Viðskipti erlent

Mæla með tilboði Nasdaq

Allar líkur eru á því að kauphallasamstæðurnar OMX og Nadaq sameinist undir nafninu Nasdaq OMX Group.
Allar líkur eru á því að kauphallasamstæðurnar OMX og Nadaq sameinist undir nafninu Nasdaq OMX Group.

Stjórn OMX mælir með tilboði NASDAQ í samstæðuna. Nasdaq býður hluthöfum 0,502 nýja hluti í NASDAQ og 94,3 sænskar krónur í reiðufé fyrir hvern hlut í OMX.

Í tilkynningu sem stjórn OMX sendi frá sér í gær kemur fram að þrátt fyrir gott gengi samstæðunnar standi hún frammi fyrir ýmsum áskorunum. Þær séu meðal annars breytt laga­umhverfi, hratt aukin samkeppni og mikil samþjöppun í greininni. Stjórnin álíti að samruninn við NASDAQ sé sterkasti mögulegi leikurinn í stöðunni.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×