Viðskipti innlent

Mæla með Straumi

Greiningardeild Landsbankans hefur gefið út uppfært verðmat fyrir Straum-Burðarás. Deildin segir Straum-Burðarás hafa náð öllum markmiðum sínum á síðasta ári og mælir með því að fjárfestar kaupi bréf í bankanum.

Í fyrra mati bankans var vænt verð á gengi bréfa í bankanum 20,1 króna á hlut og mælt með því að fjárfestar héldu í bréf sín. Í matinu nú segir að bankinn hafi meðal annars skilað góðum hagnaði auk þess sem árið lofi góðu. Er mælt með kaupum á bréfum í Straumi og gert ráð fyrir að gengi bréfanna verði 236 krónur á hlut.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×