Viðskipti innlent

Fjármunaeign erlendra aðila hér á landi 540 milljarðar króna

Hollendingar stórtækir í fjárfestingum hér á landi.
Hollendingar stórtækir í fjárfestingum hér á landi. MYND/GVA

Bein fjármunaeign erlendra aðila á Íslandi nam tæpum 540 milljörðum króna á síðasta ári samkvæmt hálffimm rétt greiningardeildar Kaupþings banka. Aðilar með lögheimili í Hollandi voru stórtækastir og var bein fjármunaeign þeirra 212 milljarðar króna. Helst var fjárfest í fjármálaþjónustu og stóriðju.

Aðilar með lögheimili í Hollandi stóðu á bak við 39 prósent erlendrar fjármunaeignar í landinu á síðasta ári. Þar á eftir komu aðilar með lögheimili í Belgíu og Lúxemborg. Þá áttu aðilar með lögheimili í Guernsey í Ermasundi um 10 prósent af erlendri fjármunaeign. Bein fjármunaeign bandarískra aðila var 7 prósent, 3 prósent frá Bretlandi og 2 prósent frá Sviss. Noregur og Danmörk voru með rétt yfir 1 prósent hvort.

Samkvæmt hálffimm frétt Kaupþings banka var mest fjárfest í fjármálaþjónustu. Fjárfesting í þeim geira tók að sögn Kaupþings banka kipp árið 2005 og hefur 70-faldast frá árinu 2001. Þá var einnig mikið fjárfest í stóriðju á síðasta ári og í samgöngum og fyrirtækjum tengdum hugbúnaði, rannsóknum og eignarhaldi.

Alls nam bein fjármunaeign erlendra aðila á Íslandi 538 milljörðum króna á síðasta ári sem samvarar tæplega helmingi íslenskrar landsframleiðslu.

Sjá frétt Kaupþings banka.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×