðbúið er að félagið nýti heimild til að framlengja boðið um tvisvar hálfan mánuð. LME hefur fjárfest í Stork fyrir um 500 milljónir evra, eða sem nemur tæpum 44 milljörðum króna. Fyrir helgi runnu út í sandinn viðræður milli LME og Stork en félagið hélt að sér höndum í frekari kaupum í félaginu á meðan. Töluverð velta var hins vegar með bréf Stork í gær og líkur á að eignarhlutur LME hafi skriðið yfir 35 prósenta markið. Félagið tilkynnti snemma í ágúst um að það væri komið í rúm 32 prósent, en er ekki tilkynningaskylt aftur fyrr en eignarhluturinn fer yfir 40 prósent. Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira
Líklegt er talið að LME, eignahaldsfélag Marels, Eyris Invest og Landsbankans, geri eigið yfirtökutilboð í hollensku iðnsamstæðuna Stork þegar yfirtökutilboð breska fjárfestingarsjóðsins Candover í samstæðuna rennur út. Samkvæmt heimildum blaðsins vinnur LME að því þessa dagana að fá með sér í verkefnið fleiri fjárfesta, hollenska og alþjóðlega. LME er stærsti hluthafinn í Stork með yfir 32 prósenta eignarhlut. Á hluthafafundi Stork, sem haldinn var í gærmorgun til að kynna fyrirliggjandi yfirtökutilboð Candovers, sagði Maarten Muller, lögmaður LME, að félagið myndi ekki taka boðinu sem er upp á 47 evrur á hlut og útilokaði ekki að LME kæmi fram með sitt eigið yfirtökutilboð. Lögmaðurinn lýsti jafnframt furðu sinni á hvernig staðið hafi verið að yfirtökutilboði Candover án samráðs við stærsta hluthafann sem er LME. „Og þegar er ljóst að nær helmingur hluthafa hefur lýst yfir andstöðu sinni við tilboð Candover,“ sagði hann og benti á að aðkoma fjárfestingarsjóðs á borð við Candover benti jafnframt til þess að til stæði að undirbúa einingar félagsins fyrir sölu. „Þetta sýnir að umræður sem átt hafa sér stað á hluthafafundum á síðustu mánuðum hafa lítið haft með stefnu að gera eða grundvallarreglur, heldur hafi fremur snúist um tímastetningu og síðar hvernig skipta eigi mögulegum framtíðarávinningi.“ Stjórn Stork hefur hins vegar lýst yfir stuðningi sínum við tilboð Candover og tengt þann stuðning yfirlýsingum um að ekki stæði til að brjóta félagið upp. Muller segir LME treysta því að yfirtaka Candover gangi ekki eftir að jafnframt verði komist hjá því að greiða Candover 15 milljónir evra vegna samningsrofs gangi hún ekki eftir. Er það meðal annars til að komast hjá slíkri greiðslu sem LME er talið bíða með að koma fram með eigið yfirtökutilboð. Yfirtökutilboð Candover rennur út 4. næsta mánaðar, en viðbúið er að félagið nýti heimild til að framlengja boðið um tvisvar hálfan mánuð. LME hefur fjárfest í Stork fyrir um 500 milljónir evra, eða sem nemur tæpum 44 milljörðum króna. Fyrir helgi runnu út í sandinn viðræður milli LME og Stork en félagið hélt að sér höndum í frekari kaupum í félaginu á meðan. Töluverð velta var hins vegar með bréf Stork í gær og líkur á að eignarhlutur LME hafi skriðið yfir 35 prósenta markið. Félagið tilkynnti snemma í ágúst um að það væri komið í rúm 32 prósent, en er ekki tilkynningaskylt aftur fyrr en eignarhluturinn fer yfir 40 prósent.
Mest lesið Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Viðskipti innlent Kvartanir berast í hverri viku vegna gjafabréfa Neytendur Skellir í vél á morgnana og nokkuð ánægð með sjálfan sig í gjafavali Atvinnulíf Range Rover Sport er lúxusjeppi sem tekið er eftir Samstarf Framkvæmdastjóri Lyfjavals hættur Neytendur Rukkaðar fyrir sætin: Blöskrar græðgi vertsins, sem segir gjaldið sjálfsagt Neytendur Eldsneytisverð lækkar um tæplega hundrað krónur á nýju ári Neytendur Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Viðskipti innlent Allir héldu stjörnunni og Óx fékk eina græna til Viðskipti innlent Lengja opnun, gleðja starfsfólk og spara peninga Neytendur Fleiri fréttir Stefán útvarpsstjóri gáttaður á Stefáni útvarpsstjóra Eyða óvissu á lánamarkaði strax á mánudag Ljúka kaupum á Hreinsitækni og HRT þjónustu Gréta María um starfslokin: „Ég geng stolt frá borði“ Síminn fær heimild til að reka áfram 2G og 3G þjónustu Breyta nafni Ölgerðarinnar Jón Ingi nýr forstjóri PwC Tekur við sem hagfræðingur Viðskiptaráðs Gréta María óvænt hætt hjá Prís Ráðinn nýr fjármála- og rekstrarstjóri Lyfja og heilsu Þrír eða færri skoða eign í fyrstu viku á sölu Byrjunarverð hjá NiceAir tæplega sextíu þúsund krónur Leigan rukkuð mánaðarlega en ekki í lokin Frá Logos til Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi Alcoa stefnir Eimskip að nýju í samráðsmáli Aron Kristinn stofnar goðsagnakennt fyrirtæki Vill verða stjórnarformaður Íslandsbanka: „Hvaða sirkus er þetta?“ Geta þurft að greiða hátt verð fyrir póstsendar gjafir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Sjá meira