Viðskipti innlent

Samkeppniseftirlitið blessar samruna Kaupþings og NIBC

Samkeppniseftirlitið hefur lagt blessun sína yfir kaup Kaupþings á hollenska bankanum NIBC. Kaupin voru gerð fyrr í mánuðinum og var um að ræða stærstu yfirtöku Íslandssögunnar.

Áður hafði Samkeppniseftirlitið veitt Kaupþingi undanþágu frá því að veita upplýsingar um samrunann. Fram kemur í úrskurði stofnunarinnar að þriðjungur tekna Kaupþings komi frá starfsemi á Íslandi en starfsemi NIBC hér á landi sé mjög takmörkuð. Þegar starfi öflugir viðskiptabankar ásamt sparisjóðum, fjárfestingarbönkum og fleiri fjármálastofnunum á íslenskum fjármálamarkaði. Samkeppniseftirlitið telur að þegar horft sé til þess verði ekki röskun á samkeppni vegna samrunans og því sé ekki ástæða til aðhafast nokkuð.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×