Hagvöxtur vestanhafs undir væntingum Jón Aðalsteinn Bergsveinsson skrifar 6. júní 2007 05:30 Samdráttur á bandarískum fasteignamarkaði skilaði sér í hagvexti undir væntingum á fyrsta ársfjórðungi. MYND/AFP Hagvöxtur jókst um 0,6 prósent í Bandaríkjunum á fyrstu þremur mánuðum ársins, samkvæmt tölum sem bandaríska viðskiptaráðuneytið birti á fimmtudag. Hagvöxturinn hefur ekki verið minni á þriggja mánaða tímabili í rúm fjögur ár. Niðurstaðan er talsvert undir væntingum greinenda enda hafði verið gert ráð fyrir vexti upp á 0,8 til 1,3 prósent á tímabilinu. Einkaneysla jókst á sama tíma um 4,4 prósent á milli ára. Verðlækkanir á fasteignamarkaði á fjórðungnum eiga stóran þátt í samdrættinum. Fasteignaverð lækkaði almennt um 1,4 prósent í Bandaríkjunum á fyrstu þremur mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra, auk þess sem minna var byggt á tímabilinu. Inn í spilar mikill samdráttur á fasteignalánamarkaði í mars sem hafði áhrif á fjármálamarkaði víða um heim. Fasteignalánamarkaðurinn var sérstæður að því leytinu til að lántakendur fjármálastofnana í þessum geira voru með slæmt lánshæfi og höfðu í einhverjum tilfellum lent í greiðsluerfiðleikum. Urðu fjölmargar fjármálastofnanir í Bandaríkjunum fyrir skakkaföllum vegna samdráttarins og varð að minnsta kosti einn stór aðili á markaðnum gjaldþrota. Óttast var í fyrstu að þrengingarnar myndu smita frá sér út í efnahagslífið. Það gekk hins vegar ekki eftir. Verðlækkunin nú er almenn og greindist í þrettán stórborgum vestanhafs. Hún var þó mismikil eftir borgum, einna mest í Detroit þar sem fasteignaverð lækkaði að meðaltali um átta prósent á milli ára. Þetta mun sömuleiðis vera fyrsta almenna verðlækkunin á bandarískum fasteignamarkaði í sextán ár, að sögn bandarísku fréttaveitunnar Bloomberg sem spáði því í vikunni að þetta, samhliða hárri verðlagningu á eldsneyti, sem er sérstaklega slæm að sumri til, gæti haft neikvæð áhrif á einkaneyslu, sem er stór liður í hagvaxtartölunum. Greinendur segja greinilegt að botninum sé náð og gera ráð fyrir um 2,5 til 3,0 prósenta hagvexti á yfirstandandi fjórðungi. Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Hagvöxtur jókst um 0,6 prósent í Bandaríkjunum á fyrstu þremur mánuðum ársins, samkvæmt tölum sem bandaríska viðskiptaráðuneytið birti á fimmtudag. Hagvöxturinn hefur ekki verið minni á þriggja mánaða tímabili í rúm fjögur ár. Niðurstaðan er talsvert undir væntingum greinenda enda hafði verið gert ráð fyrir vexti upp á 0,8 til 1,3 prósent á tímabilinu. Einkaneysla jókst á sama tíma um 4,4 prósent á milli ára. Verðlækkanir á fasteignamarkaði á fjórðungnum eiga stóran þátt í samdrættinum. Fasteignaverð lækkaði almennt um 1,4 prósent í Bandaríkjunum á fyrstu þremur mánuðum ársins miðað við sama tíma í fyrra, auk þess sem minna var byggt á tímabilinu. Inn í spilar mikill samdráttur á fasteignalánamarkaði í mars sem hafði áhrif á fjármálamarkaði víða um heim. Fasteignalánamarkaðurinn var sérstæður að því leytinu til að lántakendur fjármálastofnana í þessum geira voru með slæmt lánshæfi og höfðu í einhverjum tilfellum lent í greiðsluerfiðleikum. Urðu fjölmargar fjármálastofnanir í Bandaríkjunum fyrir skakkaföllum vegna samdráttarins og varð að minnsta kosti einn stór aðili á markaðnum gjaldþrota. Óttast var í fyrstu að þrengingarnar myndu smita frá sér út í efnahagslífið. Það gekk hins vegar ekki eftir. Verðlækkunin nú er almenn og greindist í þrettán stórborgum vestanhafs. Hún var þó mismikil eftir borgum, einna mest í Detroit þar sem fasteignaverð lækkaði að meðaltali um átta prósent á milli ára. Þetta mun sömuleiðis vera fyrsta almenna verðlækkunin á bandarískum fasteignamarkaði í sextán ár, að sögn bandarísku fréttaveitunnar Bloomberg sem spáði því í vikunni að þetta, samhliða hárri verðlagningu á eldsneyti, sem er sérstaklega slæm að sumri til, gæti haft neikvæð áhrif á einkaneyslu, sem er stór liður í hagvaxtartölunum. Greinendur segja greinilegt að botninum sé náð og gera ráð fyrir um 2,5 til 3,0 prósenta hagvexti á yfirstandandi fjórðungi.
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira