SPRON verður hlutafélag skráð í kauphöll 18. júlí 2007 00:15 Stefnt er að hlutafélagavæðingu Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) og skráningu í Kauphöllina fyrir lok septembermánaðar. Að beiðni stjórnar SPRON hefur Capacent lokið mati á verðmæti sjóðsins. Undir lok næsta mánaðar verður leitað samþykkis stofnfjáreigenda eftir löglega auglýstan fund. Að sögn Guðmundar Haukssonar, sparisjóðsstjóra SPRON, gerir áætlun ráð fyrir að 85 prósent sjóðsins verði í eigu stofnfjáreigendanna, en 15 prósentin sem eftir standa, sem svara til níu milljarða króna, renni inn í sjálfseignarstofnun sem heimild hafi til að láta fjármuni renna til menningar- og líknarmála á starfssvæði sjóðsins. „Með þessu yrði til einn stærsti sjálfseignarsjóður sinnar tegundar,“ segir Guðmundur. Hlutur stofnfjáreigenda næmi því 51 milljarði króna og heildarverðmæti SPRON metið á 60 milljarða króna. Guðmundur segir ekki hafa verið tekna ákvörðun um hvort farið verði í hlutafjáraukningu samhliða skráningu sjóðsins í kauphöll. Guðmundur telur breytt rekstrarform í raun forsendu þess að sparisjóðurinn fái tekið þátt í samkeppni við banka. Sem hlutafélag geti SPRON farið fram á mat alþjóðlegra matsfyrirtækja á lánshæfi sínu og þar með fengið betri kjör á bankamarkaði með lánsfé. Þá geti hann eftir breytinguna stækkað með samruna við önnur fjármálafyrirtæki, en sú leið sé nú ófær. „Rétt er hins vegar að taka fram að um slíkt eru engin áform núna,“ segir hann. Guðmundur segir að þótt SPRON hafi vegnað vel á undanförnum árum og stofnfjármarkaður sparisjóðsins hafi skilað honum umtalsverðum verðmætum þá telji stjórn sjóðsins að öll lagaumgjörð hlutafélaga sé skýrari og að fyrir fjárfesta sem setji peninga í SPRON sé æskilegra að fjárfesta í hlutabréfum fremur en í annarri tegund verðbréfa. Stofnfjármarkaður fyrir stofnfjárbréf SPRON var stofnaður árið 2004. „Sá markaður hefur gengið býsna vel, stofnfjáreigendur eru um 1.350 talsins og hefur fjölgað talsvert að undanförnu. Breytt rekstrarform segir Guðmundur um leið að hafi engin áhrif á stefnu sjóðsins sem eftir sem áður leggi áherslu á að rækta sambandið við viðskiptavini sína og á að sjóðurinn sé góður vinnustaður. „Þessi breyting er formbreyting, ekki stefnubreyting.“ Þá segir Guðmundur að breytt rekstrarform breyti engu um það samstarf sem SPRON eigi í við aðra sparisjóði. SPRON verði áfram aðili að Sambandi sparisjóða sem séu hagsmunasamtök og taki þátt í fræðslustarfi, en standi eftir sem áður fyrir utan samstarf sjóðanna um markaðsmál. Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Sjá meira
Stefnt er að hlutafélagavæðingu Sparisjóðs Reykjavíkur og nágrennis (SPRON) og skráningu í Kauphöllina fyrir lok septembermánaðar. Að beiðni stjórnar SPRON hefur Capacent lokið mati á verðmæti sjóðsins. Undir lok næsta mánaðar verður leitað samþykkis stofnfjáreigenda eftir löglega auglýstan fund. Að sögn Guðmundar Haukssonar, sparisjóðsstjóra SPRON, gerir áætlun ráð fyrir að 85 prósent sjóðsins verði í eigu stofnfjáreigendanna, en 15 prósentin sem eftir standa, sem svara til níu milljarða króna, renni inn í sjálfseignarstofnun sem heimild hafi til að láta fjármuni renna til menningar- og líknarmála á starfssvæði sjóðsins. „Með þessu yrði til einn stærsti sjálfseignarsjóður sinnar tegundar,“ segir Guðmundur. Hlutur stofnfjáreigenda næmi því 51 milljarði króna og heildarverðmæti SPRON metið á 60 milljarða króna. Guðmundur segir ekki hafa verið tekna ákvörðun um hvort farið verði í hlutafjáraukningu samhliða skráningu sjóðsins í kauphöll. Guðmundur telur breytt rekstrarform í raun forsendu þess að sparisjóðurinn fái tekið þátt í samkeppni við banka. Sem hlutafélag geti SPRON farið fram á mat alþjóðlegra matsfyrirtækja á lánshæfi sínu og þar með fengið betri kjör á bankamarkaði með lánsfé. Þá geti hann eftir breytinguna stækkað með samruna við önnur fjármálafyrirtæki, en sú leið sé nú ófær. „Rétt er hins vegar að taka fram að um slíkt eru engin áform núna,“ segir hann. Guðmundur segir að þótt SPRON hafi vegnað vel á undanförnum árum og stofnfjármarkaður sparisjóðsins hafi skilað honum umtalsverðum verðmætum þá telji stjórn sjóðsins að öll lagaumgjörð hlutafélaga sé skýrari og að fyrir fjárfesta sem setji peninga í SPRON sé æskilegra að fjárfesta í hlutabréfum fremur en í annarri tegund verðbréfa. Stofnfjármarkaður fyrir stofnfjárbréf SPRON var stofnaður árið 2004. „Sá markaður hefur gengið býsna vel, stofnfjáreigendur eru um 1.350 talsins og hefur fjölgað talsvert að undanförnu. Breytt rekstrarform segir Guðmundur um leið að hafi engin áhrif á stefnu sjóðsins sem eftir sem áður leggi áherslu á að rækta sambandið við viðskiptavini sína og á að sjóðurinn sé góður vinnustaður. „Þessi breyting er formbreyting, ekki stefnubreyting.“ Þá segir Guðmundur að breytt rekstrarform breyti engu um það samstarf sem SPRON eigi í við aðra sparisjóði. SPRON verði áfram aðili að Sambandi sparisjóða sem séu hagsmunasamtök og taki þátt í fræðslustarfi, en standi eftir sem áður fyrir utan samstarf sjóðanna um markaðsmál.
Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Hermann tekur við söluarmi Samherja Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Rekstrarhagnaðurinn þremur milljónum krónum hærri Umframeftirspurn eftir skuldabréfum Play Gunnar Ágúst til Dineout Vilhjálmur í Smáríkinu ákærður fyrir að selja eina hvítvínsbelju Þrjú ráðin til Landsbyggðar Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna: Geti ekki sett fimmtán prósenta toll á allt Melabúðarbræður með hálfan milljarð í fyrra Framkvæmdastjóri Smáríkisins ákærður Pósturinn hættir að senda til Bandaríkjanna á mánudaginn Samherjahjónin fyrrverandi langtekjuhæst Kannast ekki við „lífróður“ Heimildarinnar sem fækkar útgáfudögum Skattakóngurinn flytur úr landi Setja tvo milljarða til í fiskeldið sem tapar hundruðum milljóna „Framboð á markaði er ekki það sem neytendur vilja kaupa“ Móðurfélag útgefanda Moggans tapaði hundruðum milljóna Segir háa stýrivexti bitna á ákveðnum hópi og boðar aðhald í fjárlagafrumvarpi Keyra á orkudrykkjamarkaðinn Kaupa Gompute „Ég bið almenning að hafa þolinmæði með okkur“ Ósáttir með ákvörðun peningastefnunefndar Muni ekki hika við að hækka vexti Sektað fyrir að auglýsa of mikið fyrir Áramótaskaupið Kristján og Leó kaupa fyrrverandi höfuðstöðvar Landsvirkjunar Endurbættur Kaffivagn opnar aftur í dag Sjá meira