Viðskipti erlent

OMX kært fyrir að beita markaðsráðandi stöðu sinni

MYND/Pjetur

OMX Group, sem meðal annars á og rekur Kauphöllina á Íslandi, hefur verið kært til sænskra samkeppnisyfirvalda fyrir að misnota markaðsráðandi stöðu sína á norrænum hlutabréfamarkaði.

Kærandinn er danski hlutabréfamarkaðurinn Dansk AMP sem er eini keppinautur First North, hliðarmarkaðar OMX, í Danmörku. Báðir einblína á smærri og meðastór fyrirtæki.

Samkvæmt frétt danska viðskiptablaðsins Börsen fullyrða forsvarsmenn Dansk AMP að OMX reyni að koma í veg fyrir að fyrirtæki sem skrái sig hjá Dansk AMP skrái sig einnig á Hlutabréfatorginu í Svíþjóð en OMX sér torginu fyrir aðgangi að viðskiptakerfinu Saxess. Tvö fyrirtæki hafi þegar lent í þessu, Klimax og Danish Airlaid Technology.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×