Viðskipti innlent

Nálgast þúsund milljarða

Magazin du Nord er í eigu Baugs og því dæmi um eign Íslendinga erlendis. Slíkar eignir nálgast nú þúsund milljarða heildarvirði.
Magazin du Nord er í eigu Baugs og því dæmi um eign Íslendinga erlendis. Slíkar eignir nálgast nú þúsund milljarða heildarvirði.

Bein fjármunaeign Íslendinga erlendis nam 952,1 milljarði króna undir lok síðasta árs, eða sem nemur rúmlega áttatíu prósentum landsframleiðslu, samkvæmt nýbirtum tölum Seðlabanka Íslands.



Bein erlend fjárfesting nam 335,3 milljörðum árið 2006 og dróst saman um fjórðung frá árinu 2005, sem var metár í fjárfestingum Íslendinga erlendis.



Innlend fjárfesting útlendinga hér á landi nam 271,8 milljörðum króna á árinu og jókst um fjörutíu prósent frá fyrra ári. Fjárfestingar erlendis frá hafa aldrei verið meiri, en tæplega sextíu prósent eru til komin vegna fjárfestinga í fjármálaþjónustu.



Íslendingar fjárfesta mest í Belgíu og Lúxemborg. En alls námu fjárfestingar þar 82,5 milljörðum eða tæpum fjórðungi af heildinni. Þá eiga Íslendingar rúma 57 milljarða króna í Danmörku og tæpa 38 í Noregi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×