Fleiri fréttir NASA vantar fjármagn Fulltrúar Geimsferðarstofnunar Bandaríkjanna, Nasa, segja stofnunina vanta fjármagn til að rannsaka alla þá loftsteina og halastjörnur sem Jörðinni kann að stafa ógn af. Talið er að um 20,000 hluti sé að finna í sólkerfi okkar sem kunna að nálgast Jörðina í framtíðinni. Ætlun Nasa er að finna og rannsaka 90 prósent þeirra fyrir árið 2020. Í skýrslu sem Nasa lét vinna kemur fram að kostnaðurinn við þá vinnu yrði um einn milljarður bandaríkjadala. 6.3.2007 12:23 Allt á uppleið í Kauphöllinni Hlutabréf í Kauphöll Íslands hafa hækkað í morgun en í gær lækkaði verð á nær öllum skráðum félögum. Straumur-Burðarás hefur hækkað mest, um 2,5% og hefur náð aftur því gengi sem var á bréfum félagsins fyrir helgi. Þá hefur Landsbankinn hækkað um 1,9%, Exista um 1,8% og Kaupþing um 1,75%. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,19%. Engin félög hafa lækkað í Kauphöllinni í dag. Töluverð viðskipti hafa verið í kauphöllinni í morgun, eða fyrir 1,3 milljarða. 6.3.2007 10:43 Markaðir aftur á uppleið Hlutabréfamarkaðir bæði í Asíu og Evrópu hafa tekið kipp upp á við í dag eftir talsverðar lækkanir síðustu vikuna. FTSE-vísitala kauphallarinnar í London hækkaði eilítið fljótlega eftir opnun í morgun og aðrar evrópskar vísitölur hækkuðu einnig. Nikkei-vísitalan í Japan hækkaði um rúmt prósent í dag en gærdagurinn var sá versti í Tokyokauphöllinni í níu mánuði. Þá hækkaði Hang Seng vísitalan í Hong Kong um 1.6% og SSE vísitalan í Shanghai um tæplega 2%. 6.3.2007 10:11 Ríkisstofnanir fá endurgreiðslu Til stendur að endurgreiða ríkisstofnunum virðisaukaskatt af allri þjónustu sem þær kaupa af tölvu-og hugbúnaðarfyrirtækjum. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra upplýsti um þetta á ráðstefnunni „Útvistun - allra hagur“ sem haldin var fyrir helgi af Samtökum UT-fyrirtækja, Samtökum iðnaðarins, Ríkiskaupum og ráðuneytum fjármála, iðnaðar og viðskipta. 6.3.2007 10:00 Minna tap í olíuleitinni Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum skilaði tapi upp á rúma 8,1 milljón danskra króna, jafnvirði rétt rúmra 96 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er nokkru minna tap en árið áður en þá tapaði félagið tæplega 10,4 milljónum danskra króna, sem jafngildir 123,3 milljónum íslenskra króna. 6.3.2007 00:01 EMI hafnaði Warner Music Stjórn bresku hljómplötuútgáfunnar EMI hafnaði í gær yfirtökutilboði bandarísku risasamstæðunnar Warner Music Group. Tilboðið hljóðaði upp á 260 pens á hlut, sem þýðir að EMI er metið á 2,1 milljarð punda, jafnvirði um 275 milljarða íslenskra króna. 6.3.2007 00:01 Ofurleiðni er næsta skrefið Hraðlestir sem snerta ekki jörðina, ofurrafgeymar og enn öflugri og kröftugri tölvur eru skammt undan. Efni sem nefnast háhita ofurleiðarar munu gera allt þetta að veruleika í framtíðinni. 5.3.2007 22:02 Minna tap hjá Atlantic Petroleum Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum skilaði tapi upp á rúma 8,1 milljón danskra króna, jafnvirði rétt rúmra 96 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er nokkru minna tap en árið áður en þá tapaði félagið tæplega 10,4 milljónum danskra króna, sem jafngildir 123,3 milljónum íslenskra króna. Tap félagsins á fjórða ársfjórðungi í fyrra minnkaði talsvert á milli ára. 5.3.2007 15:57 Lítil breyting á markaði í Bandaríkjunum Fjármálamarkaðir í Bandaríkjunum opnuðu fyrir skömmu. Lækkanir á vísitölum á mörkuðum í Asíu og í Evrópu virðast ekki hafa skilað sér vestur um haf enda hækkuðu helstu vísitölur á bandaríska markaðnum lítillega við opnun markaða. Greinendur eru ekki vissir um hvað dagurinn feli í skauti sér en vísa til orða Henry Paulsons, fjármálaráðherra, sem segist hafa tröllatrú á bandaríska hagkerfinu. 5.3.2007 15:21 Olíuverðslækkanir hafa áhrif í Noregi Gengi hlutabréfa í kauphöllinni í Osló í Noregi hefur ekki farið varhluta af lækkunum á helstu fjármálamörkuðum í Asíu og Evrópu í dag. Inn í spilaði reyndar heimsmarkaðsverð á hráolíu, sem hefur talsverð áhrif inn í norsku kauphölina, en það dró vísitöluna niður um 2,8 prósent. Gengi bréfa í Kauphöll Íslands hefur lítið breyst eftir því sem liðið hefur á daginn. 5.3.2007 13:18 Úrvalsvísitalan tók dýfu Úrvalsvísitala Kauphallarinnar tók dýfu við opnun markaða í morgun. Þá hafa vísitölur um allan heim lækkað. Danska viðskiptablaðið Börsen spáir blóðrauðum degi í dönsku kauphöllinni. 5.3.2007 12:26 Lækkanir í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð við opnun Kauphallar Íslands í dag en Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 2,07 prósent það sem af er dags. Þetta er nokkuð í samræmi við gengi á mörkuðum í Evrópu og í Asíu. Gengi kínversku hlutabréfavísitölunnar lækkaði um 3,5 prósent en gengi japönsku Nikkei-hlutabréfavísitölunnar lækkaði um 3,4 prósent í dag. Hún hefur ekki lækkað jafn mikið í níu mánuði. 5.3.2007 10:35 HSBC skilaði methagnaði Alþjóðlegi bankinn HSBC, einn stærsti banki í Evrópu, skilaði 11,5 milljarða punda hagnaði á síðasta ári. Þetta jafngildir rúmum 1.500 milljörðum íslenskra króna sem er fimm prósenta hækkun á milli ára. Þetta er langt yfir væntingum greinenda enda metafkoma í sögu bankans. Á sama tíma varð bankinn að afskrifa um 5,4 milljarða punda á bandaríska fasteignalánamarkaðnum. 5.3.2007 09:59 Enn lækka markaðir í Asíu Hlutabréfamarkaðir í Japan tóku enn eina dýfuna þegar markaðir opnuðu þar eftir helgina en Nikkei-vísitala kauphallarinnar í Tokyo féll um þrjú og hálft prósent í dag. Samtals hefur vísitalan því lækkað um nær 8 prósent á einni viku. Þá veiktist staða japanska jensins gagnvart dollara. Ekki sér fyrir endann á lækkun markaða. Þá lækkuðu hlutabréf í kauphöllinni í Shanghai í Kína um nær 2 prósent í dag eftir að hafa tekið lítinn kipp upp á við fyrir helgi. 5.3.2007 07:14 BBC og YouTube í eina sæng BBC og YouTube hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér að YouTube býður nú myndskeið frá þremur sjónvarpsrásum BBC. Þá verður hægt að sjá viðtöl BBC við „fræga fólkið“, fréttir og eitthvað skemmtiefni. BBC mun að líkindum sjálft sjá um að hýsa myndskeiðin, en þeim verður veitt á síðu YouTube eins og öðrum myndskeiðum sem þar má sjá. 3.3.2007 15:43 SPV og SH heita nú Byr - sparisjóður Sparisjóður vélstjóra og Sparisjóður Hafnarfjarðar hafa nú tekið sameiginlegt nafn; Byr - sparisjóður. Sparisjóðirnir sameinuðust formlega um áramót. Starfsmenn og fjölskyldur þeirra komu saman í Smárabíó í dag til að fagna nýja nafninu. Heildareignir hins nýja sparisjóðs nema rúmum 100 milljörðum króna og eiga um 50 þúsund einstaklingar í viðskiptum við hann. 3.3.2007 13:42 Langt undir spám Fjölmiðla- og afþreyingarfélagið 365 hf. tapaði 6,9 milljörðum króna á síðasta ári. Sé einungis horft á áframhaldandi starfsemi nemur tapið 1,2 milljörðum. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta nam 1.552 milljónum króna. „Ljóst er að rekstrarniðurstaða félagsins er óásættanleg,“ segir forstjóri fyrirtækisins. 3.3.2007 10:13 Straumur-Burðarás tekur 35,3 milljarða sambankalán Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hf. hefur skrifað undir 400 milljóna evra sambankaláni. Þetta svarar til 35,3 milljarða íslenskra króna. Lánið er í tveimur hlutum með breytilegum vöxtum og til þriggja ára. Tuttugu og níu bankar í 13 löndum tóku þátt í láninu. 2.3.2007 13:02 Gengi bréfa í EADS á niðurleið Gengi hlutabréfa í EADS, móðurfélagi evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, hefur farið niður um 3,9 prósent eftir að fyrirtækið greindi frá því í gær að það hyggðist fresta þróun og framleiðslu á fraktflugvél af gerðinni A380. Fyrirtækið mun eftirleiðis einbeita sér að framleiðslu á farþegaþotu af sömu gerð sem stefnt er að komi á markað í haust. 2.3.2007 12:58 FME varar við erlendum hlutabréfaviðskiptum Fjármálaeftirlitið (FME) varar við tilboðum erlendra aðila, sem hafi milligöngu um hlutabréfaviðskipti í erlendum fyrirtækjum. Eftirlitið segir að erlendir aðilar hafi haft samband við einstaklinga hér á landi og boðist til að hafa milligöngu um viðskiptin. Beri að vara fólk við tilboðum óþekktra aðila, að sögn Fjármálaeftirlitisins. 2.3.2007 12:45 Landsbankinn selur Landsafl Landsbanki Íslands hefur samið við Fasteignafélagið Stoðir hf. um sölu á öllum hlutum bankans í fasteignafélaginu Landsafli hf. Bankinn á 80 prósent hlutafjár í Landsafli á móti Burðarási hf. 2.3.2007 11:50 Forstjóraskipti hjá Plastprenti Stjórn Plastprents hf hefur ráðið Ólaf Steinarsson sem forstjóra félagsins frá og með gærdeginum, 1. mars. Á sama tíma lét Sigurður Bragi Guðmundsson, fráfarandi forstjóri, af störfum hjá fyrirtækiinu. 2.3.2007 10:48 Lenovo innkallar rafhlöður Kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo hefur ákveðið að innkalla um 205.000 rafhlöður sem fylgja IBM Thinkpad-fartölvum fyrirtækisins. Japanska tæknifyrirtækið Sanyo framleiddi rafhlöðurnar fyrir fyrirtækið. Innköllunin kemur til viðbótar þeirri rúmlega hálfri milljón rafhlaða undir merkjum Sony sem fyrirtækið innkallaði í fyrra. 2.3.2007 10:00 FlyMe í Svíþjóð gjaldþrota Sænska lággjaldaflugfélagið FlyMe ætlar að óska eftir gjaldþrotaskiptum. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Íslenska eignarhaldsfélagið Fons átti um skeið um tuttugu prósent hlut í félaginu. 2.3.2007 09:30 Minna tap hjá Icelandic Group Icelandic Group tapaði 1.078 milljónum króna, 11,4 milljónum evra, á síðasta ári. Árið á undan tapaði félagið hins vegar rétt rúmlega 1,3 milljörðum króna. Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandic Group, segir mikið hafa verið gert til að bæta reksturinn en margt hafi verið dýrara og tekið lengri tíma en áætlanir gerðu ráð fyrir. 2.3.2007 09:13 Hlutabréfaverð í Kína að rétta úr kútnum Hlutabréfaverð á kínverskum mörkuðum virðist vera að rétta úr kútnum eftir mikið hrun síðustu daga. Nú þegar líður að lokum kauphallarinnar í Shanghai fyrir helgina hefur vísitala hækkað um hálft annað prósent frá opnun í morgun. Nikkei-vísitala kauphallarinnar í Tokyo heldur að vísu áfram að lækka og hefur lækkað um 1,3 prósent frá opnun í morgun og samtals um nær sex prósent í þessari viku. 2.3.2007 07:59 Peningaskápurinn ... Síminn og Hans Petersen hafa skrifað undir samning um stafræna framköllun í kjölfar þess að Síminn markaðssetti þjónustuna Safnið í fyrra. Safnið er örugg geymsla fyrir ýmis rafræn gögn, en ljósmyndirnar þar er hægt að skoða bæði í tölvu og á sjónvarpsskjá auk fleiri möguleika. 2.3.2007 06:00 Fá hálfsárseinkasöluleyfi í Bandaríkjunum Actavis hefur fengið samþykki bandarísku matvæla- og lyfjastofnunarinnar til að markaðssetja meltingarfæralyfið Ranitidine mixtúru þar í landi. 2.3.2007 05:45 M&S fylgist grannt með Sainsbury Stuart Rose, forstjóri Marks & Spencer, segir að fyrirtækið íhugi að leggja fram tilboð í Sainsbury, þriðju stærstu stórmarkaðakeðju Bretlands. „Eignir sem þessar koma ekki oft inn á markaðinn,“ sagði hann á miðvikudaginn og bætti við að eigendur M&S myndu álíta hann vera fífl ef hann skoðaði ekki málið. 2.3.2007 05:30 Sparisjóður Vestfirðinga hagnaðist um 800 milljónir. Sparisjóður Vestfirðinga skilaði 801 milljón króna í hagnað í fyrra sem er 276,6 prósenta aukning á milli ára. Þar af var tekjufærsla skatta upp á 193 milljónir. Arðsemi eigin fjár var 80 prósent. 2.3.2007 05:15 Á pari við spár Hagnaður Actavis árið 2006 nam níu milljörðum króna. Vöxtur félagsins á síðasta ársfjórðungi var mestur í Mið- og Austur-Evrópu og Bandaríkjunum. 2.3.2007 05:00 Kaupþing hækkar verðmat á Bakkavör Greiningardeild Kaupþings hefur uppfært verðmat sitt á Bakkvör í kjölfar birtingar á ársuppgjöri fyrirtækisins og mælir með því að fjárfestar kaupi bréf í félaginu. Kaupþing segir sjóðstreymi Bakkaverar í fyrra hafa verið mjög sterkt og hafi það verið notað til að vinna á langtímaskuldum. Við það hafi lánastofnanir lækkað lánaálag félagsins. 1.3.2007 16:36 Markaðir enn á niðurleið Gengi hlutabréfa á helstu fjármálamörkuðum í Asíu og Evrópu hélt áfram að lækka í dag, þriðja daginn í röð eftir að SCI-vísitalan féll snarlega í Kína á þriðjudag eftir nokkrar hækkanir dagana á undan. Greinendur eru ekki á einu máli um það hvenær vísitölurnar rétta úr kútnum og telja að markaðurinn nái sinni fyrri stöðu ekki fyrr en um miðjan mánuðinn. 1.3.2007 16:12 Tölvuþrjótar skrefi á undan Ný tegund glæpamanna ryður sér til rúms. Þeir gera skipulagðar, fágaðar og arðbærar árásir á netnotendur. Þeir nota tegund hugbúnaðar sem kallast „malware" eða spilliforrit. Þannig plata þeir fólk til gefa sér upplýsingar eða stela þeim án þess að tekið sé eftir. 1.3.2007 16:00 Gengi Mosaic Fashions hækkar eftir verðmat Mosaic Fashions, móðurfélag nokkurra tískuverslanakeðja, hefur hækkað um tæp sex prósent í Kauphöll Íslands í dag. Helsta ástæðan er nýtt verðmat Landsbankans, sem birt var fyrr í dag. 1.3.2007 12:28 Hagnaður Mörthu Stewart sexfaldast Fyrirtæki bandarísku sjónvarps- og lífsstílskonunnar Mörthu Stewart skilaði 16,2 milljóna dala hagnaði á síðasta ársfjórðungi í fyrra. Þetta jafngildir tæplega 1,1 milljarði íslenskra króna sem er tæplega sex sinnum meira en fyrirtækið skilaði á sama fjórðungi árið 2005. 1.3.2007 10:58 Hagnaður Sparisjóðs Vestfirðinga næstum fjórfaldast Sparisjóður Vestfirðinga skilaði 800,6 milljóna króna hagnaði í fyrra samanborið við 212,6 milljóna króna hagnað árið áður. Það jafngildir því að hagnaðurinn hafi tæplega fjórfaldast á árinu. 1.3.2007 10:14 Enn lækka hlutabréf í Asíu Hlutabréf í Asíu halda áfram að lækka við upphaf viðskipta í dag og þannig hefur Hang Seng vísitalan í Hong Kong lækkað um 174 stig frá opnun í morgun sem jafngildir tæpu einu prósentustigi. Þá hefur Nikkei-vísitala kauphallarinnar í Tokyo lækkað um rúm 150 stig frá opnun eða um svipað hlutfall. 1.3.2007 07:49 Peningaskápurinn ... Það eru fleiri sjóðir en íslensku lífeyrissjóðirnir sem vaxa hratt. Norski ríkislífeyrissjóðurinn, sem áður kallaðist norski olíusjóðurinn, skilaði 7,9 prósenta ávöxtun í fyrra samanborið við 11,1 prósents hækkun árið 2005. 1.3.2007 00:01 Sjá næstu 50 fréttir
NASA vantar fjármagn Fulltrúar Geimsferðarstofnunar Bandaríkjanna, Nasa, segja stofnunina vanta fjármagn til að rannsaka alla þá loftsteina og halastjörnur sem Jörðinni kann að stafa ógn af. Talið er að um 20,000 hluti sé að finna í sólkerfi okkar sem kunna að nálgast Jörðina í framtíðinni. Ætlun Nasa er að finna og rannsaka 90 prósent þeirra fyrir árið 2020. Í skýrslu sem Nasa lét vinna kemur fram að kostnaðurinn við þá vinnu yrði um einn milljarður bandaríkjadala. 6.3.2007 12:23
Allt á uppleið í Kauphöllinni Hlutabréf í Kauphöll Íslands hafa hækkað í morgun en í gær lækkaði verð á nær öllum skráðum félögum. Straumur-Burðarás hefur hækkað mest, um 2,5% og hefur náð aftur því gengi sem var á bréfum félagsins fyrir helgi. Þá hefur Landsbankinn hækkað um 1,9%, Exista um 1,8% og Kaupþing um 1,75%. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,19%. Engin félög hafa lækkað í Kauphöllinni í dag. Töluverð viðskipti hafa verið í kauphöllinni í morgun, eða fyrir 1,3 milljarða. 6.3.2007 10:43
Markaðir aftur á uppleið Hlutabréfamarkaðir bæði í Asíu og Evrópu hafa tekið kipp upp á við í dag eftir talsverðar lækkanir síðustu vikuna. FTSE-vísitala kauphallarinnar í London hækkaði eilítið fljótlega eftir opnun í morgun og aðrar evrópskar vísitölur hækkuðu einnig. Nikkei-vísitalan í Japan hækkaði um rúmt prósent í dag en gærdagurinn var sá versti í Tokyokauphöllinni í níu mánuði. Þá hækkaði Hang Seng vísitalan í Hong Kong um 1.6% og SSE vísitalan í Shanghai um tæplega 2%. 6.3.2007 10:11
Ríkisstofnanir fá endurgreiðslu Til stendur að endurgreiða ríkisstofnunum virðisaukaskatt af allri þjónustu sem þær kaupa af tölvu-og hugbúnaðarfyrirtækjum. Árni M. Mathiesen fjármálaráðherra upplýsti um þetta á ráðstefnunni „Útvistun - allra hagur“ sem haldin var fyrir helgi af Samtökum UT-fyrirtækja, Samtökum iðnaðarins, Ríkiskaupum og ráðuneytum fjármála, iðnaðar og viðskipta. 6.3.2007 10:00
Minna tap í olíuleitinni Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum skilaði tapi upp á rúma 8,1 milljón danskra króna, jafnvirði rétt rúmra 96 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er nokkru minna tap en árið áður en þá tapaði félagið tæplega 10,4 milljónum danskra króna, sem jafngildir 123,3 milljónum íslenskra króna. 6.3.2007 00:01
EMI hafnaði Warner Music Stjórn bresku hljómplötuútgáfunnar EMI hafnaði í gær yfirtökutilboði bandarísku risasamstæðunnar Warner Music Group. Tilboðið hljóðaði upp á 260 pens á hlut, sem þýðir að EMI er metið á 2,1 milljarð punda, jafnvirði um 275 milljarða íslenskra króna. 6.3.2007 00:01
Ofurleiðni er næsta skrefið Hraðlestir sem snerta ekki jörðina, ofurrafgeymar og enn öflugri og kröftugri tölvur eru skammt undan. Efni sem nefnast háhita ofurleiðarar munu gera allt þetta að veruleika í framtíðinni. 5.3.2007 22:02
Minna tap hjá Atlantic Petroleum Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum skilaði tapi upp á rúma 8,1 milljón danskra króna, jafnvirði rétt rúmra 96 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er nokkru minna tap en árið áður en þá tapaði félagið tæplega 10,4 milljónum danskra króna, sem jafngildir 123,3 milljónum íslenskra króna. Tap félagsins á fjórða ársfjórðungi í fyrra minnkaði talsvert á milli ára. 5.3.2007 15:57
Lítil breyting á markaði í Bandaríkjunum Fjármálamarkaðir í Bandaríkjunum opnuðu fyrir skömmu. Lækkanir á vísitölum á mörkuðum í Asíu og í Evrópu virðast ekki hafa skilað sér vestur um haf enda hækkuðu helstu vísitölur á bandaríska markaðnum lítillega við opnun markaða. Greinendur eru ekki vissir um hvað dagurinn feli í skauti sér en vísa til orða Henry Paulsons, fjármálaráðherra, sem segist hafa tröllatrú á bandaríska hagkerfinu. 5.3.2007 15:21
Olíuverðslækkanir hafa áhrif í Noregi Gengi hlutabréfa í kauphöllinni í Osló í Noregi hefur ekki farið varhluta af lækkunum á helstu fjármálamörkuðum í Asíu og Evrópu í dag. Inn í spilaði reyndar heimsmarkaðsverð á hráolíu, sem hefur talsverð áhrif inn í norsku kauphölina, en það dró vísitöluna niður um 2,8 prósent. Gengi bréfa í Kauphöll Íslands hefur lítið breyst eftir því sem liðið hefur á daginn. 5.3.2007 13:18
Úrvalsvísitalan tók dýfu Úrvalsvísitala Kauphallarinnar tók dýfu við opnun markaða í morgun. Þá hafa vísitölur um allan heim lækkað. Danska viðskiptablaðið Börsen spáir blóðrauðum degi í dönsku kauphöllinni. 5.3.2007 12:26
Lækkanir í Kauphöllinni Gengi hlutabréfa lækkaði nokkuð við opnun Kauphallar Íslands í dag en Úrvalsvísitalan hefur lækkað um 2,07 prósent það sem af er dags. Þetta er nokkuð í samræmi við gengi á mörkuðum í Evrópu og í Asíu. Gengi kínversku hlutabréfavísitölunnar lækkaði um 3,5 prósent en gengi japönsku Nikkei-hlutabréfavísitölunnar lækkaði um 3,4 prósent í dag. Hún hefur ekki lækkað jafn mikið í níu mánuði. 5.3.2007 10:35
HSBC skilaði methagnaði Alþjóðlegi bankinn HSBC, einn stærsti banki í Evrópu, skilaði 11,5 milljarða punda hagnaði á síðasta ári. Þetta jafngildir rúmum 1.500 milljörðum íslenskra króna sem er fimm prósenta hækkun á milli ára. Þetta er langt yfir væntingum greinenda enda metafkoma í sögu bankans. Á sama tíma varð bankinn að afskrifa um 5,4 milljarða punda á bandaríska fasteignalánamarkaðnum. 5.3.2007 09:59
Enn lækka markaðir í Asíu Hlutabréfamarkaðir í Japan tóku enn eina dýfuna þegar markaðir opnuðu þar eftir helgina en Nikkei-vísitala kauphallarinnar í Tokyo féll um þrjú og hálft prósent í dag. Samtals hefur vísitalan því lækkað um nær 8 prósent á einni viku. Þá veiktist staða japanska jensins gagnvart dollara. Ekki sér fyrir endann á lækkun markaða. Þá lækkuðu hlutabréf í kauphöllinni í Shanghai í Kína um nær 2 prósent í dag eftir að hafa tekið lítinn kipp upp á við fyrir helgi. 5.3.2007 07:14
BBC og YouTube í eina sæng BBC og YouTube hafa gert með sér samstarfssamning sem felur í sér að YouTube býður nú myndskeið frá þremur sjónvarpsrásum BBC. Þá verður hægt að sjá viðtöl BBC við „fræga fólkið“, fréttir og eitthvað skemmtiefni. BBC mun að líkindum sjálft sjá um að hýsa myndskeiðin, en þeim verður veitt á síðu YouTube eins og öðrum myndskeiðum sem þar má sjá. 3.3.2007 15:43
SPV og SH heita nú Byr - sparisjóður Sparisjóður vélstjóra og Sparisjóður Hafnarfjarðar hafa nú tekið sameiginlegt nafn; Byr - sparisjóður. Sparisjóðirnir sameinuðust formlega um áramót. Starfsmenn og fjölskyldur þeirra komu saman í Smárabíó í dag til að fagna nýja nafninu. Heildareignir hins nýja sparisjóðs nema rúmum 100 milljörðum króna og eiga um 50 þúsund einstaklingar í viðskiptum við hann. 3.3.2007 13:42
Langt undir spám Fjölmiðla- og afþreyingarfélagið 365 hf. tapaði 6,9 milljörðum króna á síðasta ári. Sé einungis horft á áframhaldandi starfsemi nemur tapið 1,2 milljörðum. Hagnaður fyrir afskriftir, fjármagnsliði og skatta nam 1.552 milljónum króna. „Ljóst er að rekstrarniðurstaða félagsins er óásættanleg,“ segir forstjóri fyrirtækisins. 3.3.2007 10:13
Straumur-Burðarás tekur 35,3 milljarða sambankalán Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki hf. hefur skrifað undir 400 milljóna evra sambankaláni. Þetta svarar til 35,3 milljarða íslenskra króna. Lánið er í tveimur hlutum með breytilegum vöxtum og til þriggja ára. Tuttugu og níu bankar í 13 löndum tóku þátt í láninu. 2.3.2007 13:02
Gengi bréfa í EADS á niðurleið Gengi hlutabréfa í EADS, móðurfélagi evrópska flugvélaframleiðandans Airbus, hefur farið niður um 3,9 prósent eftir að fyrirtækið greindi frá því í gær að það hyggðist fresta þróun og framleiðslu á fraktflugvél af gerðinni A380. Fyrirtækið mun eftirleiðis einbeita sér að framleiðslu á farþegaþotu af sömu gerð sem stefnt er að komi á markað í haust. 2.3.2007 12:58
FME varar við erlendum hlutabréfaviðskiptum Fjármálaeftirlitið (FME) varar við tilboðum erlendra aðila, sem hafi milligöngu um hlutabréfaviðskipti í erlendum fyrirtækjum. Eftirlitið segir að erlendir aðilar hafi haft samband við einstaklinga hér á landi og boðist til að hafa milligöngu um viðskiptin. Beri að vara fólk við tilboðum óþekktra aðila, að sögn Fjármálaeftirlitisins. 2.3.2007 12:45
Landsbankinn selur Landsafl Landsbanki Íslands hefur samið við Fasteignafélagið Stoðir hf. um sölu á öllum hlutum bankans í fasteignafélaginu Landsafli hf. Bankinn á 80 prósent hlutafjár í Landsafli á móti Burðarási hf. 2.3.2007 11:50
Forstjóraskipti hjá Plastprenti Stjórn Plastprents hf hefur ráðið Ólaf Steinarsson sem forstjóra félagsins frá og með gærdeginum, 1. mars. Á sama tíma lét Sigurður Bragi Guðmundsson, fráfarandi forstjóri, af störfum hjá fyrirtækiinu. 2.3.2007 10:48
Lenovo innkallar rafhlöður Kínverski tölvuframleiðandinn Lenovo hefur ákveðið að innkalla um 205.000 rafhlöður sem fylgja IBM Thinkpad-fartölvum fyrirtækisins. Japanska tæknifyrirtækið Sanyo framleiddi rafhlöðurnar fyrir fyrirtækið. Innköllunin kemur til viðbótar þeirri rúmlega hálfri milljón rafhlaða undir merkjum Sony sem fyrirtækið innkallaði í fyrra. 2.3.2007 10:00
FlyMe í Svíþjóð gjaldþrota Sænska lággjaldaflugfélagið FlyMe ætlar að óska eftir gjaldþrotaskiptum. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Íslenska eignarhaldsfélagið Fons átti um skeið um tuttugu prósent hlut í félaginu. 2.3.2007 09:30
Minna tap hjá Icelandic Group Icelandic Group tapaði 1.078 milljónum króna, 11,4 milljónum evra, á síðasta ári. Árið á undan tapaði félagið hins vegar rétt rúmlega 1,3 milljörðum króna. Björgólfur Jóhannsson forstjóri Icelandic Group, segir mikið hafa verið gert til að bæta reksturinn en margt hafi verið dýrara og tekið lengri tíma en áætlanir gerðu ráð fyrir. 2.3.2007 09:13
Hlutabréfaverð í Kína að rétta úr kútnum Hlutabréfaverð á kínverskum mörkuðum virðist vera að rétta úr kútnum eftir mikið hrun síðustu daga. Nú þegar líður að lokum kauphallarinnar í Shanghai fyrir helgina hefur vísitala hækkað um hálft annað prósent frá opnun í morgun. Nikkei-vísitala kauphallarinnar í Tokyo heldur að vísu áfram að lækka og hefur lækkað um 1,3 prósent frá opnun í morgun og samtals um nær sex prósent í þessari viku. 2.3.2007 07:59
Peningaskápurinn ... Síminn og Hans Petersen hafa skrifað undir samning um stafræna framköllun í kjölfar þess að Síminn markaðssetti þjónustuna Safnið í fyrra. Safnið er örugg geymsla fyrir ýmis rafræn gögn, en ljósmyndirnar þar er hægt að skoða bæði í tölvu og á sjónvarpsskjá auk fleiri möguleika. 2.3.2007 06:00
Fá hálfsárseinkasöluleyfi í Bandaríkjunum Actavis hefur fengið samþykki bandarísku matvæla- og lyfjastofnunarinnar til að markaðssetja meltingarfæralyfið Ranitidine mixtúru þar í landi. 2.3.2007 05:45
M&S fylgist grannt með Sainsbury Stuart Rose, forstjóri Marks & Spencer, segir að fyrirtækið íhugi að leggja fram tilboð í Sainsbury, þriðju stærstu stórmarkaðakeðju Bretlands. „Eignir sem þessar koma ekki oft inn á markaðinn,“ sagði hann á miðvikudaginn og bætti við að eigendur M&S myndu álíta hann vera fífl ef hann skoðaði ekki málið. 2.3.2007 05:30
Sparisjóður Vestfirðinga hagnaðist um 800 milljónir. Sparisjóður Vestfirðinga skilaði 801 milljón króna í hagnað í fyrra sem er 276,6 prósenta aukning á milli ára. Þar af var tekjufærsla skatta upp á 193 milljónir. Arðsemi eigin fjár var 80 prósent. 2.3.2007 05:15
Á pari við spár Hagnaður Actavis árið 2006 nam níu milljörðum króna. Vöxtur félagsins á síðasta ársfjórðungi var mestur í Mið- og Austur-Evrópu og Bandaríkjunum. 2.3.2007 05:00
Kaupþing hækkar verðmat á Bakkavör Greiningardeild Kaupþings hefur uppfært verðmat sitt á Bakkvör í kjölfar birtingar á ársuppgjöri fyrirtækisins og mælir með því að fjárfestar kaupi bréf í félaginu. Kaupþing segir sjóðstreymi Bakkaverar í fyrra hafa verið mjög sterkt og hafi það verið notað til að vinna á langtímaskuldum. Við það hafi lánastofnanir lækkað lánaálag félagsins. 1.3.2007 16:36
Markaðir enn á niðurleið Gengi hlutabréfa á helstu fjármálamörkuðum í Asíu og Evrópu hélt áfram að lækka í dag, þriðja daginn í röð eftir að SCI-vísitalan féll snarlega í Kína á þriðjudag eftir nokkrar hækkanir dagana á undan. Greinendur eru ekki á einu máli um það hvenær vísitölurnar rétta úr kútnum og telja að markaðurinn nái sinni fyrri stöðu ekki fyrr en um miðjan mánuðinn. 1.3.2007 16:12
Tölvuþrjótar skrefi á undan Ný tegund glæpamanna ryður sér til rúms. Þeir gera skipulagðar, fágaðar og arðbærar árásir á netnotendur. Þeir nota tegund hugbúnaðar sem kallast „malware" eða spilliforrit. Þannig plata þeir fólk til gefa sér upplýsingar eða stela þeim án þess að tekið sé eftir. 1.3.2007 16:00
Gengi Mosaic Fashions hækkar eftir verðmat Mosaic Fashions, móðurfélag nokkurra tískuverslanakeðja, hefur hækkað um tæp sex prósent í Kauphöll Íslands í dag. Helsta ástæðan er nýtt verðmat Landsbankans, sem birt var fyrr í dag. 1.3.2007 12:28
Hagnaður Mörthu Stewart sexfaldast Fyrirtæki bandarísku sjónvarps- og lífsstílskonunnar Mörthu Stewart skilaði 16,2 milljóna dala hagnaði á síðasta ársfjórðungi í fyrra. Þetta jafngildir tæplega 1,1 milljarði íslenskra króna sem er tæplega sex sinnum meira en fyrirtækið skilaði á sama fjórðungi árið 2005. 1.3.2007 10:58
Hagnaður Sparisjóðs Vestfirðinga næstum fjórfaldast Sparisjóður Vestfirðinga skilaði 800,6 milljóna króna hagnaði í fyrra samanborið við 212,6 milljóna króna hagnað árið áður. Það jafngildir því að hagnaðurinn hafi tæplega fjórfaldast á árinu. 1.3.2007 10:14
Enn lækka hlutabréf í Asíu Hlutabréf í Asíu halda áfram að lækka við upphaf viðskipta í dag og þannig hefur Hang Seng vísitalan í Hong Kong lækkað um 174 stig frá opnun í morgun sem jafngildir tæpu einu prósentustigi. Þá hefur Nikkei-vísitala kauphallarinnar í Tokyo lækkað um rúm 150 stig frá opnun eða um svipað hlutfall. 1.3.2007 07:49
Peningaskápurinn ... Það eru fleiri sjóðir en íslensku lífeyrissjóðirnir sem vaxa hratt. Norski ríkislífeyrissjóðurinn, sem áður kallaðist norski olíusjóðurinn, skilaði 7,9 prósenta ávöxtun í fyrra samanborið við 11,1 prósents hækkun árið 2005. 1.3.2007 00:01