Viðskipti erlent

Enn lækka hlutabréf í Asíu

Getty Images

Hlutabréf í Asíu halda áfram að lækka við upphaf viðskipta í dag og þannig hefur Hang Seng vísitalan í Hong Kong lækkað um 174 stig frá opnun í morgun sem jafngildir tæpu einu prósentustigi. Þá hefur Nikkei-vísitala kauphallarinnar í Tokyo lækkað um rúm 150 stig frá opnun eða um svipað hlutfall.

Mest lækkar þó áfram vísitala kauphallarinnar í Shanghai en hún hefur lækkað um nær 3 prósentustig frá opnun í morgun. Hlutabréfakaupmenn í Kína hafa sagst ætla að halda ótrauðir áfram og ætla ekki að láta miklar lækkanir síðustu daga á sig fá. Kínversk hlutabréf hafa verið talin ofmetin og margir markaðssérfræðingar höfðu spáð að þau hlytu að lækka með hvelli fyrr eða síðar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×