Viðskipti innlent

Actavis hækkaði mest

Velta á markaði nam rúmum tíu milljörðum króna.
Velta á markaði nam rúmum tíu milljörðum króna.

Úrvalsvísitalan hækkaði um 0,43 prósent í dag í talsverðum viðskiptum og stendur í 8.759 stigum. Velta á markaði nam rúmum tíu milljörðum króna og fjöldi viðskipta var 658.

Bréf í Actavis hækkuðu mest, um 1,16 prósent. Teymi hækkaði um 1,08 prósent og Glitnir litlu minna. Bréf þriggja félaga lækkuðu en Össur þó félaga mest, um 0,43 prósent.

Mikil sigling hefur verið á hlutabréfamarkaði það sem af er ári og hefur úrvalsvísitalan hækkað um rúmlega þrjátíu og sex prósentustig. Mest hækkun hefur orðið á bréfum í Exista, um áttatíu prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×