Microsoft vinsælasta vörumerkið í Bretlandi Jón Skaftason skrifar 18. júlí 2007 02:15 Microsoft er vinsælasta vörumerkið á Bretlandseyjum. Breskir karlmenn vilja bjór frá Guinness en konurnar kampavín frá Moet & Chandon. Microsoft er vinsælasta vörumerki á Bretlandi samkvæmt könnun ráðgjafafyrirtækisins Superbrands. Könnunin var gerð meðal þrjú þúsund breskra neytenda. Bandaríski drykkjarrisinn Coca-Cola varð í öðru sæti, Google í því þriðja og breska ríkisútvarpið BBC í fjórða sæti. Önnur vörumerki á meðal tíu efstu voru British Petroleum, British Airways, Lego, Guinness, Mercedes-Benz og sælgætisframleiðandinn Cadbury. „Bretar á öllum aldri og úr öllum þjóðfélagsstéttum eru greinilega afar hrifnir af Microsoft, Google er þó á fleygiferð og sækir á með hverju árinu," sagði Stephen Cheliotis, forsvarsmaður Superbrands. Cheliotis sagði greinilegt hversu vel gömul og rótgróin fyrirtæki kæmu úr könnuninni. „Fyrirtæki á borð við Coca-Cola og British Petroleum hafa löngum átt gott samband við viðskiptavini sína." Superbrands gerði einnig sambærilega könnun meðal tuttugu fjölmiðlamanna og fulltrúa úr auglýsingageiranum. Niðurstöðurnar urðu allt aðrar; Google varð hlutskarpast og Ipodinn frá Apple í öðru sæti. Microsoft komst raunar ekki inn á topp tíu lista sérfræðinganna, en Coca-Cola, Google og BBC voru einu fyrirtækin sem komust á báða listana. „Við bíðum spennt eftir könnun næsta árs, Þá sjáum við hvort sérfræðingarnir eru virkilega með puttann á púlsinum og spá rétt fyrir um vinsælustu vörumerki næsta árs," sagði Cheliotis. Athygli vakti að lítill munur var á svörum karla og kvenna í neytendakönnuninni. Helstur var munurinn þegar kom að áfengistegundum, kampavínsframleiðandinn Moet & Chandon var meðal tíu efstu hjá konunum en karlarnir voru hrifnari af bjórframleiðandanum Guinness. Áfengissmekkurinn virðist einnig ólíkur milli aldurshópa. Fólk á aldrinum átján til tuttugu og fjögurra ára nefndi Smirnoff, Bacardi og Jack Daniels. Eldri neytendur voru hins vegar hrifnari af rótgrónum breskum áfengistegundum á borð við Wedgewood, Parker og Clarks. Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Microsoft er vinsælasta vörumerki á Bretlandi samkvæmt könnun ráðgjafafyrirtækisins Superbrands. Könnunin var gerð meðal þrjú þúsund breskra neytenda. Bandaríski drykkjarrisinn Coca-Cola varð í öðru sæti, Google í því þriðja og breska ríkisútvarpið BBC í fjórða sæti. Önnur vörumerki á meðal tíu efstu voru British Petroleum, British Airways, Lego, Guinness, Mercedes-Benz og sælgætisframleiðandinn Cadbury. „Bretar á öllum aldri og úr öllum þjóðfélagsstéttum eru greinilega afar hrifnir af Microsoft, Google er þó á fleygiferð og sækir á með hverju árinu," sagði Stephen Cheliotis, forsvarsmaður Superbrands. Cheliotis sagði greinilegt hversu vel gömul og rótgróin fyrirtæki kæmu úr könnuninni. „Fyrirtæki á borð við Coca-Cola og British Petroleum hafa löngum átt gott samband við viðskiptavini sína." Superbrands gerði einnig sambærilega könnun meðal tuttugu fjölmiðlamanna og fulltrúa úr auglýsingageiranum. Niðurstöðurnar urðu allt aðrar; Google varð hlutskarpast og Ipodinn frá Apple í öðru sæti. Microsoft komst raunar ekki inn á topp tíu lista sérfræðinganna, en Coca-Cola, Google og BBC voru einu fyrirtækin sem komust á báða listana. „Við bíðum spennt eftir könnun næsta árs, Þá sjáum við hvort sérfræðingarnir eru virkilega með puttann á púlsinum og spá rétt fyrir um vinsælustu vörumerki næsta árs," sagði Cheliotis. Athygli vakti að lítill munur var á svörum karla og kvenna í neytendakönnuninni. Helstur var munurinn þegar kom að áfengistegundum, kampavínsframleiðandinn Moet & Chandon var meðal tíu efstu hjá konunum en karlarnir voru hrifnari af bjórframleiðandanum Guinness. Áfengissmekkurinn virðist einnig ólíkur milli aldurshópa. Fólk á aldrinum átján til tuttugu og fjögurra ára nefndi Smirnoff, Bacardi og Jack Daniels. Eldri neytendur voru hins vegar hrifnari af rótgrónum breskum áfengistegundum á borð við Wedgewood, Parker og Clarks.
Mest lesið „Áfengið þarf að vera erlendis þegar þú pantar það“ Viðskipti innlent Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Viðskipti erlent Að púsla saman vinnu, aukavinnu og lífinu Atvinnulíf Þrettán nýir veitingastaðir opna í Smáralind Viðskipti innlent Hætt hjá Íslenskri erfðagreiningu eftir sjö ára starf Viðskipti innlent Mun flytja í nýtt hús við Austurveg á Selfossi Viðskipti innlent Hermann tekur við söluarmi Samherja Viðskipti innlent Hvernig skipuleggjum við útgjöld heimilisins? Viðskipti innlent Nýr vefur Félags foreldra- og uppeldisfræðinga kominn í loftið Samstarf Arnar og Eiríkur til Fossa Viðskipti innlent Fleiri fréttir Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira