Fleiri fréttir

Englandsbanki heldur stýrivöxtum óbreyttum

Englandsbanki ákvað í dag að halda stýrivöxtum óbreyttum í 5,5 prósentum. Þetta er í takt við spár greinenda, sem þó telja líkur á að bankinn hækki vextina síðar á árinu.

Minni vöxtur á gjaldeyrismarkaði

Verulega hefur hægt á vexti gjaldeyrismarkaðar á Íslandi miðað við veltu á millibankamarkaði samkvæmt frétt greiningu Glitnis. Í síðasta mánuði nam veltan 264 milljörðum króna sem er tæplega 20 prósent minni velta en í sama mánuði í fyrra.

Evrópskir markaðir féllu í morgun

Evrópsk hlutabréf féllu í morgun í kjölfar ákvörðunar evrópska Seðlabankans frá því í gær að hækka stýrivexti á evrusvæðinu um 0,25 prósent. Ótti fjárfesta við vaxandi verðbólgu er talin skýra lækkunina en FTSEurofirst 300 vísitalan hefur ekki verið lægri í þrjár vikur.

Fyrrum stjórnendur Swissair sýknaðir

Fyrrum stjórnendur svissneska flugfélagsins Swissair hafa verið sýknaðir af öllum ákærum í tengslum við gjaldþrot félagsins árið 2001. Alls voru 19 stjórnendur ákærðir meðal annars fyrir skjalafals og óstjórn.

Peningaskápurinn ...

Íslendingar hafa tekið virkan þátt í þróunaraðstoð í Malaví, einu fátækasta ríki Afríku. Hagkerfið er þriðjungi minna en það íslenska þrátt fyrir að íbúar landsins séu fjörutíu og fjórum sinnum fleiri en Íslendingar.

Rannsakar nýjar örrásir

Dr. Kristján Leósson eðlisverkfræðingur hlaut í gær hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs. Verðlaunin eru veitt vísindamanni sem þykir hafa skarað fram úr snemma á ferlinum og skapað væntingar um framlag í vísindastarfi sem styrkt geti stoðir mannlífs á Íslandi.

Markaðir í Bandaríkjunum lækka

Markaðir í Bandaríkjunum lækkuðu lítillega í dag í kjölfar ákvörðunar Seðlabanka Evrópu um að hækka stýrivexti á evrusvæðinu. Þá óttast bandarískir fjárfestar að verðbólgan þar í landi muni hækka vegna almenns launaskriðs.

Eimskip kaupir Innovate

Eimskip hefur gengið frá kaupum á öllu hlutafé í Innovate Holdings í Bretlandi. Fyrir átti Eimskip 55 prósenta hlut í félaginu. Innovate er eitt stærsta fyrirtæki Bretlands á sviði hitastýrðra flutninga og rekur 30 vörugeymslur á 11 stöðum á Bretlandseyjum. Kaupverð nemur 30,3 milljónum punda, jafnvirði fjögurra milljarða króna.

Eldsneyti í skiptum fyrir blóð

Rauði kross Bandaríkjanna hefur tekið uppá því að gefa eldneyti til að hvetja fólk til blóðgjafar. Verkefnið stendur yfir í allt sumar og fer fram í tveimur ríkjum Bandaríkjanna, þeim Pennsylvaníu og New Jersey.

Messenger með Venus innan seilingar

Könnunarfar Nasa, Messenger, kemst í kvöld í mikla nálægð við reikistjörnuna Venus og verður að öllum líkindum í kjöraðstöðu til að mynda yfirborð Venusar og rannsaka.

Stýrivextir hækka á evrusvæðinu

Evrópski seðlabankinn ákvað í dag að hækka stýrivexti um 25 punkta í fjögur prósent. Þetta er í takt við væntingar markaðsaðila. Stýrivextir á evrusvæðinu eru tvöfalt hærri nú en fyrir einu og hálfi ári síðan og hafa ekki verið hærri í sex ár.

Alcoa skoðar álver á Grænlandi

Norska ál- og olíufyrirtækið Norsk Hydro staðfesti í dag að það hefði hætt við áform um að byggja álver á Vestur-Grænlandi. Viðræður hafa staðið yfir frá byrjun árs en heimastjórn Grænlands ákvað hins vegar að hefja viðræður við bandaríska álrisann Alcoa.

Forstjóraskipti hjá Síldarvinnslunni

Aðalsteinn Helgason hefur látið af störfum sem framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar hf á Neskaupsstað. og í stað hans hefur Gunnþór Ingvason verið ráðinn til starfa. Þá hefur Jóhannes Pálsson sömuleiðis verið ráðinn framkvæmdastjóri erlendrar starfsemi Síldarvinnslunnar. Hann mun jafnframt hafa umsjón með markaðs, sölumálum og vinnslu.

Íslenska hagkerfið það viðkvæmasta í heimi

Íslenska hagkerfið er viðkvæmt og það líklegasta af 25 nýmörkuðum til að verða fyrir skakkaföllum vegna slæmra ytri skilyrða. Hagkerfi Ísraels, Kólumbíu, Chile og Argentínu standa hins vegar á traustum grunni. Þetta kemur fram í skýrslu bandaríska fjárfestingabankans Lehman Brothers sem ísraelska dagblaðið Haretz birti í gær.

Líkur á hærri stýrivöxtum á evrusvæðinu

Evrópski seðlabankinn segir miklar líkur á að stýrivextir verði hækkaðir um 25 punkta að loknum fundi bankastjórnarinnar í dag til að sporna gegn aukinni verðbólgu á svæðinu. Gangi það eftir fara stýrivextir í 4,0 prósent og hafa aldrei verið hærri. Gengi hlutabréfa lækkaði á evrópsku hlutabréfamörkuðum í kjölfarið.

Íslenskur hlutabréfamarkaður á krossgötum

Íslenski hlutabréfamarkaðurinn hefur stækkað hratt undanfarin ár og samhliða hefur veltumagnið aukist og markaðurinn þróast. Þegar staða íslenska markaðarins er skoðuð er þó réttast að líta á hann í samhengi við aðra hlutabréfamarkaði. Hér á eftir verður íslenski markaðurinn borinn saman við sænska, finnska og danska hlutabréfamarkaðinn, sem allir eru innan OMX-kauphallarsamstæðunnar.

Viðskiptahallinn ofmetinn

Viðskiptahallinn er ofmetinn, að mati Lúðvíks Elíassonar, sérfræðings hjá greiningardeild Landsbankans og annars af tveimur höfundum hagspár deildarinnar sem kynnt var í gær.

Kæra Kaupþing

Á dögunum barst viðskiptavini Kaupþings bréf frá bankanum. Bréfið var í persónulegra lagi frá fjármálafyrirtæki. Það hófst á orðunum „Kæri...“ og fjallaði um breyttan starfsvettvang þjónusturáðgjafa hjá bankanum. Hafði viðskiptavinurinn fengið nýjan „bandamann“ innan bankans.

Krónan helst sterk þrátt fyrir veikingu

Krónan hefur veikst um þrjú prósent vegna tillagna Hafrannsóknastofnunar um niðurskurð þorskafla. Líklegt að krónan haldist sterk þar til Seðlabankinn lækkar stýrivexti.

Glitnir seldi ný bréf í Norway Pelagic

Glitnir í Noregi hafði umsjón með 2,2 milljarða króna hlutafjárútboði Norway Pelagic sem varð til við samruna fimm norskra sjávar­útvegsfyrirtækja í uppsjávarfiski. Félagið, sem var metið á rúma fimm milljarða, verður skráð á aðallista Kauphallarinnar í Ósló á fyrri hluta næsta árs.

Einkavæðingin heldur innreið sína í Færeyjar

Viðskipti með bréf Føroya banka hefjast í kauphöllunum í Reykjavík og Kaupmannahöfn í kringum 21. júní í kjölfar hlutafjárútboðs sem nú er að hefjast. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir sló á þráðinn til Janusar Petersen, forstjóra Føroya banka.

e-mail samningaviðræður ;-)

Samskipti taka lit af þeim miðli sem þau eiga sér stað í gegnum. Þannig geta samningaviðræður milli sömu tveggja einstaklinganna þróast með mismunandi hætti eftir því hvort þeir talast við andliti til andlitis, ræðast við í síma, skiptast á tölvupóstum eða nota MSN.

Lögfræðin er tæki til að ná árangri

Gagnlegt væri ef Samkeppnis­eftirlitið gerði rannsókn á umsvifum ríkisins og kannaði hvernig opinber afskipti hafa áhrif á samkeppnina á markaði. Þetta kom fram á málþingi sem Rannsóknarmiðstöð um samfélags- og efnahagsmál stóð fyrir í gær í samvinnu við Háskólann í Reykjavík.

Presley ekki lengur í eigu almennings

Gengi hlutabréfa í bandaríska fyrirtækinu CKX Inc. hækkaði um 35 prósent og fór í methæðir á fimmtudag eftir að félagið tilkynnti að það ætlaði að kaupa öll útistandandi bréf í félaginu, sem eftir viðskiptin verður rekið sem einkahlutafélag.

Mæla með tilboði Nasdaq

Stjórn OMX mælir með tilboði NASDAQ í samstæðuna. Nasdaq býður hluthöfum 0,502 nýja hluti í NASDAQ og 94,3 sænskar krónur í reiðufé fyrir hvern hlut í OMX.

Copeinca stendur við stóru orðin

Verðmæti hlutabréfa í Cope­inca, perúska fiskimjöls- og lýsis­framleiðandum, hefur aukist um helming eftir að félagið var skráð í Kauphöllina í Osló í lok janúar. Glitnir sá um skráninguna og annaðist einnig hlutafjárútboð til fagfjárfesta þar sem um sjö milljarðar króna söfnuðust. Stjórnendur félagsins sögðu þá að fjármunirnir yrðu nýttir til að vaxa hratt á heimamarkaði.

Tchenguiz brigslað um kaup í Sainsbury

Talsverð viðskipti voru með bréf í breska stórmarkaðnum Sainsbury eftir lokun markaða í bresku kauphöllinni í Lundúnum á miðvikudag í síðustu viku. Ein þeirra voru upp á 3,6 milljónir punda, jafnvirði tæpra 440 milljóna íslenskra króna. Töldu miðlarar líkur á að þar hefði fasteignajöfurinn Robert Tchenguiz verið á ferðinni að bæta við eignasafn sitt í þessari þriðju stærstu verslanakeðju Bretlands.

Bókhald General Motors í skoðun

Bandaríska fjármálaeftirlitið hefur óskað eftir bókhaldsgögnum um síðasta ársuppgjör bandaríska bílaframleiðandans General Motors og viðskiptasamninga félagsins á erlendri grund. Fyrirtækið segir að búist hafi verið við þessu.

Stórmarkaðir selja ekki fasteignirnar

Breska stórmarkaðakeðjan William Morrison hefur hætt við sölu á fasteignum fyrirtækisins til að bæta fjárhagsstöðuna. Breskar verslanakeðjur hafa verið í sviðljósinu undanfarið vegna samdráttar í verslun tilrauna fjárfestingasjóða til að yfirtaka rekstur þeirra á fyrstu mánuðum ársins.

Taka við Epson-kvittanaprenturum

Handtölvur – Gagnatækni hafa samið við EPSON um dreifingu og sölu á Íslandi á EPSON kvittanaprenturum sem hafa verið vinsælustu strimla- og kvittanaprentarar á Íslandi í gegnum árin og eru notaðir við flest afgreiðslukerfi á markaðinum.

Bláa lónið hlýtur umhverfisverðlaun

Bláa lónið hlaut á dögunum Bláfánann, virta umhverfis­viðurkenningu sem veit er baðströndum og smábátahöfnum. Þetta er í fimmta sinn sem Bláa lónið hlýtur verðlaunin.

Þekkja Ísland

Ein afleiðing umrótsins sem íslensku bankarnir gengu í gegnum í fyrra var að miklu fleiri þekkja nú til Íslands, þar með taldir fjárfestar í skuldbindingum í íslenskum krónum.

„Áður fyrr var eitrað fyrir fólki“

„Það skiptir ekki máli hvort maður er með mikla eða litla machiavellíska eiginleika. Það að vera machiavellískur þarf ekki að vera slæmt,“ segir Anna Gunnþórsdóttir, dósent og tilraunaleikjafræðingur við Australian Graduate Scool of Management í Ástralíu. Hún tekur það sömuleiðis skýrt fram að það að hafa litla eiginleika sem þessa sé heldur ekki slæmt.

Við pabbi

Í búlgörsku blöðunum, sem við vöruðum sérstaklega við fyrir nokkrum vikum, var greint frá því um síðustu helgi að Actavis ætlaði að standa fyrir sérstökum fjölskyldudegi í heilsugarði fyrirtækisins í Sofíu í Búlgaríu. Sérstaka athygli vekur að dagurinn heitir „Pabbi og ég“ upp á íslensku og er helgaður feðrum og börnum þeirra.

Úrvalsvísitalan sexfaldast á öldinni

Þeir sem hafa átt og fjárfest í hlutabréfum á undanförum árum getað ekki kvartað yfir árangrinum. Frá ársbyrjun 2001 hefur Úrvalsvísitalan hækkað um 519 prósent. Á rúmum tveimur árum hefur vísitalan skilað um eitt hundrað prósenta ávöxtun og yfir fimmtíu prósenta ávöxtun frá því í byrjun ágúst á síðasta ári þegar vísitalan fór í lægsta punkt eftir umrótið á innlendum fjármálamarkaði.

Borga fyrir sig

Námsfúsir rússnesku­unnendur geta glaðst yfir því að nám á því sviði við Háskóla Íslands verður byggt upp frá grunni með næsta hausti. Þetta gerir veglegur styrkur frá þeim feðgum Björgólfi Guðmundssyni og Björgólfi Thor Björgólfssyni Háskólanum mögulegt.

Breytingar hjá Marel

Í kjölfar samþættingar hjá Marel hf. hefur stjórn félagsins ákveðið að rekstur fyrirtækisins hér á landi verði skilinn frá móðurfélaginu, Marel hf. og um hann stofnað nýtt dótturfélag, Marel ehf. Samhliða þessu verður nafni móðurfélagsins breytt úr Marel hf. í Marel Food Systems hf.

Intel og Asustek gera ódýra fartölvu

Örgjörvarisinn Intel hefur hafið samvinnu við Asustek um að fjöldaframleiða ódýrar fartölvur sem ætlaðar eru til sölu í þróunarlöndunum. Asustek er stærsti framleiðandi móðurborða í fartölvur í heiminum.

OMX mælir með tilboði Nasdaq

Stjórn OMX mælir með því við hluthafa í kauphallarsamstæðunni að þeir samþykki yfirtökutilboð bandaríska hlutabréfamarkaðarins Nasdaq. Tilboðið var lagt fram undir lok maí og hljóðar upp á 3,7 milljarða Bandaríkjadala, jafnvirði 227,9 milljarða íslenskra króna.

Hagnaður Ryanair jókst umfram væntingar

Írska flugfélagið Ryanair, eitt stærsta lággjaldaflugfélag í Evrópu, hagnaðist um 401,4 milljónir evra, jafnvirði 34,4 milljarða íslenskra króna, á síðasta rekstrarári, sem lauk í enda mars á þessu ári. Þetta er 33 prósenta aukning á milli ára.Michael O'Leary, forstjóri flugfélagsins, gagnrýndi bresk stjórnvöld hins vegar harðlega vegna hárra stýrivaxta sem hafi komið harkalega við flugfélagið.

Landsbankinn spáir 0,5 prósenta hagvexti

Greiningardeild Landsbankans spáir því að hagvöxtur á árinu verði 0,5 prósent en gerir ráð fyrir að hann muni glæðast á næsta ári þrátt fyrir minnkandi sjávarafla. Upp á móti samdrættinum vega stóriðjuframkvæmdir og vaxandi álútflutningur, sem muni skila sér í 2,5 til 3,0 prósenta hagvexti á árunum 2008 til 2009.

Hollendingar eru mestu netverjar Evrópu

Hollendingar eru ötulastir Evrópuþjóða í netnotkun. En Rússar eyða minnstum tíma á vefnum. Þetta er niðurstaða mælinga Comscore á nethegðun Evrópumanna.

Hlutabréf hækkuðu í Kína

Gengi hlutabréfa á markaði í Sjanghæ í Kína hækkaði um 2,5 prósent við lok viðskipta í dag. Þykir ljóst að markaðurinn hafi hrist af sér rúmlega átta prósenta lækkun sem varð á hlutabréfamarkaði í landinu í gær.

Sjá næstu 50 fréttir