Viðskipti innlent

Langmest verðbólga hér

Verðbólga er langmest á Íslandi af öllum Norðurlöndunum samkvæmt samræmdri vísitölu neysluverðs sem Hagstofa Evrópu birti í vikunni. Í Vegvísi Landsbankans segir frá því að verðbólgan hér á landi mælist þrjú prósent á meðan hún er 0,7 til 1,4 prósent á hinum Norðurlöndunum.

Verðbólgan hefur hins vegar farið lækkandi hér. Í maí var hún fjögur prósent. Einungis lönd Austur-Evrópu hafa hærri verðbólgu en Ísland af þeim löndum sem vísitalan nær til.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×