Viðskipti innlent

Þorskur enn í toppsætinu

Þorskur var mest selda fisktegundin á fiskmörkuðum í síðustu viku, aðra vikuna í röð.
Þorskur var mest selda fisktegundin á fiskmörkuðum í síðustu viku, aðra vikuna í röð.

Framboð var ágætt á fismörkuðum landsins í síðustu viku. Seld voru 2.570 tonn af fiski samanborið við 3.164 tonn í vikunni á undan. Meðalverðið stóð í 164,96 krónum á kíló af fiski, sem er 5,27 króna lækkun á milli vikna. Þetta jafngildir því að fiskur hafi selst fyrir 424 milljónir króna í vikunni, að sögn skipa.is, vefs Fiskifrétta.

Þorskur var söluhæsta tegundin aðra vikuna í röð en í þarsíðustu viku náði hann toppsætinu af ýsu sem hafði vermt það svo mánuðum skipti. Alls seldust 924 tonn af þorski á mörkuðunum og fékkst 258,46 króna meðalverð fyrir kílóið af slægðum þorski.

Þá var mikið framboð af ýsu eða 846 tonn miðað við 1.227 tonn í vikunni á undan og fékkst 149,30 króna meðalverð fyrir kílóið.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×