Tölvuþrjótar skrefi á undan 1. mars 2007 16:00 Ein leið fyrir spilliforrit til að komast inn á tölvur er með tölvupósti. Ný tegund glæpamanna ryður sér til rúms. Þeir gera skipulagðar, fágaðar og arðbærar árásir á netnotendur. Þeir nota tegund hugbúnaðar sem kallast „malware" eða spilliforrit. Þannig plata þeir fólk til gefa sér upplýsingar eða stela þeim án þess að tekið sé eftir. Helgina 24. og 25. febrúar hittust sérfræðingar í tölvuöryggi á ráðstefnu Bandarísku samtakanna sem vinna að framgangi vísindanna (the American Association for the Advancement of Science). Þar ræddu þeir þessa ógn sem nú ríður yfir internetheiminn. Spilliforritið getur komist inn á tölvuna þína með mörgum mismunandi leiðum. Ein leiðin kallast „phishing", þá berst tölvupóstur með viðhengi sem segist vera frá bankanum þínum, heitar myndir af frægu fólki eða myndskeið. Í raun er þetta spilliforritið sem hleður sig inn á tölvuna þegar viðhengin eru opnuð. Það sem spilliforritið getur gert er að grípa öll notendanöfn og lykilorð sem slegin eru inn í tölvunni. Hann getur stolið gögnum úr MSN og tölvupósti þegar þau eru send. Jafnvel getur búnaðurinn skellt upp spegilmynd af vefsíðu sem notandinn er að skoða og tekið niður allar upplýsingar sem þar eru slegnar inn. „Þetta er búið að vera að læðast upp að okkur, nú er ógnin orðin svo mikil að tæknifólk sem veit af þessu þarf að gera almenningi viðvart um það sem getur farið úrskeiðis," segir Markus Jakobsson úr Indiana Háskólanum í Bloomington. Vírusvarnarforrit geta gert gagn en hinsvegar eru spilliforritin í svo örri þróun að það er mjög erfitt eyða ógninni alveg. Þrjótarnir eru einu skrefi á undan. Hvað geta þá almennir tölvu- og internetnotendur gert til þess að lenda ekki í klónum á illvirkjum og glæpamönnum á netinu. Það er aldrei hægt að eyða ógninni en þó er hægt draga úr möguleikunum á að lenda í þrjótunum. Hér eru nokkrir góðir punktar: Farðu varlega í viðhengi og tengla. Ekki opna neitt sem þú átt ekki von á eða ef þú treystir ekki sendandanum. Stilltu tölvuna þína þannig að hún uppfæri stýrikerfið sjálfvirkt. Ekki nota sama lykilorðið fyrir allar síður á netinu. Reyndu að koma þér upp kerfi sem er einfalt. Notaðu hástafi ásamt lágstöfum og sérstöfum í lykilorðum. Vertu viss um að þú vitir hvað þú ert að sækja þegar þú hleður niður fríum hugbúnaði. Frekari upplýsingar um spilliforrit og öryggi á internetinu er að finna á http://www.antiphishing.org/ Tækni Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Ný tegund glæpamanna ryður sér til rúms. Þeir gera skipulagðar, fágaðar og arðbærar árásir á netnotendur. Þeir nota tegund hugbúnaðar sem kallast „malware" eða spilliforrit. Þannig plata þeir fólk til gefa sér upplýsingar eða stela þeim án þess að tekið sé eftir. Helgina 24. og 25. febrúar hittust sérfræðingar í tölvuöryggi á ráðstefnu Bandarísku samtakanna sem vinna að framgangi vísindanna (the American Association for the Advancement of Science). Þar ræddu þeir þessa ógn sem nú ríður yfir internetheiminn. Spilliforritið getur komist inn á tölvuna þína með mörgum mismunandi leiðum. Ein leiðin kallast „phishing", þá berst tölvupóstur með viðhengi sem segist vera frá bankanum þínum, heitar myndir af frægu fólki eða myndskeið. Í raun er þetta spilliforritið sem hleður sig inn á tölvuna þegar viðhengin eru opnuð. Það sem spilliforritið getur gert er að grípa öll notendanöfn og lykilorð sem slegin eru inn í tölvunni. Hann getur stolið gögnum úr MSN og tölvupósti þegar þau eru send. Jafnvel getur búnaðurinn skellt upp spegilmynd af vefsíðu sem notandinn er að skoða og tekið niður allar upplýsingar sem þar eru slegnar inn. „Þetta er búið að vera að læðast upp að okkur, nú er ógnin orðin svo mikil að tæknifólk sem veit af þessu þarf að gera almenningi viðvart um það sem getur farið úrskeiðis," segir Markus Jakobsson úr Indiana Háskólanum í Bloomington. Vírusvarnarforrit geta gert gagn en hinsvegar eru spilliforritin í svo örri þróun að það er mjög erfitt eyða ógninni alveg. Þrjótarnir eru einu skrefi á undan. Hvað geta þá almennir tölvu- og internetnotendur gert til þess að lenda ekki í klónum á illvirkjum og glæpamönnum á netinu. Það er aldrei hægt að eyða ógninni en þó er hægt draga úr möguleikunum á að lenda í þrjótunum. Hér eru nokkrir góðir punktar: Farðu varlega í viðhengi og tengla. Ekki opna neitt sem þú átt ekki von á eða ef þú treystir ekki sendandanum. Stilltu tölvuna þína þannig að hún uppfæri stýrikerfið sjálfvirkt. Ekki nota sama lykilorðið fyrir allar síður á netinu. Reyndu að koma þér upp kerfi sem er einfalt. Notaðu hástafi ásamt lágstöfum og sérstöfum í lykilorðum. Vertu viss um að þú vitir hvað þú ert að sækja þegar þú hleður niður fríum hugbúnaði. Frekari upplýsingar um spilliforrit og öryggi á internetinu er að finna á http://www.antiphishing.org/
Tækni Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira