Viðskipti innlent

Sparisjóður Vestfirðinga hagnaðist um 800 milljónir.

Sparisjóður Vestfirðinga skilaði 801 milljón króna í hagnað í fyrra sem er 276,6 prósenta aukning á milli ára. Þar af var tekjufærsla skatta upp á 193 milljónir. Arðsemi eigin fjár var 80 prósent.

Gengishagnaður skýrir þennan mikla hagnað að mestu en hann nam 944 milljónum króna. SPVF átti eignarhlut í fjármálaþjónustufyrirtækinu Existu þegar það fór á hlutabréfamarkað í haust og er enn meðal eigenda.

Athygli vekur að hreinar vaxtatekjur voru 163 milljónir og drógust saman um fjörutíu prósent á milli ára.

Eignir sparisjóðsins námu 9.657 milljónum króna í árslok. Eigið fé var 1.805 og óx um 80,5 prósent á nýliðnu ári.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×