Viðskipti erlent

Bókhald General Motors í skoðun

Bandaríska fjármálaeftirlitið vill skoða bókhaldsgögn bandaríska bílaframleiðans General Motors fyrir síðasta uppgjörsár.
Bandaríska fjármálaeftirlitið vill skoða bókhaldsgögn bandaríska bílaframleiðans General Motors fyrir síðasta uppgjörsár. MYND/AFP

Bandaríska fjármálaeftirlitið hefur óskað eftir bókhaldsgögnum um síðasta ársuppgjör bandaríska bílaframleiðandans General Motors og viðskiptasamninga félagsins á erlendri grund. Fyrirtækið segir að búist hafi verið við þessu.

Þetta mun ekki vera í fyrsta sinn sem eftirlitið knýr dyra hjá bílaframleiðandanum en fyrr á þessu ári fór það fram á að fá afhent gögn vegna tafa á birtingu ársuppgjörsins hjá General Motors.

Stjórnendur General Motors hafa unnið að mikilli hagræðingu í rekstri síðan í fyrra en þá tapaði fyrirtækið tveimur milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 124 milljarða íslenskra króna. Félagið skilaði hins vegar hagnaði upp á 950 milljónir dala, jafnvirði 59 milljarða króna, á fyrstu þremur mánuðum þessa árs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×