Viðskipti innlent

Húsnæðis- bréfakrísan lán í óláni

Michael Enthoven, forstjóri NIBC enthoven segir yfirtöku Kaupþings hafa verið mun betri kost heldur en skráningu á hlutabréfamarkað í eigin nafni.
Michael Enthoven, forstjóri NIBC enthoven segir yfirtöku Kaupþings hafa verið mun betri kost heldur en skráningu á hlutabréfamarkað í eigin nafni. Hörður

Michael Ent­hoven, forstjóri hins hollenska NIBC banka sem Kaupþing yfir­tók á dögunum, segir húsnæðiskrísuna í Bandaríkjunum hafa reynst lán í óláni fyrir bankann.

Áður en ljóst varð hver áhrif taps vegna annars flokks skuldabréfakaupa í Bandaríkjunum yrðu stóð til að skrá bankann á markað í Hollandi undir eigin nafni. „Yfir­taka Kaupþings er mun betri kostur,“ sagði Enthoven.

NIBC tapaði um tólf milljörðum króna á fyrri árshelmingi vegna fjárfestinga í bandarískum húsnæðisskuldabréfum. Ent­hoven segir bankann hafa gert þau mistök að treysta matshæfisfyrirtækjum í blindni „Við töldum okkur hafa keypt skuldabréf með AAA einkunn, en við vanræktum heimavinnuna okkar.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×