Viðskipti innlent

Bláa lónið hlýtur umhverfisverðlaun

Anna Karen Sigurjónsdóttir og Ingi Gunnar Jóhannsson, vaktstjórar baðsvæðis, drógu Bláfánann að húni.
Anna Karen Sigurjónsdóttir og Ingi Gunnar Jóhannsson, vaktstjórar baðsvæðis, drógu Bláfánann að húni.

Bláa lónið hlaut á dögunum Bláfánann, virta umhverfis­viðurkenningu sem veit er baðströndum og smábátahöfnum. Þetta er í fimmta sinn sem Bláa lónið hlýtur verðlaunin.

Í tilkynningu frá Bláa lóninu er haft eftir Rannveigu Thoroddsen, verkefnastjóra Bláfánans á Íslandi, að sérstaklega ánægjulegt hafi verið að veita Bláa lóninu viðurkenninguna í fimmta sinn. „Í dag eru Bláfánahafnir og strendur í 36 löndum í Evrópu, Suður-Afríku, Marokkó, Nýja Sjálandi, Kanada og á karabísku eyjunum,“ sagði hún.

Þá er haft eftir Önnu G. Sverris­dóttur, framkvæmdastjóra innlendrar starfsemi Bláa lónsins, að mikil uppbygging eigi sér nú stað við Bláa lónið. Bláfáninn sé félaginu mikilvæg viðurkenning og hvatning.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×