Krónubréf fella ekki gengið ein og sér 29. ágúst 2007 06:00 Stefán Þór Sigtryggsson, sérfræðingur hjá Spron Engin ástæða er til að óttast stóra gjalddaga krónubréfa að mati Stefáns „Markaðurinn er framsýnni en svo. Þegar krónubréfin eru gefin út eru áhrifin á gengið metin fram í tímann, þannig að ekki er að vænta einhverra skella þegar gjalddagarnir renna upp.“ GVA Áhrif svokallaðra jöklabréfa, eða krónubréfa, á íslenska hagkerfið eru á heildina litið jákvæð að mati Stefáns Þórs Sigtryggssonar, sérfræðings í fyrirtækjaþjónustu SPRON. Stefán Þór útskrifaðist með BS í viðskiptafræði-fjármálum frá Háskóla Íslands nú í vor, og fjallaði lokaritgerð hans um jöklabréf og áhrif þeirra á íslenska hagkerfið. Jöklabréf, eða krónubréf, nefnast skuldabréf sem gefin eru út í íslenskum krónum á erlendum skuldabréfamarkaði. Fjárfestar; innlendir sem erlendir, kaupa bréfin og verða að greiða fyrir með íslenskum krónum. Sé um erlendan fjárfesti að ræða verður hann að afla fjárins á innlendum gjaldeyrismarkaði; hinn erlendi útgefandi fær þannig andvirði skuldabréfaútboðsins í íslenskum krónum, meðan kaupandinn eignast skuldabréf í íslenskum krónum, og ber þá gjaldeyrisáhættu sem því fylgir. Krónubréfaútgáfa hófst á haustdögum árið 2005 og hafa síðan verið gefin út bréf fyrir 526 milljarða króna. Umsvifamestu útgefendurnir eru þýski ríkisbankinn KFW, austurríska ríkið, hinn hollenski Rabo-banki og Evrópski fjárfestingabankinn (EIB). Ýmsir hafa lýst áhyggjum af því að þegar krónubréfin falli á gjalddaga geti það haft voveiflegar afleiðingar fyrir krónuna og jafnvel fellt gengið á einum degi. Stefán Þór segir málið þó ekki svo einfalt „Ég kemst að þeirri niðurstöðu í ritgerðinni að stórir gjalddagar krónubréfa felli ekki gengið eitt og sér, heldur þyrfti til nokkra samverkandi þætti. Það gæti til að mynda orðið þungur baggi ef í kjölfar stórs gjalddaga fylgdi krísa eins og sú sem riðið hefur yfir markaði vegna annars flokks húsnæðislána í Bandaríkjunum.“ Alls hafa verið gefin út krónubréf fyrir um tvö hundruð milljarða íslenskra króna það sem af er ári, en á móti hafa fallið á gjalddaga bréf að andvirði 65 milljarða. Framundan eru nokkrir stórir gjalddagar; í september koma bréf fyrir níutíu milljarða á gjalddaga, og fyrir um sjötíu milljarða í janúar „Það er engin ástæða út af fyrir sig til að óttast þessa gjalddaga. Markaðurinn er framsýnni en svo. Þegar krónubréfin eru gefin út eru áhrifin á gengið metin fram í tímann, þannig að ekki er að vænta einhverra skella þegar gjalddagarnir renna upp.“ Í mars 2006 féll gengi krónunnar nokkuð skarpt vegna neikvæðrar umfjöllunar um íslenskt viðskiptalíf erlendis. Stefán segir þá krísu raunar birtingarmynd þess sem gæti gerst ef þættir á borð við mikinn samdrátt fasteignaverðs eða krísu á erlendum eða innlendum verðbréfamörkuðum kæmu beint ofan í stóran gjalddaga krónubréfa. „Hættan er vissulega fyrir hendi. Hins vegar verðum við að hafa í huga að við höfum framtíð krónubréfaútgáfunnar í eigin höndum að nokkru leyti. Lánseftirspurnin er það sem heldur þeim gangandi, og þegar við hættum að taka lán á þeim háu vöxtum sem bjóðast líður útgáfan undir lok.“ Stefán veltir einnig fyrir sér áhrifum krónubréfaútgáfunnar á íslenska hagkerfið til lengri og skemmri tíma. Hann telur aðkomu erlendra fjárfesta gríðarlega mikilvæga; með því dýpki íslenski markaðurinn og velta aukist. „Til skamms tíma getur jöklabréfaútgáfan hins vegar ógnað stöðugleika hagkerfisins, að því gefnu að samfara stórum gjalddaga verði atburðir sem reynast krónunni erfiðir. Þessi möguleiki er fyrir hendi, þótt maður sjái ekki endilega í hendi sér að von sé á slíkum atburðum,“ segir Stefán, og bætir við: „Niðurstaða mín er hins vegar sú að jöklabréfaútgáfan sé jákvæð fyrir efnahagslífið, og ein skýrasta birtingarmynd þeirrar alþjóðavæðingar sem þar hefur orðið undanfarin misseri.“ Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira
Áhrif svokallaðra jöklabréfa, eða krónubréfa, á íslenska hagkerfið eru á heildina litið jákvæð að mati Stefáns Þórs Sigtryggssonar, sérfræðings í fyrirtækjaþjónustu SPRON. Stefán Þór útskrifaðist með BS í viðskiptafræði-fjármálum frá Háskóla Íslands nú í vor, og fjallaði lokaritgerð hans um jöklabréf og áhrif þeirra á íslenska hagkerfið. Jöklabréf, eða krónubréf, nefnast skuldabréf sem gefin eru út í íslenskum krónum á erlendum skuldabréfamarkaði. Fjárfestar; innlendir sem erlendir, kaupa bréfin og verða að greiða fyrir með íslenskum krónum. Sé um erlendan fjárfesti að ræða verður hann að afla fjárins á innlendum gjaldeyrismarkaði; hinn erlendi útgefandi fær þannig andvirði skuldabréfaútboðsins í íslenskum krónum, meðan kaupandinn eignast skuldabréf í íslenskum krónum, og ber þá gjaldeyrisáhættu sem því fylgir. Krónubréfaútgáfa hófst á haustdögum árið 2005 og hafa síðan verið gefin út bréf fyrir 526 milljarða króna. Umsvifamestu útgefendurnir eru þýski ríkisbankinn KFW, austurríska ríkið, hinn hollenski Rabo-banki og Evrópski fjárfestingabankinn (EIB). Ýmsir hafa lýst áhyggjum af því að þegar krónubréfin falli á gjalddaga geti það haft voveiflegar afleiðingar fyrir krónuna og jafnvel fellt gengið á einum degi. Stefán Þór segir málið þó ekki svo einfalt „Ég kemst að þeirri niðurstöðu í ritgerðinni að stórir gjalddagar krónubréfa felli ekki gengið eitt og sér, heldur þyrfti til nokkra samverkandi þætti. Það gæti til að mynda orðið þungur baggi ef í kjölfar stórs gjalddaga fylgdi krísa eins og sú sem riðið hefur yfir markaði vegna annars flokks húsnæðislána í Bandaríkjunum.“ Alls hafa verið gefin út krónubréf fyrir um tvö hundruð milljarða íslenskra króna það sem af er ári, en á móti hafa fallið á gjalddaga bréf að andvirði 65 milljarða. Framundan eru nokkrir stórir gjalddagar; í september koma bréf fyrir níutíu milljarða á gjalddaga, og fyrir um sjötíu milljarða í janúar „Það er engin ástæða út af fyrir sig til að óttast þessa gjalddaga. Markaðurinn er framsýnni en svo. Þegar krónubréfin eru gefin út eru áhrifin á gengið metin fram í tímann, þannig að ekki er að vænta einhverra skella þegar gjalddagarnir renna upp.“ Í mars 2006 féll gengi krónunnar nokkuð skarpt vegna neikvæðrar umfjöllunar um íslenskt viðskiptalíf erlendis. Stefán segir þá krísu raunar birtingarmynd þess sem gæti gerst ef þættir á borð við mikinn samdrátt fasteignaverðs eða krísu á erlendum eða innlendum verðbréfamörkuðum kæmu beint ofan í stóran gjalddaga krónubréfa. „Hættan er vissulega fyrir hendi. Hins vegar verðum við að hafa í huga að við höfum framtíð krónubréfaútgáfunnar í eigin höndum að nokkru leyti. Lánseftirspurnin er það sem heldur þeim gangandi, og þegar við hættum að taka lán á þeim háu vöxtum sem bjóðast líður útgáfan undir lok.“ Stefán veltir einnig fyrir sér áhrifum krónubréfaútgáfunnar á íslenska hagkerfið til lengri og skemmri tíma. Hann telur aðkomu erlendra fjárfesta gríðarlega mikilvæga; með því dýpki íslenski markaðurinn og velta aukist. „Til skamms tíma getur jöklabréfaútgáfan hins vegar ógnað stöðugleika hagkerfisins, að því gefnu að samfara stórum gjalddaga verði atburðir sem reynast krónunni erfiðir. Þessi möguleiki er fyrir hendi, þótt maður sjái ekki endilega í hendi sér að von sé á slíkum atburðum,“ segir Stefán, og bætir við: „Niðurstaða mín er hins vegar sú að jöklabréfaútgáfan sé jákvæð fyrir efnahagslífið, og ein skýrasta birtingarmynd þeirrar alþjóðavæðingar sem þar hefur orðið undanfarin misseri.“
Mest lesið Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Orkan og Samkaup fá grænt ljós á sameiningu Viðskipti Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vaka stýrir Collab Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Stígur til hliðar vegna „ólíkrar sýnar“ á breytingar Davíð nýr framkvæmdastjóri áfangastaða hjá Arctic Adventures Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Íbúðum í byggingu fækkar Selja Lagarfoss með tæplega hálfs milljarðs tapi Ójafnrétti að konur þurfi að ganga á veikindarétt vegna barneigna Fyrirtæki í vopnaframleiðslu eru á rauðum lista Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Eiginkona stjórnarmanns keypti óvart í bankanum Raunverð íbúða hefur þrefaldast frá aldamótum Atli Óskar ráðinn rekstrarstjóri framleiðslu Engin U-beygja hjá Play Veitingamenn verulega óánægðir með eftirlitið Hindranir í vegi þess að lífeyrissjóðirnir taki þátt í hernaðaruppbyggingu Evrópu Spá umtalsverðum samdrætti í byggingu nýrra íbúða Falsaði fleiri bréf Veltir því upp hvort eigendum hafi verið refsað fyrir að tjá sig Hætta við yfirtökuna Harpa og Linda ráðnar forstöðumenn Stærsti samruninn í áraraðir á borð Samkeppniseftirlitsins Sylvía Kristín ráðin forstjóri Nova Íslenskur pítsastaður í Kína: „Það verður skrítnara og skrítnara að segja frá þessu“ Farþegum til landsins fjölgaði um tuttugu prósent Kvika hafi grætt töluvert á því að hafna upphaflegum tilboðum „Sem betur fer eru aðrir fiskar í sjónum“ Arion og Kvika í samrunaviðræður Sjá meira