Viðskipti innlent

Vísbendingar um aukna einkaneyslu

Nýjar tölur um veltu debet- og kreditkorta í júní gefa vísbendingar um aukna einkaneyslu.
Nýjar tölur um veltu debet- og kreditkorta í júní gefa vísbendingar um aukna einkaneyslu.

Einkaneysla virðist hafa aukist á vormánuðum þessa árs eftir stöðnun á fyrsta ársfjórðungi. Nýjar tölur um veltu debet- og kreditkorta í júní, sem Seðlabankinn birti nýverið, gefa vísbendingu um þetta.



Heildarkreditkortavelta landsmanna, leiðrétt fyrir breytingum í verðlagi og gengi, jókst um ríflega sjö prósent að meðaltali á öðrum ársfjórðungi samanborið við sama ársfjórðung í fyrra. Innlend kreditkortavelta jókst um 5,2 prósent á fjórðungnum og debetkortavelta í innlendum verslunum jókst um 0,9 prósent en hafði dregist saman um 5,6 prósent á fyrsta ársfjórðungi.



Í Morgunkorni Glitnis segir að kreditkortavelta, ásamt debetkortaveltu í innlendum verslunum, sé allgóður mælikvarði á þróun einkaneyslu hérlendis. Þá séu einnig aðrar vísbendingar um að einkaneysla hafi aukist. Svo sem hraðar launahækkanir að undanförnu, lítið atvinnuleysi, mikil dagvöruvelta, nýskráningar bifreiða og innflutningur á almennum neysluvörum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×