Viðskipti erlent

Hlutabréfaverð í Kína að rétta úr kútnum

Getty Images

Hlutabréfaverð á kínverskum mörkuðum virðist vera að rétta úr kútnum eftir mikið hrun síðustu daga. Nú þegar líður að lokum kauphallarinnar í Shanghai fyrir helgina hefur vísitala hækkað um hálft annað prósent frá opnun í morgun. Nikkei-vísitala kauphallarinnar í Tokyo heldur að vísu áfram að lækka og hefur lækkað um 1,3 prósent frá opnun í morgun og samtals um nær sex prósent í þessari viku.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×