Fleiri fréttir Sala á iPhone hefst 29. júní Steven Jobs og félagar hans hjá Apple hafa ákveðið að hefja sölu á iPhone símtækinu þann 29. júní í Bandaríkjunum. 4.6.2007 12:24 Ráðgjöf Hafró: Slæmt til að byrja með en gott til lengri tíma Greining Glitnis telur að útflutningsverðmæti sjávarafurða geti minnkað um allt að 25 milljarða króna á næsta fiskveiðiári, fari sjávarútvegsráðherra að ráðum Hafrannsóknarstofnunar. Þeir benda hins vegar á að til langs tíma ætti ráðgjöf Hafró um lægri aflareglu að hafa jákvæð áhrif á stofninn til lengri tíma litið og þar með á hagvöxt næstu ára. 4.6.2007 10:47 Kínastjórn kælir markaðinn á ný Gengi hlutabréfa á aðallista kauphallarinnar í Sjanghæ í Kína lækkaði um rúm átta prósent við lokun kauphallarinnar í Sjanghæ í dag. Ástæðan er ótti fjárfesta við að stjórnvöld þar í landi hækki skatta frekar með það fyrir augum að kæla hagkerfið. 4.6.2007 09:46 Eyjamenn framlengja tilboðsfrest í Vinnslustöðina Eyjamenn ehf., sem framkvæmdastjórinn Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson og ráðandi hluthafar úr Eyjum fara fyrir, hafa ákveðið að framlengja tilboð sitt í Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum í kjölfar samkeppnistilboðs í félagið. Tilboðið var lagt fram 9. maí síðastliðinn og hljóðaði upp á 4,60 krónur á hlut. Með framlengingunni er þeim sem ákváðu að taka tilboðinu gert kleift að endurmeta samþykki sitt. 4.6.2007 09:30 Færeyskur banki í Kauphöllina Føroya Banki gefur í dag út útboðslýsingu vegna hlutafjárútboðs bankans og skráningar á hlutabréfamarkað á Íslandi og í Danmörku. 4.6.2007 09:06 iTunes-lög geyma persónuupplýsingar Upp hefur komist að allar iTunes-skrár innihalda upplýsingar um hver keypti skrána, líka þær sem ekki eru varðar af afritunarlás. Nýlega byrjaði iTunes að selja tónlistarskrár án afritunarlása. Framtakið hefur mælst vel fyrir þrátt fyrir að lögin séu dýrari á þessu formi. 4.6.2007 09:00 Gott dæmi um virðingarleysi Samkvæmt árlegri rannsókn alþjóðlegra samtaka hugbúnaðarframleiðenda (Business Software Alliance) voru 53 prósent af hugbúnaði á Íslandi ólöglega fengin árið 2006. Til samanburðar var Svíþjóð með 26 prósent, Noregur með 29 prósent, Danmörk með 25 prósent og Finnland með 27 prósent. Heimsmeðaltalið er þrjátíu og fimm prósent. 4.6.2007 00:01 Bandarísk efnahagslíf að jafna sig Upplýsingar um minnkandi atvinnuleysi í Bandaríkjunum í nýliðnum mánuði hafa aukið væntingar manna um að betri gangur sé í efnahagslífinu vestanhafs nú en á fyrri helmingi ársins. Upplýsingarnar urðu meðal annars til þess að nokkrar af helstu vísitölunum hækkuðu mikið við lokun markaða á föstudag. Dow Jones-vísitalan sló met í 26. sinn á árinu. 3.6.2007 10:00 Peningaskápurinn... Gengi bréfa í bandarísku fjölmiðlaútgáfunni Dow Jones & Co., sem stendur á bak við samnefnda fréttaveitu og útgáfu dagblaðsins Wall Street Journal, hækkaði um 15 prósent á markaði í Bandaríkjunum í fyrrakvöld. 2.6.2007 00:01 Finnur og félagar eignast Frumherja Eignarhaldsfélag í eigu Finns Ingólfssonar, stjórnarformanns Icelandair Group, og fleiri fjárfesta hefur keypt fyrirtækin Frumherja og Frumorku af Óskari Eyjólfssyni. 1.6.2007 17:34 Hagvöxtur í Evrópu meiri en í Bandaríkjunum Hagvöxtur á evrusvæðinu og innan ESB mældist 0,6 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Þetta er jafn mikill hagvöxtur og mældist í Bandaríkjunum á ársgrundvelli á sama tímabili. Gangi spár eftir mun hagvöxtur í Evrópu verða meiri en í Bandaríkjunum á árinu. Slíkt hefur ekki sést síðan árið 2001. 1.6.2007 16:20 Ný evrópulög krefjast prófunar á þúsundum efna Ný lög Evrópusambandsins sem krefjast prófunar á þúsundum efna sem fólk notar daglega, tóku gildi í dag. Lögin ná yfir efni sem meðal annars er að finna í bílsætum og andlitskremum. Fyrirtækjum er gert að sanna að vörur þeirra standist lögin. 1.6.2007 16:16 Viðsnúningur í afkomu Spalar Spölur, sem er í eigu Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og rekur Hvalfjarðargöng, skilaði hagnaði upp á 89 milljónir króna á fyrri helmingi síðasta rekstrarárs, sem stóð frá 1. október í fyrra til 31. mars í ár. Til samanburðar nam tap fyrirtækisins árið á undan 83 milljónum króna. 1.6.2007 12:21 Novator gerir formlegt tilboð í Actavis Novator, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur gert yfirtökutilboð í gegnum nýstofnað eignarhaldsfélag, Novator eignarhaldsfélag ehf. í allt hlutafé Actavis Group hf. í A-flokki sem ekki var þegar í eigu félaga tengdum tilboðsgjafa eða í eigu Actavis Group hf. Tilboðið hljóðar upp á 0,98 evrur á hlut. 1.6.2007 10:41 Novator eykur við sig í Netia Novator, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur aukið við hlut sinn í Netia, næststærsta símafélagi Póllands og fer nú með 27 prósent hlutabréfa í félaginu. 1.6.2007 10:21 Dell segir upp 7.000 manns Bandaríski tölvuframleiðandinn Dell hefur ákveðið að segja upp allt að 7.000 manns á heimsvísu í hagræðingarskyni. Þetta jafngildir því að 10 prósentum af starfsliði fyrirtækisins fær uppsagnarbréf á næstunni. Þrátt fyrir þetta batnaði hagnaður fyrirtækisins á fyrsta fjórðungi ársins. 1.6.2007 09:21 Skoða sölu á Dow Jones Bandaríska Bancroft-fjölskyldan, sem á meirihluta í útgáfufélaginu Dow Jones og gefur meðal annars út samnefnda fréttaveitu og dagblaðið Wall Street Journal, segist munu hugleiða yfirtökutilboð fjölmiðlajöfursins Ruperts Murdoch í félagið. Hún muni sömuleiðis skoða önnur tilboð. 1.6.2007 08:30 Peningaskápurinn... Samkeppnisyfirvöld í Bandaríkjunum kannar nú hvort kaup bandaríska netfyrirtækisins Google á netauglýsingafyrirtækinu DoubleClick brjóti í bága við samkeppnislög. 1.6.2007 00:01 Tölvurisarnir hittust í sátt og samlyndi Helstu erkifjendur tölvubransans settust niður í sátt og samlyndi á sögulegum fundi í dag. Bill Gates og Steve Jobs, forvígismenn einkatöluvubyltingarinnar og fyrirtækja sinna, tölvurisanna Microsoft og Apple, ræddu saman í bróðerni á sviðinu á D5 ráðstefnu dagblaðsins Wall Street Journal í Carlsbad í Kaliforníu og skiptust á skoðunum og sögum. Sjáið myndbandið. 31.5.2007 22:42 Minna tap hjá Flögu Flaga skilaði tapi upp á 605 þúsund bandaríkjadali, 37,4 milljónum króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Til samanburðar nam tapið á sama tíma í fyrra 877 þúsundum dala, 54,1 milljón króna. 31.5.2007 16:52 Bandarískur hagvöxtur undir væntingum Hagvöxtur jókst um 0,6 prósent í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi, samkvæmt útreikningum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er minnsti hagvöxtur á einum ársfjóðungi sem mælst hefur vestanhafs í rúm fjögur ár enda talsvert undir væntingum. 31.5.2007 13:44 Stilla býður metverð fyrir Vinnslustöðina Stilla ehf., félag í eigu Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims, og Hjálmars Kristjánssonar, hefur ákveðið að leggja fram tilboð í allt hlutafé Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Tilboðið er til höfuðs yfirtökutilboði Eyjamanna í byrjun maí og 85 prósentum hærra. Þetta er hæsta verð sem boðið hefur verið í hlutabréf Vinnslustöðvarinnar. 31.5.2007 10:25 iPhone fær fjarskiptaleyfi Bandaríska fjarskiptastofnunin gaf Apple á dögunum leyfi til að selja farsíma sinn iPhone. Með leyfinu er nú ekkert því til fyrirstöðu að Apple hefji sölu á símanum í júní, eins og áætlað var. Öll fjarskiptatæki þurfa leyfi stofnunarinnar áður en þau fara á markað. 31.5.2007 10:00 Nýr forstjóri hjá BHP Billiton Marius Klopper hefur verið ráðinn forstjóri ástralska náma- og álfyrirtækisins BHP Billiton. Hann tekur við af Chop Goodyear, fráfarandi forstjóra, 1. október næstkomandi. Markaðsaðilar telja líkur á að með nýjum forstjóra muni BHP fara í viðamikil fyrirtækjakaup. 31.5.2007 09:54 Uppsagnir hjá Motorola Bandaríski farsímaframleiðandinn Motorola ætlar að segja upp 4.000 starfsmönnum á árinu í hagræðingarskyni. Greinendur segja þetta ekki góðar fréttir hjá fyrirtækinu, sem er annar stærsti farsímaframleiðandi í heimi. Uppsagnir á 3.500 manns stendur nú yfir en með viðbótinni jafngildir það að 11 prósentum starfsmanna Motorola verði sagt upp. 31.5.2007 09:30 Vöruskiptahalli eykst frá fyrri mánuðum Vöruskipti við útlönd reyndust óhagstæð um rúma ellefu milljarða í aprílmánuði samkvæmt tölum Hagstofunnar. Það er um milljarði meiri halli en í sama mánuði í fyrra en þá var hann rúmir tíu milljarðar. Vöruskiptahalli á fyrstu fjórum mánuðum ársins er um 20 milljarðar. 31.5.2007 09:12 Tesco heimsótti Bakkavör óvænt Bakkavör mótmælir einhliða fréttaflutningi Guardian og sakar fulltrúa verkalýðsfélaga um ófrægingarherferð. Bresku verkalýðssamtökin GMB saka Bakkavör, einn helsta birgja Tesco, um að taka framleiðslu fyrir stórmarkaði fram yfir velferð verkafólks. 31.5.2007 09:01 Spjallað í neðansjávargemsa Köfunarflokkur Björgunarfélags Akraness hefur tekið í notkun nýjan fjarskiptabúnað. Með honum geta leitarstjórnendur á yfirborðinu talað við kafara með GSM-símum. Kafararnir geta einnig talað saman neðansjávar í allt að tveggja kílómetra fjarlægð. 31.5.2007 08:00 Vanskil hafa aukist Vanskil fyrirtækja eru nú hærri en verið hefur frá miðju ári 2005. Þetta sýnir ný samantekt Fjármálaeftirlitsins á tölum um vanskil útlána hjá innlánsstofnunum miðað við lok mars 2007. Vanskilin eru þó mun lægri en þau voru á árunum 2000 til þess tíma. 31.5.2007 05:45 Hærra mat á Alfesca Glitnis hefur hækkað verðmat sitt á Alfesca úr 5,2 krónum í 5,3 krónur á hlut. Verðmatsgengið var 2,5 prósentum yfir gengi á markaði þegar uppfært verðmat var gefið út. Gengi félagsins hafði hins vegar lækkað um 0,78 prósent seinni partinn í gær. 31.5.2007 05:15 FL Group tapaði 100 milljónum á Bang & Olufsen FL Group hefur selt alla hluti sína, 10,76 prósent, í danska raftækjaframleiðandanum Bang & Olufsen fyrir 10,2 milljarða króna. Tap FL Group á fjárfestingunni nemur um 100 milljónum króna. FL Group kom inn í hlutahafahóp Bang & Olufsen í febrúar í fyrra með kaupum á 8,2 prósenta hlut fyrir 7,5 milljarða króna. Það bætti fljótlega við sig og jók hann smám saman í 10,76 prósent. 31.5.2007 05:00 Síminn og Anza sameinast Stjórnir Símans og Anza hafa samþykkt að sameina fyrirtækin. Samruninn tekur gildi í júlí. Hreinn Jakobsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Anza, mun setja á fót skrifstofu í Kaupmannahöfn til að byggja upp starfsemi Skipta hf, móðurfélags Símans, í Skandinavíu. 30.5.2007 15:34 Síminn kynnir þriðju kynslóðina Síminn kynnir í verslunum sínum á morgun nýjungar í farsímaþjónustu, sem grundvallast á þriðju kynslóð farsímakerfa (3G). Gestum gefst kostur á að kynna sér þá byltingu sem í vændum er þegar þriðja kynslóð farsímakerfa verður tekin í notkun í fyrsta sinn á Íslandi í haust. 30.5.2007 15:30 Fasteignaverð lækkar í Bandaríkjunum Verð á fasteignum lækkaði um 1,4 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins í Bandaríkjunum miðað við sama tíma í fyrra. Þetta er fyrsta verðlækkunin á almennum fasteignamarkaði vestanhafs í 16 ár. 30.5.2007 15:15 Framleiðsluvísitalan lækkar í Japan Framleiðsluvísitalan í Japan lækkaði óvænt um 0,1 prósentustig á milli mánaða í apríl, einkum vegna minni eftirspurnar eftir bílum á innlandsmarkaði og í Bandaríkjunum. Þetta er þvert á væntingar greinenda sem höfðu gert ráð fyrir aukningu upp á hálft prósentustig. 30.5.2007 11:21 FL Group selur í Bang & Olufsen FL Group hefur selt allan hlut sinn í danska fyrirtækinu Bang & Olufsen A/S, sem svaraði til 10,76 prósenta af hlutafé fyrirtækisins. Kaupverð nemur 10,2 milljörðum króna en kaupendur eru hópur danskra og alþjóðlegra stofnanafjárfesta. 30.5.2007 09:48 Katrín stýrir útrás BBA/Legal Katrín Helga Hallgrímsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri lögmannsstofunnar BBA/Legal sem áður hét Landwell. Henni er ætlað að stýra útrás fyrirtækisins en það er nú með skrifstofur bæði í Reykjavík og Lundúnum. 30.5.2007 09:42 Tölva með enga mús og ekkert lyklaborð Microsoft sýndi í morgun borðtölvu með enga mús og ekkert lyklaborð. Tölvan er í borðinu og er skjárinn snertiskjár. Hún mun geta haft samskipti við farsíma eru settir á borðið. Upphaflega verður hún aðeins í boði fyrir fyrirtæki eins og hótel, spilavíti, símabúðir og veitingastaði. 30.5.2007 08:57 Kínastjórn kældi markaðinn Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð í kauphöllinni í Sjanghæ í Kína í dag eftir að kínversk stjórnvöld ákváðu að þrefalda gjöld á viðskipti með hlutabréf. Aðgerðin er liður í því að koma í veg fyrir ofhitnun á hlutabréfamarkaði í Kína. 30.5.2007 06:30 Fleiri dýralæknar Nýr bankastjóri Straums-Burðaráss er hokinn af reynslu í bankaheiminum og veit sínu viti í þeimi heimi. Fjármálaráðherra Íslands hefur stundum mátt sæta því að um bakgrunn hans sé talað með niðrandi hætti, en hann er dýralæknir að mennt. 30.5.2007 00:01 Fátækt verður ekki útrýmt án einkageirans Að ausa fjármagni inn í þjóðfélagskerfi í rústum hefur ekki reynst eins happadrjúg aðferð í þróunarríkjunum eins og í Evrópu. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir komst að því að þjóðir heims leita nú nýrra leiða við þróunaraðstoð. Fela þær í sér aukið samstarf hins opinbera og einkaaðila. 30.5.2007 00:01 Spákaupmaðurinn: Grænpóstur á Bjögga Ég hef eins og fleiri verið með nokkuð stórar stöður í Actavis í gegnum tíðina. Þar hafa orðið til miklir peningar. Ég var því þokkalega sáttur þegar yfirtökutilboðið kom, enda búinn að vera að bæta við mig undanfarna mánuði. 30.5.2007 00:01 Mikið verk fyrir höndum á Íslandi Hraði íslensks atvinnulífs hefur skilað sér í slæmri birgðastýringu. Þetta segir Tommy Högberg, forstjóri sænsku verkfræðistofunnar ProLog, sem sérhæfir sig í birgðastýringu vöruhúsa, í samtali við Jón Aðalstein Bergsveinsson. 30.5.2007 00:01 OMX styttir biðtíma Nordic Exchange hefur tekið í notkun þjónustuna OMX Proximity Services. Nordic Exchange er sameiginleg þjónusta OMX-kauphallanna í Helsinki, Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Íslandi, Ríga, Tallinn og Vilníus. 30.5.2007 00:01 Stungið upp í ráðherrann Henry Paulson, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, fundaði með Wu Yi, aðstoðarforsætisráðherra Kína, í Washington í síðustu viku. Efni fundarins var lágt gengi kínverska júansins, sem Bandaríkjastjórn segir að haldið sé lágu með handafli, og aukinn innflutningur frá Kína til Bandaríkjanna. 30.5.2007 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
Sala á iPhone hefst 29. júní Steven Jobs og félagar hans hjá Apple hafa ákveðið að hefja sölu á iPhone símtækinu þann 29. júní í Bandaríkjunum. 4.6.2007 12:24
Ráðgjöf Hafró: Slæmt til að byrja með en gott til lengri tíma Greining Glitnis telur að útflutningsverðmæti sjávarafurða geti minnkað um allt að 25 milljarða króna á næsta fiskveiðiári, fari sjávarútvegsráðherra að ráðum Hafrannsóknarstofnunar. Þeir benda hins vegar á að til langs tíma ætti ráðgjöf Hafró um lægri aflareglu að hafa jákvæð áhrif á stofninn til lengri tíma litið og þar með á hagvöxt næstu ára. 4.6.2007 10:47
Kínastjórn kælir markaðinn á ný Gengi hlutabréfa á aðallista kauphallarinnar í Sjanghæ í Kína lækkaði um rúm átta prósent við lokun kauphallarinnar í Sjanghæ í dag. Ástæðan er ótti fjárfesta við að stjórnvöld þar í landi hækki skatta frekar með það fyrir augum að kæla hagkerfið. 4.6.2007 09:46
Eyjamenn framlengja tilboðsfrest í Vinnslustöðina Eyjamenn ehf., sem framkvæmdastjórinn Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson og ráðandi hluthafar úr Eyjum fara fyrir, hafa ákveðið að framlengja tilboð sitt í Vinnslustöðina í Vestmannaeyjum í kjölfar samkeppnistilboðs í félagið. Tilboðið var lagt fram 9. maí síðastliðinn og hljóðaði upp á 4,60 krónur á hlut. Með framlengingunni er þeim sem ákváðu að taka tilboðinu gert kleift að endurmeta samþykki sitt. 4.6.2007 09:30
Færeyskur banki í Kauphöllina Føroya Banki gefur í dag út útboðslýsingu vegna hlutafjárútboðs bankans og skráningar á hlutabréfamarkað á Íslandi og í Danmörku. 4.6.2007 09:06
iTunes-lög geyma persónuupplýsingar Upp hefur komist að allar iTunes-skrár innihalda upplýsingar um hver keypti skrána, líka þær sem ekki eru varðar af afritunarlás. Nýlega byrjaði iTunes að selja tónlistarskrár án afritunarlása. Framtakið hefur mælst vel fyrir þrátt fyrir að lögin séu dýrari á þessu formi. 4.6.2007 09:00
Gott dæmi um virðingarleysi Samkvæmt árlegri rannsókn alþjóðlegra samtaka hugbúnaðarframleiðenda (Business Software Alliance) voru 53 prósent af hugbúnaði á Íslandi ólöglega fengin árið 2006. Til samanburðar var Svíþjóð með 26 prósent, Noregur með 29 prósent, Danmörk með 25 prósent og Finnland með 27 prósent. Heimsmeðaltalið er þrjátíu og fimm prósent. 4.6.2007 00:01
Bandarísk efnahagslíf að jafna sig Upplýsingar um minnkandi atvinnuleysi í Bandaríkjunum í nýliðnum mánuði hafa aukið væntingar manna um að betri gangur sé í efnahagslífinu vestanhafs nú en á fyrri helmingi ársins. Upplýsingarnar urðu meðal annars til þess að nokkrar af helstu vísitölunum hækkuðu mikið við lokun markaða á föstudag. Dow Jones-vísitalan sló met í 26. sinn á árinu. 3.6.2007 10:00
Peningaskápurinn... Gengi bréfa í bandarísku fjölmiðlaútgáfunni Dow Jones & Co., sem stendur á bak við samnefnda fréttaveitu og útgáfu dagblaðsins Wall Street Journal, hækkaði um 15 prósent á markaði í Bandaríkjunum í fyrrakvöld. 2.6.2007 00:01
Finnur og félagar eignast Frumherja Eignarhaldsfélag í eigu Finns Ingólfssonar, stjórnarformanns Icelandair Group, og fleiri fjárfesta hefur keypt fyrirtækin Frumherja og Frumorku af Óskari Eyjólfssyni. 1.6.2007 17:34
Hagvöxtur í Evrópu meiri en í Bandaríkjunum Hagvöxtur á evrusvæðinu og innan ESB mældist 0,6 prósent á fyrsta fjórðungi ársins. Þetta er jafn mikill hagvöxtur og mældist í Bandaríkjunum á ársgrundvelli á sama tímabili. Gangi spár eftir mun hagvöxtur í Evrópu verða meiri en í Bandaríkjunum á árinu. Slíkt hefur ekki sést síðan árið 2001. 1.6.2007 16:20
Ný evrópulög krefjast prófunar á þúsundum efna Ný lög Evrópusambandsins sem krefjast prófunar á þúsundum efna sem fólk notar daglega, tóku gildi í dag. Lögin ná yfir efni sem meðal annars er að finna í bílsætum og andlitskremum. Fyrirtækjum er gert að sanna að vörur þeirra standist lögin. 1.6.2007 16:16
Viðsnúningur í afkomu Spalar Spölur, sem er í eigu Eignarhaldsfélagsins Spalar hf. og rekur Hvalfjarðargöng, skilaði hagnaði upp á 89 milljónir króna á fyrri helmingi síðasta rekstrarárs, sem stóð frá 1. október í fyrra til 31. mars í ár. Til samanburðar nam tap fyrirtækisins árið á undan 83 milljónum króna. 1.6.2007 12:21
Novator gerir formlegt tilboð í Actavis Novator, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur gert yfirtökutilboð í gegnum nýstofnað eignarhaldsfélag, Novator eignarhaldsfélag ehf. í allt hlutafé Actavis Group hf. í A-flokki sem ekki var þegar í eigu félaga tengdum tilboðsgjafa eða í eigu Actavis Group hf. Tilboðið hljóðar upp á 0,98 evrur á hlut. 1.6.2007 10:41
Novator eykur við sig í Netia Novator, félag í eigu Björgólfs Thors Björgólfssonar, hefur aukið við hlut sinn í Netia, næststærsta símafélagi Póllands og fer nú með 27 prósent hlutabréfa í félaginu. 1.6.2007 10:21
Dell segir upp 7.000 manns Bandaríski tölvuframleiðandinn Dell hefur ákveðið að segja upp allt að 7.000 manns á heimsvísu í hagræðingarskyni. Þetta jafngildir því að 10 prósentum af starfsliði fyrirtækisins fær uppsagnarbréf á næstunni. Þrátt fyrir þetta batnaði hagnaður fyrirtækisins á fyrsta fjórðungi ársins. 1.6.2007 09:21
Skoða sölu á Dow Jones Bandaríska Bancroft-fjölskyldan, sem á meirihluta í útgáfufélaginu Dow Jones og gefur meðal annars út samnefnda fréttaveitu og dagblaðið Wall Street Journal, segist munu hugleiða yfirtökutilboð fjölmiðlajöfursins Ruperts Murdoch í félagið. Hún muni sömuleiðis skoða önnur tilboð. 1.6.2007 08:30
Peningaskápurinn... Samkeppnisyfirvöld í Bandaríkjunum kannar nú hvort kaup bandaríska netfyrirtækisins Google á netauglýsingafyrirtækinu DoubleClick brjóti í bága við samkeppnislög. 1.6.2007 00:01
Tölvurisarnir hittust í sátt og samlyndi Helstu erkifjendur tölvubransans settust niður í sátt og samlyndi á sögulegum fundi í dag. Bill Gates og Steve Jobs, forvígismenn einkatöluvubyltingarinnar og fyrirtækja sinna, tölvurisanna Microsoft og Apple, ræddu saman í bróðerni á sviðinu á D5 ráðstefnu dagblaðsins Wall Street Journal í Carlsbad í Kaliforníu og skiptust á skoðunum og sögum. Sjáið myndbandið. 31.5.2007 22:42
Minna tap hjá Flögu Flaga skilaði tapi upp á 605 þúsund bandaríkjadali, 37,4 milljónum króna, á fyrstu þremur mánuðum ársins. Til samanburðar nam tapið á sama tíma í fyrra 877 þúsundum dala, 54,1 milljón króna. 31.5.2007 16:52
Bandarískur hagvöxtur undir væntingum Hagvöxtur jókst um 0,6 prósent í Bandaríkjunum á fyrsta ársfjórðungi, samkvæmt útreikningum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er minnsti hagvöxtur á einum ársfjóðungi sem mælst hefur vestanhafs í rúm fjögur ár enda talsvert undir væntingum. 31.5.2007 13:44
Stilla býður metverð fyrir Vinnslustöðina Stilla ehf., félag í eigu Guðmundar Kristjánssonar, forstjóra Brims, og Hjálmars Kristjánssonar, hefur ákveðið að leggja fram tilboð í allt hlutafé Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum. Tilboðið er til höfuðs yfirtökutilboði Eyjamanna í byrjun maí og 85 prósentum hærra. Þetta er hæsta verð sem boðið hefur verið í hlutabréf Vinnslustöðvarinnar. 31.5.2007 10:25
iPhone fær fjarskiptaleyfi Bandaríska fjarskiptastofnunin gaf Apple á dögunum leyfi til að selja farsíma sinn iPhone. Með leyfinu er nú ekkert því til fyrirstöðu að Apple hefji sölu á símanum í júní, eins og áætlað var. Öll fjarskiptatæki þurfa leyfi stofnunarinnar áður en þau fara á markað. 31.5.2007 10:00
Nýr forstjóri hjá BHP Billiton Marius Klopper hefur verið ráðinn forstjóri ástralska náma- og álfyrirtækisins BHP Billiton. Hann tekur við af Chop Goodyear, fráfarandi forstjóra, 1. október næstkomandi. Markaðsaðilar telja líkur á að með nýjum forstjóra muni BHP fara í viðamikil fyrirtækjakaup. 31.5.2007 09:54
Uppsagnir hjá Motorola Bandaríski farsímaframleiðandinn Motorola ætlar að segja upp 4.000 starfsmönnum á árinu í hagræðingarskyni. Greinendur segja þetta ekki góðar fréttir hjá fyrirtækinu, sem er annar stærsti farsímaframleiðandi í heimi. Uppsagnir á 3.500 manns stendur nú yfir en með viðbótinni jafngildir það að 11 prósentum starfsmanna Motorola verði sagt upp. 31.5.2007 09:30
Vöruskiptahalli eykst frá fyrri mánuðum Vöruskipti við útlönd reyndust óhagstæð um rúma ellefu milljarða í aprílmánuði samkvæmt tölum Hagstofunnar. Það er um milljarði meiri halli en í sama mánuði í fyrra en þá var hann rúmir tíu milljarðar. Vöruskiptahalli á fyrstu fjórum mánuðum ársins er um 20 milljarðar. 31.5.2007 09:12
Tesco heimsótti Bakkavör óvænt Bakkavör mótmælir einhliða fréttaflutningi Guardian og sakar fulltrúa verkalýðsfélaga um ófrægingarherferð. Bresku verkalýðssamtökin GMB saka Bakkavör, einn helsta birgja Tesco, um að taka framleiðslu fyrir stórmarkaði fram yfir velferð verkafólks. 31.5.2007 09:01
Spjallað í neðansjávargemsa Köfunarflokkur Björgunarfélags Akraness hefur tekið í notkun nýjan fjarskiptabúnað. Með honum geta leitarstjórnendur á yfirborðinu talað við kafara með GSM-símum. Kafararnir geta einnig talað saman neðansjávar í allt að tveggja kílómetra fjarlægð. 31.5.2007 08:00
Vanskil hafa aukist Vanskil fyrirtækja eru nú hærri en verið hefur frá miðju ári 2005. Þetta sýnir ný samantekt Fjármálaeftirlitsins á tölum um vanskil útlána hjá innlánsstofnunum miðað við lok mars 2007. Vanskilin eru þó mun lægri en þau voru á árunum 2000 til þess tíma. 31.5.2007 05:45
Hærra mat á Alfesca Glitnis hefur hækkað verðmat sitt á Alfesca úr 5,2 krónum í 5,3 krónur á hlut. Verðmatsgengið var 2,5 prósentum yfir gengi á markaði þegar uppfært verðmat var gefið út. Gengi félagsins hafði hins vegar lækkað um 0,78 prósent seinni partinn í gær. 31.5.2007 05:15
FL Group tapaði 100 milljónum á Bang & Olufsen FL Group hefur selt alla hluti sína, 10,76 prósent, í danska raftækjaframleiðandanum Bang & Olufsen fyrir 10,2 milljarða króna. Tap FL Group á fjárfestingunni nemur um 100 milljónum króna. FL Group kom inn í hlutahafahóp Bang & Olufsen í febrúar í fyrra með kaupum á 8,2 prósenta hlut fyrir 7,5 milljarða króna. Það bætti fljótlega við sig og jók hann smám saman í 10,76 prósent. 31.5.2007 05:00
Síminn og Anza sameinast Stjórnir Símans og Anza hafa samþykkt að sameina fyrirtækin. Samruninn tekur gildi í júlí. Hreinn Jakobsson, fráfarandi framkvæmdastjóri Anza, mun setja á fót skrifstofu í Kaupmannahöfn til að byggja upp starfsemi Skipta hf, móðurfélags Símans, í Skandinavíu. 30.5.2007 15:34
Síminn kynnir þriðju kynslóðina Síminn kynnir í verslunum sínum á morgun nýjungar í farsímaþjónustu, sem grundvallast á þriðju kynslóð farsímakerfa (3G). Gestum gefst kostur á að kynna sér þá byltingu sem í vændum er þegar þriðja kynslóð farsímakerfa verður tekin í notkun í fyrsta sinn á Íslandi í haust. 30.5.2007 15:30
Fasteignaverð lækkar í Bandaríkjunum Verð á fasteignum lækkaði um 1,4 prósent á fyrstu þremur mánuðum ársins í Bandaríkjunum miðað við sama tíma í fyrra. Þetta er fyrsta verðlækkunin á almennum fasteignamarkaði vestanhafs í 16 ár. 30.5.2007 15:15
Framleiðsluvísitalan lækkar í Japan Framleiðsluvísitalan í Japan lækkaði óvænt um 0,1 prósentustig á milli mánaða í apríl, einkum vegna minni eftirspurnar eftir bílum á innlandsmarkaði og í Bandaríkjunum. Þetta er þvert á væntingar greinenda sem höfðu gert ráð fyrir aukningu upp á hálft prósentustig. 30.5.2007 11:21
FL Group selur í Bang & Olufsen FL Group hefur selt allan hlut sinn í danska fyrirtækinu Bang & Olufsen A/S, sem svaraði til 10,76 prósenta af hlutafé fyrirtækisins. Kaupverð nemur 10,2 milljörðum króna en kaupendur eru hópur danskra og alþjóðlegra stofnanafjárfesta. 30.5.2007 09:48
Katrín stýrir útrás BBA/Legal Katrín Helga Hallgrímsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri lögmannsstofunnar BBA/Legal sem áður hét Landwell. Henni er ætlað að stýra útrás fyrirtækisins en það er nú með skrifstofur bæði í Reykjavík og Lundúnum. 30.5.2007 09:42
Tölva með enga mús og ekkert lyklaborð Microsoft sýndi í morgun borðtölvu með enga mús og ekkert lyklaborð. Tölvan er í borðinu og er skjárinn snertiskjár. Hún mun geta haft samskipti við farsíma eru settir á borðið. Upphaflega verður hún aðeins í boði fyrir fyrirtæki eins og hótel, spilavíti, símabúðir og veitingastaði. 30.5.2007 08:57
Kínastjórn kældi markaðinn Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð í kauphöllinni í Sjanghæ í Kína í dag eftir að kínversk stjórnvöld ákváðu að þrefalda gjöld á viðskipti með hlutabréf. Aðgerðin er liður í því að koma í veg fyrir ofhitnun á hlutabréfamarkaði í Kína. 30.5.2007 06:30
Fleiri dýralæknar Nýr bankastjóri Straums-Burðaráss er hokinn af reynslu í bankaheiminum og veit sínu viti í þeimi heimi. Fjármálaráðherra Íslands hefur stundum mátt sæta því að um bakgrunn hans sé talað með niðrandi hætti, en hann er dýralæknir að mennt. 30.5.2007 00:01
Fátækt verður ekki útrýmt án einkageirans Að ausa fjármagni inn í þjóðfélagskerfi í rústum hefur ekki reynst eins happadrjúg aðferð í þróunarríkjunum eins og í Evrópu. Hólmfríður Helga Sigurðardóttir komst að því að þjóðir heims leita nú nýrra leiða við þróunaraðstoð. Fela þær í sér aukið samstarf hins opinbera og einkaaðila. 30.5.2007 00:01
Spákaupmaðurinn: Grænpóstur á Bjögga Ég hef eins og fleiri verið með nokkuð stórar stöður í Actavis í gegnum tíðina. Þar hafa orðið til miklir peningar. Ég var því þokkalega sáttur þegar yfirtökutilboðið kom, enda búinn að vera að bæta við mig undanfarna mánuði. 30.5.2007 00:01
Mikið verk fyrir höndum á Íslandi Hraði íslensks atvinnulífs hefur skilað sér í slæmri birgðastýringu. Þetta segir Tommy Högberg, forstjóri sænsku verkfræðistofunnar ProLog, sem sérhæfir sig í birgðastýringu vöruhúsa, í samtali við Jón Aðalstein Bergsveinsson. 30.5.2007 00:01
OMX styttir biðtíma Nordic Exchange hefur tekið í notkun þjónustuna OMX Proximity Services. Nordic Exchange er sameiginleg þjónusta OMX-kauphallanna í Helsinki, Kaupmannahöfn, Stokkhólmi, Íslandi, Ríga, Tallinn og Vilníus. 30.5.2007 00:01
Stungið upp í ráðherrann Henry Paulson, viðskiptaráðherra Bandaríkjanna, fundaði með Wu Yi, aðstoðarforsætisráðherra Kína, í Washington í síðustu viku. Efni fundarins var lágt gengi kínverska júansins, sem Bandaríkjastjórn segir að haldið sé lágu með handafli, og aukinn innflutningur frá Kína til Bandaríkjanna. 30.5.2007 00:01