Viðskipti innlent

Kæra Kaupþing

Á dögunum barst viðskiptavini Kaupþings bréf frá bankanum. Bréfið var í persónulegra lagi frá fjármálafyrirtæki. Það hófst á orðunum „Kæri...“ og fjallaði um breyttan starfsvettvang þjónusturáðgjafa hjá bankanum. Hafði viðskiptavinurinn fengið nýjan „bandamann“ innan bankans.

Viðskiptavinurinn gladdist mjög fyrir hönd þjónusturáðgjafans, sem hann þó hvorki þekkti né hafði rætt við. Við lestur þessa hjartnæma bréfa leið viðskiptavininum samt eins og hann hefði opnað jólakort sem sent hafði verið á rangan mann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×