Fleiri fréttir Microsoft vinsælasta vörumerkið í Bretlandi Microsoft er vinsælasta vörumerki á Bretlandi samkvæmt könnun ráðgjafafyrirtækisins Superbrands. Könnunin var gerð meðal þrjú þúsund breskra neytenda. 18.7.2007 02:15 Langmest verðbólga hér Verðbólga er langmest á Íslandi af öllum Norðurlöndunum samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs sem Hagstofa Evrópu birti í vikunni. Í Vegvísi Landsbankans segir frá því að verðbólgan hér á landi mælist þrjú prósent á meðan hún er 0,7 til 1,4 prósent á hinum Norðurlöndunum. 18.7.2007 02:15 Milljón pund fyrir salmonellunammi Sætindarisinn Cadbury hefur verið sektaður um eina milljón punda, rúmlega 122 milljónir króna, eftir að fjörutíu veiktust í kjölfar þess að hafa gætt sér á súkkulaðistykki frá fyrirtækinu. Salmonellan varð til þess að Cadbury sá sig knúið til að endurkalla meira en milljón súkkulaðistykki í Bretlandi. 18.7.2007 02:00 Fresturinn rennur út í dag Þeir hluthafar sem enn hafa ekki samþykkt yfirtökutilboð Novators, eignarhaldsfélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, verða að gera það fyrir klukkan fjögur í dag. Geri þeir það ekki hafa þeir ekki rétt á viðbótargreiðslu, fari svo að Novator selji Actavis áfram til þriðja aðila innan tólf mánaða. 18.7.2007 02:00 Nálgast þúsund milljarða Bein fjármunaeign Íslendinga erlendis nam 952,1 milljarði króna undir lok síðasta árs, eða sem nemur rúmlega áttatíu prósentum landsframleiðslu, samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabanka Íslands. 18.7.2007 01:45 Novator nær fullum yfirráðum yfir Actavis Upphafsstafur:Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur tryggt sér yfir 90 prósent hlutafjár í Actavis. Við þetta myndast söluskylda hjá eftirstandandi hluthöfum. Novator eignast Actavis að fullu og félagið verður í framhaldinu skráð af markaði. Yfirtakan er sú stærsta í Kauphöllinni hér til þessa. 18.7.2007 01:45 Óbreytt verðbólga í Evrulandi Verðbólga í þeim þrettán löndum sem nota evruna sem gjaldmiðil hélst óbreytt frá fyrri mánuði í júní samkvæmt tölum frá Hagstofu Evrópu. Verðbólgan mælist 1,9 prósent og er því rétt undir markmiði Seðlabanka Evrópu um tveggja prósenta verðbólgu. 18.7.2007 01:30 Skoða sögur af illri meðferð verkafólks Bresku verslanakeðjurnar Tesco og Asda kanna nú réttmæti staðhæfinga um að illa sé farið með starfsfólk fataverksmiðja í Bangladesh, sem keðjurnar skipta báðar við. 18.7.2007 01:15 Skrítinn hlutabréfamarkaður Ímyndum okkur að við gætum séð fyrir hvenær best væri að kaupa og selja hlutabréf. Við mundum þá kaupa hlutabréf þegar hlutabréfaverð væri lágt en selja þau svo aftur þegar verð þeirra væri orðið hátt, og lækkun þeirra væri fyrirsjáanleg. Líklega er þetta ekki hægt, en ef svo væri þá væri hægt að hagnast óheyrilega. Við skulum athuga hvort þetta hafi verið möguleiki á íslenska hlutabréfamarkaðnum. 18.7.2007 01:00 SPRON verður hlutafélag skráð í kauphöll Stefnt er að hlutafélagavæðingu Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) og skráningu í Kauphöllina fyrir lok septembermánaðar. Að beiðni stjórnar SPRON hefur Capacent lokið mati á verðmæti sjóðsins. Undir lok næsta mánaðar verður leitað samþykkis stofnfjáreigenda eftir löglega auglýstan fund. 18.7.2007 00:15 Strandhögg víkinga á Bretlandseyjum Breska stórblaðið The Guardian gerði á dögunum svokallaða víkingainnrás að umfjöllunarefni. Er þar átt við aukna þátttöku norrænna fyrirtækja og kaupsýslumanna á Bretlandsmarkaði. 18.7.2007 00:00 Fjármunaeign erlendra aðila hér á landi 540 milljarðar króna Bein fjármunaeign erlendra aðila á Íslandi nam tæpum 540 milljörðum króna á síðasta ári samkvæmt hálffimm rétt greiningardeildar Kaupþings banka. Aðilar með lögheimili í Hollandi voru stórtækastir og var bein fjármunaeign þeirra 212 milljarðar króna. Helst var fjárfest í fjármálaþjónustu og stóriðju. 17.7.2007 17:33 Vestræn risapanda reynist ansi arðbær Risapandan Huamei eignaðist sitt þriðja par af tvíburum á dögunum. Huamei er óvenjuleg panda að því leyti að hún fæddist og komst á legg í vestrænu samfélagi, óravegu frá náttúrulegum heimkynnum panda í Asíu. Hún fæddist í Bandaríkjunum fyrir átta árum. Nafn hennar er blanda af orðunum Kína og Ameríka. 17.7.2007 16:47 Novator komið með 90% hlutafjár í Actavis Novator hefur tryggt sér vilyrði fyrir yfir 90% hlutafjár í Actavis. Samkvæmt yfirtökutilboði rennur tilboðsfrestur út á morgun, miðvikudag. Þeir hluthafar sem hafa ekki þegar samþykkt tilboðið hafa því frest til morguns til að ganga frá samþykki. Að öðrum kosti öðlast þeir ekki rétt til viðbótargreiðslu ef Novator selur hlut sinn innan 12 mánaða. 17.7.2007 08:25 Yfirtöku á Actavis að ljúka Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur tryggt sér vilyrði fyrir yfir 90 prósentum hlutafjár í Actavis, að teknu tilliti til eigin hluta og hluta í eigu Novators, að því er fram kemur í tilkynningu félagsins. 17.7.2007 03:00 Vísbendingar um aukna einkaneyslu Einkaneysla virðist hafa aukist á vormánuðum þessa árs eftir stöðnun á fyrsta ársfjórðungi. Nýjar tölur um veltu debet- og kreditkorta í júní, sem Seðlabankinn birti nýverið, gefa vísbendingu um þetta. 17.7.2007 02:00 Reynslan er aðalatriðið Reynsla af stjórnun og eignarhald skipta meira máli en menntun þegar kemur að vali í stjórnir fyrirtækja. Þetta sýnir ný samantekt Samtaka atvinnulífsins á upplýsingum um bakgrunn stjórnarmanna í fimmtán stórum fyrirtækjum á íslenska hlutabréfamarkaðnum. 17.7.2007 01:00 Lækkandi verðbólga Ísland hefur færst niður um tvö sæti á lista yfir ríki Evrópska efnahagssvæðisins sem búa við mestu verðbólgu samkvæmt hálffimm fréttum greiningardeildar Kaupþings. Í maí var Ísland í 6. sæti en er nú komið í 8. sæti. Tólf mánaða verðbólga á Íslandi lækkaði um 1 prósent við síðustu mælingu á vísitölu neysluverðs. Búast má við áframahaldandi lækkun verðbólgu að mati Kaupþings banka. 16.7.2007 18:13 Engin venjuleg mús Microsoft hefur sent frá sér nýja tölvumús, svokallaða Wireless Notebook Presenter Mouse 8000, sem býr yfir ýmsum skemmtilegum notkunarmöguleikum og beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu. 16.7.2007 11:00 Fjarskiptatæknin hefur slæm áhrif á minni fólks Samkvæmt könnun sem gefin var út á föstudaginn í London, hafa farsímar og önnur fjarskiptatæki slæm áhrif á minni fólks. Fjórðungur þeirra sem spurðir voru sögðust ekki muna númerið í heimasímanum sínum. 2/3 af þeim sem svöruðu gátu ekki munað afmælisdaga þriggja vina eða fjölskyldumeðlima án þess að fletta því upp. 16.7.2007 10:07 Þegar iPodinn frýs Nokkur ráð til að koma frosnum iPod í gang. Margir iPod-eigendur lenda í því að iPodinn þeirra frýs eða lætur öllum illum látum. Yfirleitt er þó ekki flókið að koma honum í samt lag og oft bara nóg að endurræsa hann. 16.7.2007 09:00 Gagnvirk ferðaþjónusta Look and book er gagnvirk bókunarþjónusta fyrir ferðamenn. Þar er hægt að skoða, bóka og borga allt í einu. Standarnir eru víða um land á fjölförnum ferðamannastöðum og í verslunum N1, Eymundsson, á Park- Inn hótelunum og á BSÍ. 16.7.2007 00:01 Nýtt lyf gegn reykingum Nikótínlyf seljast í tonnavís á ári hverju og dæmi eru um að fólk verði jafnháð lyfjunum eins og tóbakinu sjálfu. En nú er komið nýtt lyf á markaðinn, Champix, sem ekki inniheldur nikótín og fær jafnvel hörðustu reykingamenn að snúa bakinu við tóbakspúkanum fyrir fullt og allt. 13.7.2007 20:28 Andlitin á vefnum Netsamfélög á borð við MySpace hafa náð gífurlegum vinsældum. Nýjasta æðið er Facebook. Við þurfum ekkert að fara út lengur. Við hittum vinina á netinu. Spjöllum á spjallrásum, skiptumst á skoðunum á bloggi, látum í okkur heyra og sjá hjá netsamfélögum á borð við MySpace, Ringo og Flickr. 13.7.2007 17:30 Stöðugur markaður Úrvalsvísitalan stóð í stað í talsverðum viðskiptum í Kauphöll Íslands, Krónan lækkaði um 0,08 prósent. 13.7.2007 16:46 Náungakærleikur Linux Stýrikerfið ubuntu er notendavæn útgáfa af Linux sem hentar hinum almenna tölvunotanda. Linux-stýrikerfið hefur oftast verið þekkt fyrir flóknar lausnir. Þó helst meðal almennra notenda, því þeir sem hafa tölvur að atvinnu hafa löngum verið hrifnir af stýrikerfinu. 13.7.2007 15:30 Bestir í Tékklandi Wood and Company, sem er að helmingshlut í eigu Straums-Burðarás, hefur hlotið verðlaun viðskiptatímaritsins Euromoney sem besta hlutabréfamiðlun í Tékklandi. 13.7.2007 14:25 Eitt prósent atvinnuleysi Þrátt fyrir samdrátt í landsframleiðslu og minnkandi hagvöxt, hefur atvinnuleysi ekki aukist. 13.7.2007 11:27 Olían hækkar áfram 13.7.2007 11:17 Gengisþróun ýtti undir hagnað Rekstrarhagnaður fyrirtækja jókst milli áranna 2004 og 2005 samkvæmt nýútkominni skýrslu Hagstofu íslands. Í yfirlitinu eru fyrirtæki í öllum atvinnurekstri. 13.7.2007 06:00 Kaupa tékkneskt fyrirtæki Bakkavör hefur fest kaup á 51 prósents hlut í tékkneska matvælafyrirtækinu Heli Food Fresh. Í kaupsamningnum felst jafnframt skuldbinding um að kaupa eftirstandandi hluti í fyrirtækinu í apríl árið 2010. 13.7.2007 05:45 Kaupir stærstu Toyotasölu Dana Magnús Kristinsson hefur keypt á fjölskyldufyrirtækið Krogsgaard-Jensen, stærsta söluaðila Toyota í Danmörku. Gengið var frá sölunni í gær. 13.7.2007 05:15 Rio Tinto kaupir Alcan Ástralska námufyrirtækið Rio Tinto hefur gert formlegt kauptilboð í kanadíska álfyrirtækið Alcan, sem á álverið í Straumsvík, sem miðar við 101 Bandaríkjadal á hlut. Stjórn Alcan mælir með tilboðinu. 13.7.2007 05:00 Karlar líklegri til að vinna Tæplega fjórðungur fólks í fæðingarorlofi sinnir starfi sínu að einhverju leyti á meðan á orlofi stendur. Yfirstjórnendur eru líklegastir til að taka vinnuna með sér í orlofið; gera það í 65 prósentum tilvika. 13.7.2007 00:45 Actavis hækkaði mest Bréf í Actavis hækkuðu mest allra í Kauphöll Íslands í dag. Heildarvelta nam rúmlega tíu milljörðum króna. 12.7.2007 16:22 Toyota á Íslandi kaupir stærsta Toyotaumboð Danmerkur Eigandi Toyota á Íslandi, hefur fest kaup á stærsta söluaðila Toyota í Danmörku. Magnús Kristinsson og Kresten Krogsgaard-Jensen, undirrituðu samninga þessa efnis í dag. Danska umboðið seldi um 1.560 nýja bíla í fyrra, um 8% af nýskráðum Toyota bifreiðum í Danmörku. Toyota á Íslandi seldi 5.285 nýja bíla á síðasta ári. 12.7.2007 14:21 Rio Tinto kaupir Alcan Bresk-ástralska námufyrirtækið Rio Tinto hefur lagt fram samþykkt kauptilboð í kanadíska álfyrirtækið Alcan, móðurfélag Alcan á Íslandi, sem rekur álverið í Straumsvík. Samkvæmt því myndi Rio Tinto greiða jafnvirði rúmlega tvö þúsund milljarða íslenskra króna fyrir Alcan. 12.7.2007 11:19 Íbúðaverð dregur verðbólguvagninn Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,22 prósent í júlí og mælist 12 mánaða verðbólga nú 3,8 prósent. Efri þolmörk Seðlabanka Íslands eru 4,0 prósent. Verðbólga væri meiri ef ekki hefðu komið til útsölur. Hún er þó meiri en greiningardeildir bankanna höfðu spáð. Umsvif á fasteignamarkaði leiða aukninguna, en greiningardeild Kaupþings spári því þó að þar hægist um þegar líða tekur á árið. 12.7.2007 06:00 Tvíhliða skráningu Eik lokið Hinn færeyski Eik banki var í gærmorgun frumskráður í kauphallirnar á Íslandi og í Danmörku. Skráningin fór fram í Þórshöfn við hátíðlega athöfn. 12.7.2007 05:30 Bakkavör til Tékklands Bakkavör hefur fest kaup á ráðandi hlut í tékkneska matvælafyrirtækinu Heli Food Fresh. Kaupverð er trúnaðarmál. 11.7.2007 15:36 Eik í Kauphöllina Eik banki var í morgun skráður í kauphallirnar á Íslandi og í Danmörku. Viðskipti fóru fjörlega af stað og er áætlað markaðsvirði bankans um sextíu milljarðar íslenskra króna, sé miðað við gengi bréfa í hádeginu. 11.7.2007 12:59 Verðbólgan mælist 3,8 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,22 prósent frá fyrra mánuði og er nú 273 stig samkvæmt Hagstofunni. Þetta jafngildir 3,8 prósent verðbólgu síðastliðna 12 mánuði. Húsnæðiskostnaður jókst um 1,7 prósent þá aðallega vegna hækkunar á markaðsverði húsnæðis. 11.7.2007 09:27 Forstjóralaunin fryst Breski olíurisinn BP hefur fryst launagreiðslur til Johns Browne, fyrrum forstjóra fyrirtækisins, og Johns Manzoni, fyrrum yfirmanns olíuvinnslu og markaðsstjóra hjá fyrirtækinu. Ákvörðunin var tekin eftir að hluthafar fyrirtækisins höfðuðu mál gegn núverandi og fyrrverandi stjórnendum fyrirtækisins. 11.7.2007 05:30 Fyrirtæki sektuð fyrir mótþróa Yfirvöld í Afríkuríkinu Simbabve hafa sektað rúmlega 1.300 fyrirtæki þar í landi síðastliðinn hálfan mánuð og handtekið stjórnendur 33 fyrirtækja fyrir að bregðast ekki við tilskipun stjórnvalda frá í enda júní sem kveður á um að fyrirtæki lækki verð fyrir vöru og þjónustu um helming. Aðgerðin er hugsuð til að þrýsta verðbólgu í landinu niður. 11.7.2007 05:00 Toppi náð á fasteignamarkaði Gengi hlutabréfa í breska verktakafyrirtækinu Bovis lækkaði um rúm átta prósent á hlutabréfamarkaði í Bretlandi á mánudag eftir að það greindi frá því að eftirspurn eftir nýjum húsum í landinu hefði náð hámarki. Gengi bréfa í öðrum fyrirtækjum í sama geira lækkaði sömuleiðis um allt að 15 prósent. 11.7.2007 05:00 Sjá næstu 50 fréttir
Microsoft vinsælasta vörumerkið í Bretlandi Microsoft er vinsælasta vörumerki á Bretlandi samkvæmt könnun ráðgjafafyrirtækisins Superbrands. Könnunin var gerð meðal þrjú þúsund breskra neytenda. 18.7.2007 02:15
Langmest verðbólga hér Verðbólga er langmest á Íslandi af öllum Norðurlöndunum samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs sem Hagstofa Evrópu birti í vikunni. Í Vegvísi Landsbankans segir frá því að verðbólgan hér á landi mælist þrjú prósent á meðan hún er 0,7 til 1,4 prósent á hinum Norðurlöndunum. 18.7.2007 02:15
Milljón pund fyrir salmonellunammi Sætindarisinn Cadbury hefur verið sektaður um eina milljón punda, rúmlega 122 milljónir króna, eftir að fjörutíu veiktust í kjölfar þess að hafa gætt sér á súkkulaðistykki frá fyrirtækinu. Salmonellan varð til þess að Cadbury sá sig knúið til að endurkalla meira en milljón súkkulaðistykki í Bretlandi. 18.7.2007 02:00
Fresturinn rennur út í dag Þeir hluthafar sem enn hafa ekki samþykkt yfirtökutilboð Novators, eignarhaldsfélags Björgólfs Thors Björgólfssonar, verða að gera það fyrir klukkan fjögur í dag. Geri þeir það ekki hafa þeir ekki rétt á viðbótargreiðslu, fari svo að Novator selji Actavis áfram til þriðja aðila innan tólf mánaða. 18.7.2007 02:00
Nálgast þúsund milljarða Bein fjármunaeign Íslendinga erlendis nam 952,1 milljarði króna undir lok síðasta árs, eða sem nemur rúmlega áttatíu prósentum landsframleiðslu, samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabanka Íslands. 18.7.2007 01:45
Novator nær fullum yfirráðum yfir Actavis Upphafsstafur:Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur tryggt sér yfir 90 prósent hlutafjár í Actavis. Við þetta myndast söluskylda hjá eftirstandandi hluthöfum. Novator eignast Actavis að fullu og félagið verður í framhaldinu skráð af markaði. Yfirtakan er sú stærsta í Kauphöllinni hér til þessa. 18.7.2007 01:45
Óbreytt verðbólga í Evrulandi Verðbólga í þeim þrettán löndum sem nota evruna sem gjaldmiðil hélst óbreytt frá fyrri mánuði í júní samkvæmt tölum frá Hagstofu Evrópu. Verðbólgan mælist 1,9 prósent og er því rétt undir markmiði Seðlabanka Evrópu um tveggja prósenta verðbólgu. 18.7.2007 01:30
Skoða sögur af illri meðferð verkafólks Bresku verslanakeðjurnar Tesco og Asda kanna nú réttmæti staðhæfinga um að illa sé farið með starfsfólk fataverksmiðja í Bangladesh, sem keðjurnar skipta báðar við. 18.7.2007 01:15
Skrítinn hlutabréfamarkaður Ímyndum okkur að við gætum séð fyrir hvenær best væri að kaupa og selja hlutabréf. Við mundum þá kaupa hlutabréf þegar hlutabréfaverð væri lágt en selja þau svo aftur þegar verð þeirra væri orðið hátt, og lækkun þeirra væri fyrirsjáanleg. Líklega er þetta ekki hægt, en ef svo væri þá væri hægt að hagnast óheyrilega. Við skulum athuga hvort þetta hafi verið möguleiki á íslenska hlutabréfamarkaðnum. 18.7.2007 01:00
SPRON verður hlutafélag skráð í kauphöll Stefnt er að hlutafélagavæðingu Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) og skráningu í Kauphöllina fyrir lok septembermánaðar. Að beiðni stjórnar SPRON hefur Capacent lokið mati á verðmæti sjóðsins. Undir lok næsta mánaðar verður leitað samþykkis stofnfjáreigenda eftir löglega auglýstan fund. 18.7.2007 00:15
Strandhögg víkinga á Bretlandseyjum Breska stórblaðið The Guardian gerði á dögunum svokallaða víkingainnrás að umfjöllunarefni. Er þar átt við aukna þátttöku norrænna fyrirtækja og kaupsýslumanna á Bretlandsmarkaði. 18.7.2007 00:00
Fjármunaeign erlendra aðila hér á landi 540 milljarðar króna Bein fjármunaeign erlendra aðila á Íslandi nam tæpum 540 milljörðum króna á síðasta ári samkvæmt hálffimm rétt greiningardeildar Kaupþings banka. Aðilar með lögheimili í Hollandi voru stórtækastir og var bein fjármunaeign þeirra 212 milljarðar króna. Helst var fjárfest í fjármálaþjónustu og stóriðju. 17.7.2007 17:33
Vestræn risapanda reynist ansi arðbær Risapandan Huamei eignaðist sitt þriðja par af tvíburum á dögunum. Huamei er óvenjuleg panda að því leyti að hún fæddist og komst á legg í vestrænu samfélagi, óravegu frá náttúrulegum heimkynnum panda í Asíu. Hún fæddist í Bandaríkjunum fyrir átta árum. Nafn hennar er blanda af orðunum Kína og Ameríka. 17.7.2007 16:47
Novator komið með 90% hlutafjár í Actavis Novator hefur tryggt sér vilyrði fyrir yfir 90% hlutafjár í Actavis. Samkvæmt yfirtökutilboði rennur tilboðsfrestur út á morgun, miðvikudag. Þeir hluthafar sem hafa ekki þegar samþykkt tilboðið hafa því frest til morguns til að ganga frá samþykki. Að öðrum kosti öðlast þeir ekki rétt til viðbótargreiðslu ef Novator selur hlut sinn innan 12 mánaða. 17.7.2007 08:25
Yfirtöku á Actavis að ljúka Novator, fjárfestingarfélag Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur tryggt sér vilyrði fyrir yfir 90 prósentum hlutafjár í Actavis, að teknu tilliti til eigin hluta og hluta í eigu Novators, að því er fram kemur í tilkynningu félagsins. 17.7.2007 03:00
Vísbendingar um aukna einkaneyslu Einkaneysla virðist hafa aukist á vormánuðum þessa árs eftir stöðnun á fyrsta ársfjórðungi. Nýjar tölur um veltu debet- og kreditkorta í júní, sem Seðlabankinn birti nýverið, gefa vísbendingu um þetta. 17.7.2007 02:00
Reynslan er aðalatriðið Reynsla af stjórnun og eignarhald skipta meira máli en menntun þegar kemur að vali í stjórnir fyrirtækja. Þetta sýnir ný samantekt Samtaka atvinnulífsins á upplýsingum um bakgrunn stjórnarmanna í fimmtán stórum fyrirtækjum á íslenska hlutabréfamarkaðnum. 17.7.2007 01:00
Lækkandi verðbólga Ísland hefur færst niður um tvö sæti á lista yfir ríki Evrópska efnahagssvæðisins sem búa við mestu verðbólgu samkvæmt hálffimm fréttum greiningardeildar Kaupþings. Í maí var Ísland í 6. sæti en er nú komið í 8. sæti. Tólf mánaða verðbólga á Íslandi lækkaði um 1 prósent við síðustu mælingu á vísitölu neysluverðs. Búast má við áframahaldandi lækkun verðbólgu að mati Kaupþings banka. 16.7.2007 18:13
Engin venjuleg mús Microsoft hefur sent frá sér nýja tölvumús, svokallaða Wireless Notebook Presenter Mouse 8000, sem býr yfir ýmsum skemmtilegum notkunarmöguleikum og beðið hefur verið eftir með mikilli eftirvæntingu. 16.7.2007 11:00
Fjarskiptatæknin hefur slæm áhrif á minni fólks Samkvæmt könnun sem gefin var út á föstudaginn í London, hafa farsímar og önnur fjarskiptatæki slæm áhrif á minni fólks. Fjórðungur þeirra sem spurðir voru sögðust ekki muna númerið í heimasímanum sínum. 2/3 af þeim sem svöruðu gátu ekki munað afmælisdaga þriggja vina eða fjölskyldumeðlima án þess að fletta því upp. 16.7.2007 10:07
Þegar iPodinn frýs Nokkur ráð til að koma frosnum iPod í gang. Margir iPod-eigendur lenda í því að iPodinn þeirra frýs eða lætur öllum illum látum. Yfirleitt er þó ekki flókið að koma honum í samt lag og oft bara nóg að endurræsa hann. 16.7.2007 09:00
Gagnvirk ferðaþjónusta Look and book er gagnvirk bókunarþjónusta fyrir ferðamenn. Þar er hægt að skoða, bóka og borga allt í einu. Standarnir eru víða um land á fjölförnum ferðamannastöðum og í verslunum N1, Eymundsson, á Park- Inn hótelunum og á BSÍ. 16.7.2007 00:01
Nýtt lyf gegn reykingum Nikótínlyf seljast í tonnavís á ári hverju og dæmi eru um að fólk verði jafnháð lyfjunum eins og tóbakinu sjálfu. En nú er komið nýtt lyf á markaðinn, Champix, sem ekki inniheldur nikótín og fær jafnvel hörðustu reykingamenn að snúa bakinu við tóbakspúkanum fyrir fullt og allt. 13.7.2007 20:28
Andlitin á vefnum Netsamfélög á borð við MySpace hafa náð gífurlegum vinsældum. Nýjasta æðið er Facebook. Við þurfum ekkert að fara út lengur. Við hittum vinina á netinu. Spjöllum á spjallrásum, skiptumst á skoðunum á bloggi, látum í okkur heyra og sjá hjá netsamfélögum á borð við MySpace, Ringo og Flickr. 13.7.2007 17:30
Stöðugur markaður Úrvalsvísitalan stóð í stað í talsverðum viðskiptum í Kauphöll Íslands, Krónan lækkaði um 0,08 prósent. 13.7.2007 16:46
Náungakærleikur Linux Stýrikerfið ubuntu er notendavæn útgáfa af Linux sem hentar hinum almenna tölvunotanda. Linux-stýrikerfið hefur oftast verið þekkt fyrir flóknar lausnir. Þó helst meðal almennra notenda, því þeir sem hafa tölvur að atvinnu hafa löngum verið hrifnir af stýrikerfinu. 13.7.2007 15:30
Bestir í Tékklandi Wood and Company, sem er að helmingshlut í eigu Straums-Burðarás, hefur hlotið verðlaun viðskiptatímaritsins Euromoney sem besta hlutabréfamiðlun í Tékklandi. 13.7.2007 14:25
Eitt prósent atvinnuleysi Þrátt fyrir samdrátt í landsframleiðslu og minnkandi hagvöxt, hefur atvinnuleysi ekki aukist. 13.7.2007 11:27
Gengisþróun ýtti undir hagnað Rekstrarhagnaður fyrirtækja jókst milli áranna 2004 og 2005 samkvæmt nýútkominni skýrslu Hagstofu íslands. Í yfirlitinu eru fyrirtæki í öllum atvinnurekstri. 13.7.2007 06:00
Kaupa tékkneskt fyrirtæki Bakkavör hefur fest kaup á 51 prósents hlut í tékkneska matvælafyrirtækinu Heli Food Fresh. Í kaupsamningnum felst jafnframt skuldbinding um að kaupa eftirstandandi hluti í fyrirtækinu í apríl árið 2010. 13.7.2007 05:45
Kaupir stærstu Toyotasölu Dana Magnús Kristinsson hefur keypt á fjölskyldufyrirtækið Krogsgaard-Jensen, stærsta söluaðila Toyota í Danmörku. Gengið var frá sölunni í gær. 13.7.2007 05:15
Rio Tinto kaupir Alcan Ástralska námufyrirtækið Rio Tinto hefur gert formlegt kauptilboð í kanadíska álfyrirtækið Alcan, sem á álverið í Straumsvík, sem miðar við 101 Bandaríkjadal á hlut. Stjórn Alcan mælir með tilboðinu. 13.7.2007 05:00
Karlar líklegri til að vinna Tæplega fjórðungur fólks í fæðingarorlofi sinnir starfi sínu að einhverju leyti á meðan á orlofi stendur. Yfirstjórnendur eru líklegastir til að taka vinnuna með sér í orlofið; gera það í 65 prósentum tilvika. 13.7.2007 00:45
Actavis hækkaði mest Bréf í Actavis hækkuðu mest allra í Kauphöll Íslands í dag. Heildarvelta nam rúmlega tíu milljörðum króna. 12.7.2007 16:22
Toyota á Íslandi kaupir stærsta Toyotaumboð Danmerkur Eigandi Toyota á Íslandi, hefur fest kaup á stærsta söluaðila Toyota í Danmörku. Magnús Kristinsson og Kresten Krogsgaard-Jensen, undirrituðu samninga þessa efnis í dag. Danska umboðið seldi um 1.560 nýja bíla í fyrra, um 8% af nýskráðum Toyota bifreiðum í Danmörku. Toyota á Íslandi seldi 5.285 nýja bíla á síðasta ári. 12.7.2007 14:21
Rio Tinto kaupir Alcan Bresk-ástralska námufyrirtækið Rio Tinto hefur lagt fram samþykkt kauptilboð í kanadíska álfyrirtækið Alcan, móðurfélag Alcan á Íslandi, sem rekur álverið í Straumsvík. Samkvæmt því myndi Rio Tinto greiða jafnvirði rúmlega tvö þúsund milljarða íslenskra króna fyrir Alcan. 12.7.2007 11:19
Íbúðaverð dregur verðbólguvagninn Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,22 prósent í júlí og mælist 12 mánaða verðbólga nú 3,8 prósent. Efri þolmörk Seðlabanka Íslands eru 4,0 prósent. Verðbólga væri meiri ef ekki hefðu komið til útsölur. Hún er þó meiri en greiningardeildir bankanna höfðu spáð. Umsvif á fasteignamarkaði leiða aukninguna, en greiningardeild Kaupþings spári því þó að þar hægist um þegar líða tekur á árið. 12.7.2007 06:00
Tvíhliða skráningu Eik lokið Hinn færeyski Eik banki var í gærmorgun frumskráður í kauphallirnar á Íslandi og í Danmörku. Skráningin fór fram í Þórshöfn við hátíðlega athöfn. 12.7.2007 05:30
Bakkavör til Tékklands Bakkavör hefur fest kaup á ráðandi hlut í tékkneska matvælafyrirtækinu Heli Food Fresh. Kaupverð er trúnaðarmál. 11.7.2007 15:36
Eik í Kauphöllina Eik banki var í morgun skráður í kauphallirnar á Íslandi og í Danmörku. Viðskipti fóru fjörlega af stað og er áætlað markaðsvirði bankans um sextíu milljarðar íslenskra króna, sé miðað við gengi bréfa í hádeginu. 11.7.2007 12:59
Verðbólgan mælist 3,8 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,22 prósent frá fyrra mánuði og er nú 273 stig samkvæmt Hagstofunni. Þetta jafngildir 3,8 prósent verðbólgu síðastliðna 12 mánuði. Húsnæðiskostnaður jókst um 1,7 prósent þá aðallega vegna hækkunar á markaðsverði húsnæðis. 11.7.2007 09:27
Forstjóralaunin fryst Breski olíurisinn BP hefur fryst launagreiðslur til Johns Browne, fyrrum forstjóra fyrirtækisins, og Johns Manzoni, fyrrum yfirmanns olíuvinnslu og markaðsstjóra hjá fyrirtækinu. Ákvörðunin var tekin eftir að hluthafar fyrirtækisins höfðuðu mál gegn núverandi og fyrrverandi stjórnendum fyrirtækisins. 11.7.2007 05:30
Fyrirtæki sektuð fyrir mótþróa Yfirvöld í Afríkuríkinu Simbabve hafa sektað rúmlega 1.300 fyrirtæki þar í landi síðastliðinn hálfan mánuð og handtekið stjórnendur 33 fyrirtækja fyrir að bregðast ekki við tilskipun stjórnvalda frá í enda júní sem kveður á um að fyrirtæki lækki verð fyrir vöru og þjónustu um helming. Aðgerðin er hugsuð til að þrýsta verðbólgu í landinu niður. 11.7.2007 05:00
Toppi náð á fasteignamarkaði Gengi hlutabréfa í breska verktakafyrirtækinu Bovis lækkaði um rúm átta prósent á hlutabréfamarkaði í Bretlandi á mánudag eftir að það greindi frá því að eftirspurn eftir nýjum húsum í landinu hefði náð hámarki. Gengi bréfa í öðrum fyrirtækjum í sama geira lækkaði sömuleiðis um allt að 15 prósent. 11.7.2007 05:00