Viðskipti erlent

Markaðir í Bandaríkjunum lækka

MYND/AFP

Markaðir í Bandaríkjunum lækkuðu lítillega í dag í kjölfar ákvörðunar Seðlabanka Evrópu um að hækka stýrivexti á evrusvæðinu. Þá óttast bandarískir fjárfestar að verðbólgan þar í landi muni hækka vegna almenns launaskriðs.

Alls lækkaði Dow Jones vísitalan um 130 stig í dag og þá vísitala Nasdaq kauphallarinnar um 24 stig.

Seðlabanki Evrópu ákvað í dag að hækka stýrivexti á evrusvæðinu um 0,25 prósent. Óttast fjárfestar að það muni leiða til þess að hlutabréf á evrópskum mörkuðum geti lækkað um allt að 14 prósent á næstu sex mánuðum.

Seðlabanki Bandaríkjanna tekur ákvörðun um stýrivexti í lok júnímánaðar en flestir sérfræðingar spá óbreyttum vöxtum. Þó eru sumir sem telja líklega að bankinn muni hækka vexti til að slá á verðbólgu í kjölfar almenns launaskriðs þar í landi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×