Presley ekki lengur í eigu almennings 6. júní 2007 04:30 Elvis Presley. Fyrirtækið sem á meðal annars réttinn að vörumerki Elvis Presley ætlar að taka bréf félagsins af markaði. Gengi hlutabréfa í bandaríska fyrirtækinu CKX Inc. hækkaði um 35 prósent og fór í methæðir á fimmtudag eftir að félagið tilkynnti að það ætlaði að kaupa öll útistandandi bréf í félaginu, sem eftir viðskiptin verður rekið sem einkahlutafélag. Roberts Sillerman, forstjóri fyrirtækisins, og Simon Fuller, heilinn á bak við American Idol-þættina, standa á bak við kaupin, sem nema 1,3 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði rúmra áttatíu milljarða íslenskra króna. Greitt verður fyrir bréfin með reiðufé og hlutum í fasteignafélagi Sillermans, sem byggir og rekur lúxusíbúðir. CKX Inc., sem skráð er á á Nasdaq-hlutabréfamarkaðinn í Bandaríkjunum, á Graceland, heimili bandaríska rokkgoðsins Elvis Presley í Memphis, sem og vörumerki hans. Auk hans eru nokkrir frægir einstaklingar undir hatti fyrirtækisins, svo sem David Beckham. CKX á auk þessa hugverkaréttinn að ýmsum keppnum, svo sem að Idol-nafninu víða um heim, þar á meðal hér, og keppninni So You Think You Can Dance í gegnum félag Fullers, 19 Entertainment. Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Gengi hlutabréfa í bandaríska fyrirtækinu CKX Inc. hækkaði um 35 prósent og fór í methæðir á fimmtudag eftir að félagið tilkynnti að það ætlaði að kaupa öll útistandandi bréf í félaginu, sem eftir viðskiptin verður rekið sem einkahlutafélag. Roberts Sillerman, forstjóri fyrirtækisins, og Simon Fuller, heilinn á bak við American Idol-þættina, standa á bak við kaupin, sem nema 1,3 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði rúmra áttatíu milljarða íslenskra króna. Greitt verður fyrir bréfin með reiðufé og hlutum í fasteignafélagi Sillermans, sem byggir og rekur lúxusíbúðir. CKX Inc., sem skráð er á á Nasdaq-hlutabréfamarkaðinn í Bandaríkjunum, á Graceland, heimili bandaríska rokkgoðsins Elvis Presley í Memphis, sem og vörumerki hans. Auk hans eru nokkrir frægir einstaklingar undir hatti fyrirtækisins, svo sem David Beckham. CKX á auk þessa hugverkaréttinn að ýmsum keppnum, svo sem að Idol-nafninu víða um heim, þar á meðal hér, og keppninni So You Think You Can Dance í gegnum félag Fullers, 19 Entertainment.
Mest lesið Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Hvenær er skynsamlegt að taka út viðbótalífeyrissparnað? Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Viðskipti erlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Hagnaður Arion flaug fram úr væntingum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira