Viðskipti erlent

Evrópskir markaðir féllu í morgun

Hlutabréfamarkaður í Þýskalandi.
Hlutabréfamarkaður í Þýskalandi. MYND/AFP

Evrópsk hlutabréf féllu í morgun í kjölfar ákvörðunar evrópska Seðlabankans frá því í gær að hækka stýrivexti á evrusvæðinu um 0,25 prósent. Ótti fjárfesta við vaxandi verðbólgu er talin skýra lækkunina en FTSEurofirst 300 vísitalan hefur ekki verið lægri í þrjár vikur.

Hlutabréf í fjárfestingabönkunum UBS og Credit Suisse voru meðal þeirra sem féllu hvað mest í verði þegar markaðir opnuðu í morgun. Á móti hækkuðu hlutabréf í símafyrirtækinu Vodafone um 2 prósent.

Sérfræðingar telja ákvörðun evrópska Seðlabankans frá því í gær að hækka stýrivexti á evrusvæðinu skýra að mestu lækkunina í morgun. Fjárfestar óttist vaxandi verðbólgu og margir vilji nýta tækifærið og innleysa hagnað.

FTSEurofirst vísitalan hefur alls lækkað um 2,7 prósent í þessari viku en frá áramótum hefur vísitalan hins vegar hækkað um 7 prósent.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×