Viðskipti innlent

Yfirdráttur heimila minni en talið var

Yfirdráttarlán heimila jukust minna í júlí en upphaflegar tölur bentu til. Þau námu 71,2 milljörðum króna í júlí.
Yfirdráttarlán heimila jukust minna í júlí en upphaflegar tölur bentu til. Þau námu 71,2 milljörðum króna í júlí.

Yfirdráttarlán heimila jukust minna í júlí en upphaflegar tölur bentu til. Í lok júlí námu þau 71,2 milljörðum króna í stað 75,6 milljarða króna eins og áður var talið. Þetta sýna endurskoðaðar tölur frá Seðlabanka Íslands og segir frá í Hálf fimm fréttum Kaupþings.

Fyrri tölur sýndu fram á sögulegt hámark yfirdráttarlána. Reyndin er hins vegar að upphæð þeirra er svipuð og í upphafi þessa árs. Yfirdráttarlánin höfðu hins vegar farið jafnt og þétt lækkandi frá því um áramótin. Í júní mældust þau 64,7 milljarðar og höfðu ekki verið lægri í tvö ár. Um töluverða aukningu er því að ræða milli júní og júlí eftir sem áður. Nemur hún 6,5 milljörðum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×