Viðskipti erlent

Enn lækka markaðir í Asíu

Getty Images

Hlutabréfamarkaðir í Japan tóku enn eina dýfuna þegar markaðir opnuðu þar eftir helgina en Nikkei-vísitala kauphallarinnar í Tokyo féll um þrjú og hálft prósent í dag. Samtals hefur vísitalan því lækkað um nær 8 prósent á einni viku. Þá veiktist staða japanska jensins gagnvart dollara. Ekki sér fyrir endann á lækkun markaða. Þá lækkuðu hlutabréf í kauphöllinni í Shanghai í Kína um nær 2 prósent í dag eftir að hafa tekið lítinn kipp upp á við fyrir helgi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×