Viðskipti innlent

Bankar í sviðsljósinu

Alþjóðlega matsfyrirtækið Standard & Poor’s efnir til ráðstefnu um íslensku bankana og framtíðarhorfur fjármálastofnana hér á landi og í Evrópu á Hótel Loftleiðum í fyrramálið. Ráðstefnan hefst klukkan hálf níu og stendur til hádegis.

Á meðal þess sem rætt verður um eru horfur og áhætta íslensku bankanna á þessu ári auk þess sem því verður velt upp hvernig bankarnir muni bregðast við niðursveiflu í efnahagslífinu. Þá verður ennfremur rætt um þá matsþætti S&P sem skipta máli.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×