Viðskipti innlent

Reynslan er aðalatriðið

Menntun hefur lítið að segja um stjórnarsetu samkvæmt nýrri athugun Samtaka atvinnulífsins.
Menntun hefur lítið að segja um stjórnarsetu samkvæmt nýrri athugun Samtaka atvinnulífsins.

Reynsla af stjórnun og eignarhald skipta meira máli en menntun þegar kemur að vali í stjórnir fyrirtækja. Þetta sýnir ný samantekt Samtaka atvinnulífsins á upplýsingum um bakgrunn stjórnarmanna í fimmtán stórum fyrirtækjum á íslenska hlutabréfamarkaðnum.



Samantektin sýnir að yfir 95 prósent stjórnarmanna þeirra fyrirtækja sem skoðuð voru hafa reynslu af stjórnarsetu. Þeir hafa því setið í stjórn annarra fyrirtækja áður eða búa yfir reynslu af rekstri fyrirtækja. Rúmlega tveir þriðju hlutar stjórnarmanna sitja jafnframt í stjórn fleiri en eins fyrirtækis. 65 prósent stjórnarmanna eru sjálfir hluthafar í fyrirtækjunum eða sitja í stjórn fyrir hönd ákveðinna eigenda.



Formleg menntun virðist ekki ráða eins miklu þegar kemur að vali í stjórnir. Tæplega þriðjungur stjórnarmannanna hefur ekki menntun sem tengist starfsemi fyrirtækjanna. Af 85 stjórnarmönnum hafa 28 lokið þriggja ára háskólanámi eða sambærilegri menntun en 32 hafa lokið framhaldsnámi á háskólastigi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×