Viðskipti erlent

Stórmarkaðir selja ekki fasteignirnar

Stjórnarmenn tveggja breskra verslanakeðja hafa ákveðið að selja ekki fasteignir fyrirtækjanna til að bæta fjárhagsstöðuna. Þeir segja fasteignasafnið verðmætt.
Stjórnarmenn tveggja breskra verslanakeðja hafa ákveðið að selja ekki fasteignir fyrirtækjanna til að bæta fjárhagsstöðuna. Þeir segja fasteignasafnið verðmætt. MYND/AFP

Breska stórmarkaðakeðjan William Morrison hefur hætt við sölu á fasteignum fyrirtækisins til að bæta fjárhagsstöðuna.

Breskar verslanakeðjur hafa verið í sviðljósinu undanfarið vegna samdráttar í verslun tilrauna fjárfestingasjóða til að yfirtaka rekstur þeirra á fyrstu mánuðum ársins.

Í kjölfar þess að yfirtakan á Sainsbury rann út í sandinn um miðjan síðasta mánuð þrýsti einn af hluthöfum hennar, breski fasteignafjárfestirinn Robert Tchenguiz, á að fasteignir keðjunnar yrðu losaðar úr rekstrinum og sjálfstætt félag stofnað um þær. Taldi hann Sainsbury verða fjárhagslega sterkara fyrir vikið.

Ken Morrison, stjórnarformaður Morrison og afabarn stofnanda stórmarkaðarins, sagði í síðustu viku að þótt allt stefndi í að Morrison gripi til sömu ráða væri það verslun­inni nauðsynlegt að halda í fasteignir sínar.

Að sögn breska viðskiptablaðsins Financial Times hefur sir Philips Hampton, stjórnarformanns Sainsbury, sömuleiðis dregið í land með sölu fasteigna.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×