Viðskipti erlent

FlyMe í Svíþjóð gjaldþrota

MYND/ww.flyme.com

Sænska lággjaldaflugfélagið FlyMe ætlar að óska eftir gjaldþrotaskiptum. Öllu flugi félagsins hefur verið aflýst. Íslenska eignarhaldsfélagið Fons átti um skeið tuttugu prósent hlutafjár í félaginu en seldi hlutinn síðastliðið haust.

Í tilkynningu sem FlyMe sendi frá sér í morgun kemur fram að FlyMe í Svíþjóð ætli að loka fyrir farmiðasölu frá og með klukkan 11 í dag þar sem ekki hafi tekist að safna nægu fé til að tryggja rekstrargrundvöll þess.

Þá mun stjórn FlyMe koma saman mjög bráðlega og ákveða að óska eftir því að félagið verði tekið til gjaldþrotaskipta.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×