Dregur úr væntingum Þjóðverja 29. ágúst 2007 09:27 Angela Merkel, kanslari Þýskalands. Þjóðverjar eru svartsýnni nú en áður um framtíðarhorfur í efnahagslífinu vegna samdráttar á bandarískum fasteignamarkaði sem óttast er að geti dregið úr hagvexti. Mynd/AFP Væntingavísitalan í Þýskalandi lækkaði nokkuð á milli mánaða í ágúst og hafa Þjóðverjar ekki verið svartsýnni um horfur á næstu mánuðum í hálft ár og nú. Ástæðan fyrir þessu eru þrengingar á bandarískum fasteignamarkaði og spár um að það geti dregið úr hagnaði fyrirtækja og hagvexti á heimsvísu. Tvö þúsund Þjóðverjar tóku þátt í væntingakönnun, sem þýska fyrirtækið GfK AG stóð að, að sögn fréttaveitunnar Bloomberg. Þetta er talsvert meiri lækkun en gert hafði verið ráð fyrir en Bloomberg bendir á að greinendur hefðu gert ráð fyrir því að væntingavísitalan myndi lækka úr 8,7 stigum í 8,5 stig. Raunin var hins vegar sú að vísitalan fór niður í 7,6 stig. Fjármálafyrirtæki í Evrópu hafa orðið fyrir skakkaföllum vegna aukinna vanskila á bandarískum fasteignalánamarkaði. Þýskir bankar eru ekki undanskildir því en Landesbank Baden-Wuerttemberg, einn stærsti ríkisbanki Þýskalands, samþykkti í vikubyrjun að kaupa Landesbank Sachsen Girozentrale sem átti í vandræðum vegna lánasafns sem hann hafði fjárfest í. Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Væntingavísitalan í Þýskalandi lækkaði nokkuð á milli mánaða í ágúst og hafa Þjóðverjar ekki verið svartsýnni um horfur á næstu mánuðum í hálft ár og nú. Ástæðan fyrir þessu eru þrengingar á bandarískum fasteignamarkaði og spár um að það geti dregið úr hagnaði fyrirtækja og hagvexti á heimsvísu. Tvö þúsund Þjóðverjar tóku þátt í væntingakönnun, sem þýska fyrirtækið GfK AG stóð að, að sögn fréttaveitunnar Bloomberg. Þetta er talsvert meiri lækkun en gert hafði verið ráð fyrir en Bloomberg bendir á að greinendur hefðu gert ráð fyrir því að væntingavísitalan myndi lækka úr 8,7 stigum í 8,5 stig. Raunin var hins vegar sú að vísitalan fór niður í 7,6 stig. Fjármálafyrirtæki í Evrópu hafa orðið fyrir skakkaföllum vegna aukinna vanskila á bandarískum fasteignalánamarkaði. Þýskir bankar eru ekki undanskildir því en Landesbank Baden-Wuerttemberg, einn stærsti ríkisbanki Þýskalands, samþykkti í vikubyrjun að kaupa Landesbank Sachsen Girozentrale sem átti í vandræðum vegna lánasafns sem hann hafði fjárfest í.
Erlent Fréttir Viðskipti Mest lesið Matvöruverslanir kattslakar en lyfjarisi fylgist grannt með Viðskipti innlent Breytingar á tollskrá megi ekki grafa undan íslenskri framleiðslu Viðskipti innlent Stofnar einkahlutafélagið Uppselt ehf. Viðskipti innlent Breytir tollflokkun pitsaosts eftir allt saman Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent „Hvert á ég að ráðstafa séreigninni?“ Viðskipti innlent Lítið fékkst upp í háar kröfur í bú Blackbox Viðskipti innlent Ueno snýr aftur og Haraldur framkvæmdastjóri Viðskipti innlent Bein útsending: Borgar sig að vanmeta menntun? Viðskipti innlent Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Fleiri fréttir Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira