Viðskipti innlent

Allt á uppleið í Kauphöllinni

Hlutabréf í Kauphöll Íslands hafa hækkað í morgun en í gær lækkaði verð á nær öllum skráðum félögum. Straumur-Burðarás hefur hækkað mest, um 2,5% og hefur náð aftur því gengi sem var á bréfum félagsins fyrir helgi. Þá hefur Landsbankinn hækkað um 1,9%, Exista um 1,8% og Kaupþing um 1,75%. Úrvalsvísitalan hefur hækkað um 1,19%. Engin félög hafa lækkað í Kauphöllinni í dag. Töluverð viðskipti hafa verið í kauphöllinni í morgun, eða fyrir 1,3 milljarða.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×