Viðskipti erlent

Minna tap í olíuleitinni

Færeyska olíuleitarfélagið Atlantic Petroleum skilaði tapi upp á rúma 8,1 milljón danskra króna, jafnvirði rétt rúmra 96 milljóna íslenskra króna, á síðasta ári. Þetta er nokkru minna tap en árið áður en þá tapaði félagið tæplega 10,4 milljónum danskra króna, sem jafngildir 123,3 milljónum íslenskra króna.

Í uppgjöri félagsins kemur fram að rekstrartap Atlantic Petroleum á árinu hafi numið tæpum 11,5 milljónum danskra króna, tæplega 136,4 milljónum íslenskra króna, sem er nokkru meira en spáð var. Haft er eftir Wilhelm Petersen, forstjóra félagsins, að árið hafi verið gott hjá Atlantic Petroleum og hafi það náð markmiðum sínum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×